Viðskipti innlent

Bílakaup gætu dregist saman um 50%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bílakaup bílaleiga gætu dregist saman um 50% ef hugmyndir ríkisstjórnarinnar, um afnám afsláttar sem íslenskar bílaleigur njóta af vörugjöldum vegna bílakaupa sinna, verða að veruleika.

Þetta fullyrðir Bílgreinasambandið sem segir að bílaleigurnar séu afar mikilvægur kaupandi nýrra bíla á Íslandi og hafa þannig átt verulegan þátt í endurnýjun bílaflotans, sem hafi svo haft mikil áhrif á lækkun CO2 losunar íslenska bifreiðaflotans.

Bílgreinasambandið segir að ljóst sé að endurnýjun bifreiðaflota landsmanna dragist enn frekar á langinn og eldri bílar verða meira í umferð með þeim afleiðingum að hér verði mun meira af ótryggari og eyðslufrekari bifreiðum í umferð en ella. Bílafloti Íslendinga er meðal þeirra elstu í Evrópu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×