Fleiri fréttir

Evran er álitlegasti kosturinn

Evran er álitlegasti kosturinn sem Ísland hefur ef til stendur að taka upp erlendan gjaldmiðil hér á landi eða festa íslensku krónuna við hann á annað borð. Ef Evran yrði ekki fyrir valinu væri danska krónan næstbesti kosturinn.

Hreyfingin vill almenna niðurfærslu fasteignalána

Þingmenn Hreyfingarinnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um almenna niðurfærslu á verðtryggðum fasteignaveðlánum heimila og afnám verðtryggingar. Tillagan felur í sér að fjármála- og efnahagsráðherra skipi þriggja manna starfshóp, óháðan hagsmunaaðilum, sem útfæri áætlun um almenna niðurfærslu á verðtryggðum fasteignaveðlánum heimila. Áætlunin skuli byggð á að þær skuldir sem til eru komnar vegna hækkunar vísitölu neysluverðs frá árslokum 2007 og eru umfram verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands verði fluttar frá heimilunum í sérstakan afskriftasjóð fasteignaveðlána auk breytinga á verðtryggingarákvæðum slíkra lána.

Baldur Guðlaugsson í vinnu hjá Lex lögmannsstofu

Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, sinnir nú verkefnum fyrir Lex lögmannsstofu, að því er fram kemur í frétt á vef Viðskiptablaðsins. Starf Baldurs er hluti af afplánun hans, sem hann situr nú af sér, eftir að hafa verið dæmdur í tveggja ára fangelsi, fyrr á þessu ári, vegna innherjasvika og brots í opinberu starfi. Brotin framdi Baldur þegar hann seldi hlutabréf í Landsbankanum fyrir ríflega 190 milljónir króna, í september 2008, er hann var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og átti sæti í samráðshópi stjórnvalda um fjármálastöðugleika.

Kröfu um frávísun Vafningsmálsins hafnað

Kröfu sakborninga í Vafningsmálinu svokallaða var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur núna klukkan tvö. Úrskurðurinn, sem Símon Sigvaldason héraðsdómari kvað upp, er ekki kæranlegur til Hæstaréttar. Það voru sakborningar í málinu, þeir Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason, sem fóru fram á að málinu yrði vísað frá dómi vegna ágalla á málsmeðferð þegar í ljós kom að tveir lögreglumenn sem störfuðu hjá sérstökum saksóknara höfðu unnið skýrslu fyrir þrotabú Milestone sem byggðu á gögnum frá embætti sérstaks saksóknara.

Þjóðin njóti arðsins í sjávariðnaði

Auðlindastefnunefnd forsætisráðherra telur æskilegt að þjóðin fái að njóta hluta þess arðs sem fæst í sjávariðnaði. Það sé m.a. rétt að tryggja með álagningu veiðigjalds sem byggir á mati á umfangi auðlindarentu í greininni.

Gjaldmiðlaskýrsla kynnt í dag

Klukkan fjögur í dag kynnir Seðlabanki Íslands nýja skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum. Í skýrslunni verður ítarlega farið yfir ólíkar myntir og kosti og galla þess að vera með eigin gjaldmiðil og í myntsamstarfi.

Ævintýralegt ár hjá minkabændum, seldu fyrir 1,5 milljarð

Íslenskir minkabændur hafa selt skinn hjá uppboðsfyrirtækinu Kopenhagen Fur í Kaupmannahöfn fyrir um 1,5 milljarða króna á söluárinu sem lauk nú í september. Þetta þýðir að hver minkabóndi hefur haft að jafnaði yfir 23 milljónir króna í hreinn hagnað af búi sínu.

Samið við Grænlendinga um stjórn grálúðuveiða

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og Ane Hansen sjávarútvegsráðherra Grænlands undirrituðu í Narssarsuaq í gær samning um stjórn grálúðuveiða á hafinu milli landanna. Samningaviðræður hafa staðið um nokkurt skeið og er kvóti næstu tveggja ára fastsettur og eiga Íslendingar tilkall til 60% kvótans en Grænlendingar 40%, eftir því sem fram kemur í frétt á vef atvinnuvegaráðuneytisins.

Borgin kaupir land við Mýrargötu fyrir hálfan milljarð

Stjórn Faxaflóahafna hefur samþykkt drög að samningi fyrirtækisins og Reykjavíkurborgar um að borgina kaupi alls 18.432 fm lands norðan Mýrargötu. Fyrir þetta land mun borgin greiða rúmlega hálfan milljarð kr.

HB Grandi fær stóra lóð á Norðurgarði

Stjórn Faxaflóahafna hefur samþykkt að úthluta HB Granda hf. alls um 13.700 fm lóð á Norðurgarði til að byggja á frystigeymslu og móttökuhús fyrir frystan fisk. Geymslan verður um 2.500 fm að stærð og mun taka um 2000 tonn af sjávarafurðum.

Friðrik Már: Helstu áhyggjurnar hjá ríkissjóði snúa að útgjöldum

Gert er ráð fyrir því í áætlunum stjórnvalda að heildartekjur ríkissjóðs muni vaxa um ríflega 100 milljarða króna á fjórum árum. Á sama tíma eiga útgjöld að vaxa um ríflega 50 milljarða. Friðrik Már Baldursson prófessor, segir að vel þurfi að halda spöðunum í rekstri ríkisins á næstu árum, þar sem aðstæður gætu orðið erfiðar.

Bjóða 370 ára gamla bók til sölu

Tæplega 370 ára gömul bók eftir Arngrím lærða er núna föl þeim sem er reiðubúinn til að greiða rétt verð fyrir hana. Bókin verður seld á vefnum Uppboð.is, sem stendur til 30. september, en það er fornbókaverslunin Bókin og Gallerí fold sem standa að uppboðinu.

Ríkiskaup semja við Nýherja um prentlausnir

Ríkiskaup hafa gert rammasamning við Nýherja sem felur í sér kaup á prentlausnum, prenturum og rekstrarvöru fyrir ríkisfyrirtæki og sveitarfélög, sem eru aðilar að rammasamningnum.

Almenn lán hjá Íbúðalánasjóði helmingi færri

Almenn lán hjá Íbúðalánasjóði eru helmingi færri það sem af er ári en miðað við sama tímabil í fyrra. Forstjóri sjóðsins segir ástæðuna vera vinsældir óverðtryggðra íbúðalána sem bankarnir veita.

Jónas Fr: Skynsamlegt að viðhalda forgangi sparifjár

Stefna atvinnuvegaráðuneytisins, ráðuneytis bankamála, er að vinna að löggjöf um allsherjarvernd innistæðna í bönkum og sparisjóðum þegar yfirlýsing um ríkisábyrgð fellur úr gildi. Fyrrverandi forstjóri FME telur rétt að halda forgangi innistæðna en segir það hafa mikil áhrif á möguleika banka við öflun lánsfjár.

Regluverk stöðvar ekki áhættusækni bankanna

Dr. Jakob Ásmundsson, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá fjárfestingabankanum Straumi, mælir eindregið með því að skilið verði á milli viðskiptaarms og fjárfestingaarms íslensku bankanna. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu og Vísi í dag lýsir hann ókostum þess að íslensku viðskiptabankarnir stundi fjárfestingabankastarfsemi samhliða.

Erlent lán talið lögmætt

Gengislánadómur féll í Héraðsdómi Norðurlands vestra í dag. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að lán sem greitt var út í íslenskum krónum og endurgreitt með íslenskum krónum væri í raun lán í erlendum gjaldmiðli. Lánið taldist því ekki gengistryggt lán í íslenskum krónum og var dæmt lögmætt.

Framsýn vill sérmerkja lopapeysurnar

Stéttarfélagið Framsýn skorar á Steingrím J. Sigfússon ráðherra atvinnuvega- og nýsköpunarmála að setja skýrar reglur um upprunamerkingar á vörum svo sem. lopapeysum sem prjónaðar eru erlendis úr íslenskri ull og fluttar inn til landsins. Þá hefur verið óskað eftir fundi með honum um málið í bréfi sem sent var í dag. Framsýn telur neytendur eiga fullan rétt á því að vera vel upplýsta um þá vöru sem þeir kaupa, ekki síst minjagripi sem keyptir eru í þeirri trú að um íslenska vöru og handverk sé um að ræða. Bréfið er á heimasíðu stéttarfélaganna framsyn.is. Þar eru einnig myndir sem tengjast fréttinni.

Tæplega 5% atvinnuleysi í ágúst

Skráð atvinnuleysi í ágúst var 4,8% en að meðaltali voru 8.200 atvinnulausir og fækkaði þeim um 172 að meðaltali frá júlí. Meðalatvinnuleysi á tímabilinu janúar til ágúst á þessu ári var 6%, en 7,7% á sama tímabili í fyrra. Körlum á atvinnuleysisskrá fækkaði um 60 að meðaltali og konum um 112. Atvinnulausum fækkaði um 108 á höfuðborgarsvæðinu en um 64 á landsbyggðinni. Alls hafa nú um 5300 verið atvinnulausir lengur en í sex mánuði samfellt og hefur þeim fækkað um 138 frá lokum júlí. Þeir er nú um 64% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá.

Borgin kaupir lóðir á Mýrargötu og slippsvæði fyrir 528 milljónir

Borgarráð samþykkti á borgarráðsfundi í morgun að kaupa lóðir á Mýrargötu og slippsvæði af Faxaflóahöfnum fyrir 528 milljónir króna. Mögulegt er að byggja allt að 250 íbúðir á svæðinu á milli Sjóminjasafnsins og Slippsins en reiknað er með að framkvæmdir hefjist fyrst þar. Á sama fundi var samþykkt að vísa rammaskipulagi gömlu hafnarinnar í Reykjavík til meðferðar í skipulagsráði.

Meira keypt af dagvöru og áfengi en minna af fatnaði

Verð á dagvöru, þ.e. vörum sem eru alla jafna keyptar í matvöruverslun, hefur hækkað um 4,4% á síðastliðnum 12 mánuðum. Velta í dagvöruverslun jókst um 4,3% í ágúst síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Sala áfengis jókst um 23,1% í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra. Verð á áfengi var 4,4% hærra í ágúst síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.

Dæmdir menn krefjast aðgerða gegn Íslendingum

Friðrik Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ segir að það séu dæmdir menn sem helst krefjist aðgerða gegn Íslendingum vegna makrílveiðanna. Hér á hann við Skota og Íra sem hafa verið einn stórtækastir í ólöglegum veiðum á makríl og hlotið háar sektir fyrir. Þetta kemur fram á vefsíðu LÍÚ þar sem fjallað er um málið.

Skoða afnám ríkisábyrgðar

Stjórnvöld eru farin að huga að því að afnema allsherjarábyrgð á bankainnstæðum. Hún hefur verið í gildi í fjögur ár. Ábyrgðin kostaði ríkissjóð 26 milljarða króna þegar innstæður Sparisjóðs Keflavíkur voru fluttar.

Sveitarfélögin á batavegi en fjárfestingar þeirra í lágmarki

Rekstur sveitarfélaga á Íslandi fer batnandi og gefa tölur Hagstofunnar um fjármál hins opinbera á öðrum ársfjórðungi þetta til kynna. Samkvæmt þeim jukust tekjur sveitarfélaganna um tæp 9% frá sama tíma í fyrra á meðan heildarútgjöld, fjárfestingar og vaxtagjöld meðtalin, jukust um rúm 5%. Á meðan hækkaði verðlag um tæp 6%.

Heildaraflinn minnkaði milli ára í ágúst

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum ágústmánuði, metinn á föstu verði, var 1,6% minni en í ágúst 2011. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 15,8% miðað við sama tímabil 2011, sé hann metinn á föstu verði.

Ríkisábyrgð tímabundin og rennur út 2014

Stjórnvöld verða að afnema allsherjarábyrgð á innstæðum í síðasta lagi fyrir árslok 2014, samkvæmt ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA. Fjármálaráðuneytið telur tímabært að huga að því með hvaða hætti hún verður dregin til baka.

Mikil aukning í alvarlegri skattsvikamálum

Á aðeins einu og hálfu ári hefur hefur skattrannsóknarstjóri vísað 71 skattsvikamáli til embættis sérstaks saksóknara. Mikil aukning er í alvarlegri skattsvikamálum.

Eymundsson eykur umsvifin á rafbókamarkaði

Eymundsson gerði nýverið samning við eitt stærsta útgáfufélag í Evrópu, um sölu á erlendum rafbókum. Í kjölfarið hafa íslenskir lestrarhestar aðgang að rúmlega 240 þúsund erlendum titlum á vef Eymundsson.

Íslendingar drekka meira

Sala áfengis hjá ÁTVR fyrstu átta mánuði ársins jókst um 1,6% í lítrum talið milli ára.

Marel sendir nýliðana í fiskvinnslur

Nýliðar hjá fiskiðnaðarsetri Marels eru látnir vinna eina til tvær vikur í fiskvinnslum svo þeir geti komist í snertingu við framleiðsluvörur sínar og áttað sig betur á því hvernig er að vinna í fiskvinnslum.

Algert vanmat á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar

Framkvæmdastjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus segir að ríkisstjórnin geri ráð fyrir allt of lágum fjárhæðum til endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar á Íslandi í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2013.

Karl Werners nýtti sér fjárfestingarleið Seðlabankans

Félagið Toska, sem er í eigu Karls Wernerssonar, aðaleiganda Lyfja og heilsu, nýtti sér fjárfestingarleið Seðlabankans til að koma heim með erlendan gjaldeyri og gefa út skuldabréf á Íslandi fyrir 240 milljónir króna. Einstaklingar tengdir íslensku útrásinni hafa í auknum mæli farið þessa leið.

Iceland Express ætlar að taka upp farangursgjald

Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Iceland Express, segir fyrirtækið ætla að taka upp farangursgjald síðar í haust. Það þýðir að viðskiptavinurinn borgar sérstaklega fyrir farangurinn sem hann tekur með sér en slíkt verður ekki innifalið sérstaklega í heildarverðinu.

Fjórðungs aukning á framboði Icelandair

Icelandair ætlar sér að auka framboð sitt yfir hinn hefðbundna vetrartíma, sem er frá nóvember til mars, um tuttugu til 25 prósent. Þessi aukning endurspeglar stöðu bókana hjá félaginu. Nýir áfangastaðir sem flogið verður á í vetur eru Denver, München, London Gatwick, Bergen, Stavanger og Þrándheimur. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri

Húsasmiðjan á að skila arði 2013

Inni í rekstrartölum Húsasmiðjunnar fyrir árið 2011 eru verulegar fjárhæðir sem tilheyra endurskipulagningu félagsins í aðdraganda söluferlis á því, að sögn Sigurðar Arnars Sigurðssonar, forstjóra Húsasmiðjunnar. Hann segir uppgjörið því gefa ranga mynd af rekstri félagsins.

Wow air tvöfaldar sætaframboð 2013

Wow air ætlar að auka tíðni fluga og bæta við nýjum áfangastöðum næsta sumar. Vegna þessa verður ráðist í leigu á fleiri flugvélum og hefur verið gengið frá því að þrjár Airbus-vélar þjónusti félagið á næsta ári. Sætaframboð Wow air mun tvöfaldast við þetta og verða um 280 þúsund á árinu 2013. Skúli Mogensen, forstjóri og aðaleigandi Wow air, segir ljóst að hin auknu umsvif muni kalla á aukna fjárfestingu í félaginu á

Launakostnaður eykst milli ársfjórðunga

Heildarlaunakostnaður á greidda stund á öðrum ársfjórðungi ársins jókst frá fyrri ársfjórðungi um 0,3% í samgöngum, 0,6% í byggingarstarfsemi og 1,7% í verslun. Þá var heildarlaunakostnaður óbreyttur frá fyrri ársfjórðungi í iðnaði.

Aðgerðaáætlun OR skilar umtalsverðum árangri

Aðgerðaáætlun Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og eigenda hennar skilaði umtalsverðum árangri umfram áætlanir á fyrrihluta ársins. Heildarárangurinn var 874 milljónir króna umfram áætlunina sem kölluð er Planið.

Kortavelta landsmanna eykst áfram milli ára

Kortavelta landsmanna heldur áfram að aukast milli ára. Heildarvelta debetkorta í ágúst s.l. var 37,7 milljarða kr. sem er 2,2% aukning miðað við sama mánuð árið áður og 6,6% aukning frá fyrra mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir