Ferðamenn fá húsnæði námsmanna BBI skrifar 19. september 2012 15:58 Mynd/Vilhelm Biðlistar eftir íbúðum á stúdentagörðum hjá Félagsstofnun stúdenta hafa aldrei verið lengri en nú í haust. Félagsstofnun stúdenta telur að ódýrara húsnæði miðsvæðis í Reykjavík sé í sífellt meira mæli leigt út til ferðamanna. Fyrir vikið minnkar framboð af leiguhúsnæði fyrir námsmenn. „Þetta er tilfinning okkar," segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta. Samkvæmt mælingum Þjóðskrár hefur verð á leiguhúsnæði í borginni hækkað um 7% í sumar og 11% á einu ári. Eftirspurnin er mikil en leigumarkaðurinn skreppur aftur á móti saman. Rebekka segir skiljanlegt að fólk kjósi að leigja íbúðir sínar til erlendra ferðamanna. Í flestum tilvikum fást margfalt hærri upphæðir fyrir leigu til ferðamanna. Í mörgum tilvikum gefi leigusalar tekjurnar ekki upp til skatts og sneiði jafnframt hjá margs konar kostnaði sem fyrirtækjum í ferðaþjónustu ber að greiða.Framkvæmdir við nýjar stúdentaíbúðir standa yfir.Mynd/PjeturSegir hún ellilífeyrisþega t.d. hafa haft samband til að útskýra hvers vegna hann leigði frekar ferðamönnum en námsmönnum. Sagði hann lífeyri hans skerðast töluvert ef hann leigði á almennum markaði. Þegar tekjuskattur hefði svo verið greiddur af leigutekjunum væri lítið eftir. „Þannig að þetta ætti ekkert að koma á óvart," segir Rebekka sem telur að besta leiðin til að ráða bót á vandamálinu felist í að stjórnvöld hlúi að leigumarkaðnum með markvissum hætt. Eftir að húsnæði hafði verið úthlutað hjá Félagsstofnun stúdenta í haust voru 1018 eftir á biðlista. Biðlistarnir hafa verið að lengjast jafnt og þétt undanfarin ár. Nú standa yfir framkvæmdir við 299 nýjar stúdentaíbúðir á háskólalóðinni. Þær verða allar teknar í notkun á næsta ári Tengdar fréttir Íbúðaleiga hækkar verulega í verði Leiguverð hækkaði um 1,3% í ágúst mánuði samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands sem birtir mánaðarlega vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverð hefur samkvæmt þessari mælingu hækkað mikið í sumar, eða um tæp 7% síðan í maí síðastliðnum. Þessi hækkun leiguverðs virðist hinsvegar aðeins eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu þar sem vísitala leiguverðs sem Hagstofan tekur saman og endurspeglar leiguverð á landinu öllu hefur aðeins hækkað um 0,8% á sama tímabili. Þessi mikla hækkun leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu á þessum árstíma endurspeglar sókn námsmanna í íbúðir áður en skólarnir hefjast á haustin. 19. september 2012 13:48 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Biðlistar eftir íbúðum á stúdentagörðum hjá Félagsstofnun stúdenta hafa aldrei verið lengri en nú í haust. Félagsstofnun stúdenta telur að ódýrara húsnæði miðsvæðis í Reykjavík sé í sífellt meira mæli leigt út til ferðamanna. Fyrir vikið minnkar framboð af leiguhúsnæði fyrir námsmenn. „Þetta er tilfinning okkar," segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta. Samkvæmt mælingum Þjóðskrár hefur verð á leiguhúsnæði í borginni hækkað um 7% í sumar og 11% á einu ári. Eftirspurnin er mikil en leigumarkaðurinn skreppur aftur á móti saman. Rebekka segir skiljanlegt að fólk kjósi að leigja íbúðir sínar til erlendra ferðamanna. Í flestum tilvikum fást margfalt hærri upphæðir fyrir leigu til ferðamanna. Í mörgum tilvikum gefi leigusalar tekjurnar ekki upp til skatts og sneiði jafnframt hjá margs konar kostnaði sem fyrirtækjum í ferðaþjónustu ber að greiða.Framkvæmdir við nýjar stúdentaíbúðir standa yfir.Mynd/PjeturSegir hún ellilífeyrisþega t.d. hafa haft samband til að útskýra hvers vegna hann leigði frekar ferðamönnum en námsmönnum. Sagði hann lífeyri hans skerðast töluvert ef hann leigði á almennum markaði. Þegar tekjuskattur hefði svo verið greiddur af leigutekjunum væri lítið eftir. „Þannig að þetta ætti ekkert að koma á óvart," segir Rebekka sem telur að besta leiðin til að ráða bót á vandamálinu felist í að stjórnvöld hlúi að leigumarkaðnum með markvissum hætt. Eftir að húsnæði hafði verið úthlutað hjá Félagsstofnun stúdenta í haust voru 1018 eftir á biðlista. Biðlistarnir hafa verið að lengjast jafnt og þétt undanfarin ár. Nú standa yfir framkvæmdir við 299 nýjar stúdentaíbúðir á háskólalóðinni. Þær verða allar teknar í notkun á næsta ári
Tengdar fréttir Íbúðaleiga hækkar verulega í verði Leiguverð hækkaði um 1,3% í ágúst mánuði samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands sem birtir mánaðarlega vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverð hefur samkvæmt þessari mælingu hækkað mikið í sumar, eða um tæp 7% síðan í maí síðastliðnum. Þessi hækkun leiguverðs virðist hinsvegar aðeins eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu þar sem vísitala leiguverðs sem Hagstofan tekur saman og endurspeglar leiguverð á landinu öllu hefur aðeins hækkað um 0,8% á sama tímabili. Þessi mikla hækkun leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu á þessum árstíma endurspeglar sókn námsmanna í íbúðir áður en skólarnir hefjast á haustin. 19. september 2012 13:48 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Íbúðaleiga hækkar verulega í verði Leiguverð hækkaði um 1,3% í ágúst mánuði samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands sem birtir mánaðarlega vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverð hefur samkvæmt þessari mælingu hækkað mikið í sumar, eða um tæp 7% síðan í maí síðastliðnum. Þessi hækkun leiguverðs virðist hinsvegar aðeins eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu þar sem vísitala leiguverðs sem Hagstofan tekur saman og endurspeglar leiguverð á landinu öllu hefur aðeins hækkað um 0,8% á sama tímabili. Þessi mikla hækkun leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu á þessum árstíma endurspeglar sókn námsmanna í íbúðir áður en skólarnir hefjast á haustin. 19. september 2012 13:48