Ferðamenn fá húsnæði námsmanna BBI skrifar 19. september 2012 15:58 Mynd/Vilhelm Biðlistar eftir íbúðum á stúdentagörðum hjá Félagsstofnun stúdenta hafa aldrei verið lengri en nú í haust. Félagsstofnun stúdenta telur að ódýrara húsnæði miðsvæðis í Reykjavík sé í sífellt meira mæli leigt út til ferðamanna. Fyrir vikið minnkar framboð af leiguhúsnæði fyrir námsmenn. „Þetta er tilfinning okkar," segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta. Samkvæmt mælingum Þjóðskrár hefur verð á leiguhúsnæði í borginni hækkað um 7% í sumar og 11% á einu ári. Eftirspurnin er mikil en leigumarkaðurinn skreppur aftur á móti saman. Rebekka segir skiljanlegt að fólk kjósi að leigja íbúðir sínar til erlendra ferðamanna. Í flestum tilvikum fást margfalt hærri upphæðir fyrir leigu til ferðamanna. Í mörgum tilvikum gefi leigusalar tekjurnar ekki upp til skatts og sneiði jafnframt hjá margs konar kostnaði sem fyrirtækjum í ferðaþjónustu ber að greiða.Framkvæmdir við nýjar stúdentaíbúðir standa yfir.Mynd/PjeturSegir hún ellilífeyrisþega t.d. hafa haft samband til að útskýra hvers vegna hann leigði frekar ferðamönnum en námsmönnum. Sagði hann lífeyri hans skerðast töluvert ef hann leigði á almennum markaði. Þegar tekjuskattur hefði svo verið greiddur af leigutekjunum væri lítið eftir. „Þannig að þetta ætti ekkert að koma á óvart," segir Rebekka sem telur að besta leiðin til að ráða bót á vandamálinu felist í að stjórnvöld hlúi að leigumarkaðnum með markvissum hætt. Eftir að húsnæði hafði verið úthlutað hjá Félagsstofnun stúdenta í haust voru 1018 eftir á biðlista. Biðlistarnir hafa verið að lengjast jafnt og þétt undanfarin ár. Nú standa yfir framkvæmdir við 299 nýjar stúdentaíbúðir á háskólalóðinni. Þær verða allar teknar í notkun á næsta ári Tengdar fréttir Íbúðaleiga hækkar verulega í verði Leiguverð hækkaði um 1,3% í ágúst mánuði samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands sem birtir mánaðarlega vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverð hefur samkvæmt þessari mælingu hækkað mikið í sumar, eða um tæp 7% síðan í maí síðastliðnum. Þessi hækkun leiguverðs virðist hinsvegar aðeins eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu þar sem vísitala leiguverðs sem Hagstofan tekur saman og endurspeglar leiguverð á landinu öllu hefur aðeins hækkað um 0,8% á sama tímabili. Þessi mikla hækkun leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu á þessum árstíma endurspeglar sókn námsmanna í íbúðir áður en skólarnir hefjast á haustin. 19. september 2012 13:48 Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Biðlistar eftir íbúðum á stúdentagörðum hjá Félagsstofnun stúdenta hafa aldrei verið lengri en nú í haust. Félagsstofnun stúdenta telur að ódýrara húsnæði miðsvæðis í Reykjavík sé í sífellt meira mæli leigt út til ferðamanna. Fyrir vikið minnkar framboð af leiguhúsnæði fyrir námsmenn. „Þetta er tilfinning okkar," segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta. Samkvæmt mælingum Þjóðskrár hefur verð á leiguhúsnæði í borginni hækkað um 7% í sumar og 11% á einu ári. Eftirspurnin er mikil en leigumarkaðurinn skreppur aftur á móti saman. Rebekka segir skiljanlegt að fólk kjósi að leigja íbúðir sínar til erlendra ferðamanna. Í flestum tilvikum fást margfalt hærri upphæðir fyrir leigu til ferðamanna. Í mörgum tilvikum gefi leigusalar tekjurnar ekki upp til skatts og sneiði jafnframt hjá margs konar kostnaði sem fyrirtækjum í ferðaþjónustu ber að greiða.Framkvæmdir við nýjar stúdentaíbúðir standa yfir.Mynd/PjeturSegir hún ellilífeyrisþega t.d. hafa haft samband til að útskýra hvers vegna hann leigði frekar ferðamönnum en námsmönnum. Sagði hann lífeyri hans skerðast töluvert ef hann leigði á almennum markaði. Þegar tekjuskattur hefði svo verið greiddur af leigutekjunum væri lítið eftir. „Þannig að þetta ætti ekkert að koma á óvart," segir Rebekka sem telur að besta leiðin til að ráða bót á vandamálinu felist í að stjórnvöld hlúi að leigumarkaðnum með markvissum hætt. Eftir að húsnæði hafði verið úthlutað hjá Félagsstofnun stúdenta í haust voru 1018 eftir á biðlista. Biðlistarnir hafa verið að lengjast jafnt og þétt undanfarin ár. Nú standa yfir framkvæmdir við 299 nýjar stúdentaíbúðir á háskólalóðinni. Þær verða allar teknar í notkun á næsta ári
Tengdar fréttir Íbúðaleiga hækkar verulega í verði Leiguverð hækkaði um 1,3% í ágúst mánuði samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands sem birtir mánaðarlega vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverð hefur samkvæmt þessari mælingu hækkað mikið í sumar, eða um tæp 7% síðan í maí síðastliðnum. Þessi hækkun leiguverðs virðist hinsvegar aðeins eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu þar sem vísitala leiguverðs sem Hagstofan tekur saman og endurspeglar leiguverð á landinu öllu hefur aðeins hækkað um 0,8% á sama tímabili. Þessi mikla hækkun leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu á þessum árstíma endurspeglar sókn námsmanna í íbúðir áður en skólarnir hefjast á haustin. 19. september 2012 13:48 Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Íbúðaleiga hækkar verulega í verði Leiguverð hækkaði um 1,3% í ágúst mánuði samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands sem birtir mánaðarlega vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverð hefur samkvæmt þessari mælingu hækkað mikið í sumar, eða um tæp 7% síðan í maí síðastliðnum. Þessi hækkun leiguverðs virðist hinsvegar aðeins eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu þar sem vísitala leiguverðs sem Hagstofan tekur saman og endurspeglar leiguverð á landinu öllu hefur aðeins hækkað um 0,8% á sama tímabili. Þessi mikla hækkun leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu á þessum árstíma endurspeglar sókn námsmanna í íbúðir áður en skólarnir hefjast á haustin. 19. september 2012 13:48