Fleiri fréttir

Vöruskiptajöfnuður lækkar um 17 milljarða

Um 3,5 milljarða króna afgangur var á vöruskiptum í júlímánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Útflutningur nam 48,6 milljörðum og innflutningur 45,1 milljarði.

Gistinóttum fjölgaði um 13%

Gistinóttum fjölgaði um 13% í júní miðað við sama mánuð í fyrra. Þær voru tæplega 203 þúsund núna en voru tæplega 179 þúsund í fyrra. Gistinóttum á hótelum fjölgaði mest á Austurlandi í júní, eða um 19% en næstmest á höfuðborgarsvæðinu eða um 15%. Á fyrstu sex mánuðum ársins hefur gistinóttum fjölgað um tæp 21%. Þær voru 771 þúsund í ár en voru 639 þúsund á sama tímabili í fyrra.

Atvinnulífið getur lært af íslenskum rithöfundum

Ísland hefur þarf að renna fleiri stoðum undir efnahag sinn og einblína á hluti sem skila meiri framlegð heldur en þær greinar sem að mestu er byggt á nú. Í þeim efnum er vel hægt að horfa til þess hvernig rithöfundasamfélagið íslenska hefur eflst og dafnað, með mikilli vinnu og umræðu um verk höfunda.

Forstjóri Hörpu: Nauðsynlegt að horfa til langs tíma í rekstrinum

Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpunnar, segir tekjumöguleika hússins vera mikla til framtíðar litið og efast ekki um að rekstur hússins verði betri en hann er nú innan fárra ára. Fráleitt væri að hætta rekstri hússins þegar landið væri að rísa eftir að hafa tekið ákvörðun um að reka húsið í djúpri kreppu.

Heimilisbókhald Meniga leiðandi í Evrópu

Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga áætlar að heimilisfjármálahugbúnaður sinn verði aðgengilegur um fjórum milljónum manna um mitt næsta ár, þar á meðal í Suður-Afríku og Póllandi. Fyrirtækið er orðið leiðandi í Evrópu á sínu sviði segir framkvæmdastjóri.

Pétur: Harpan verður aldrei rekin án taps

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur enga trú á að Harpan verði nokkurn tíma rekin án taps. Hann minnir á að rekstrarkostnaður sé ekki eini kostnaðurinn sem hefur fallið á ríkissjóð vegna hússins því um 25 milljarðar féllu á opinbera aðila vegna byggingar hússins.

Harpan rekin með 407 milljóna halla á árinu

Ákveðið hefur verið að tónlistarhúsið Harpa verði rekin af einu félagi í eigu ríkis og borgar. Þetta er ákveðið eftir að í ljós kom að rekstrarafkoman verður neikvæð um 407 milljónir króna á árinu 2012 miðað við óbreyttar forsendur.

Hagnaður Tals næstum fjórfaldaðist

Fjarskiptafyrirtækið Tal átti góðu gengi að fagna á fyrri helmingi ársins. Hagnaður þess á tímabilinu var 104 milljónir miðað við 27 milljónir á sama tíma í fyrra. Það er tæplega fjórföldun á einu ári.

Fasteignakaup jukust um 5,4% milli ára í júlí

Nokkur aukning varð á fjölda þinglýstra samninga um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í júlí s.l. miðað við sama mánuð í fyrra eða 5,4%. Veltan jókst um 12,2% milli ára.

Jóhanna: Bölsýni stjórnarandstöðu er efnahagsvandamál

"Barlómur og bölsýni stjórnarandstöðu og áhanganda þeirra í hagsmunasamtökum er efnahagsvandamál," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, í grein í Viðskiptablaðinu í dag. Í greininni rekur Jóhanna ýmsar tölur til að sýna fram á að horfur í efnahagslífi þjóðarinnar séu allgóðar.

Veruleg aukning á viðskiptum með hlutabréf í Kauphöllinni

Veruleg aukning varð á viðskiptum með hlutabréf í í Kauphöllinni í júlí en þau námu tæpum 3 milljörðum kr. eða 129 milljónum kr. á dag. Til samanburðar nam veltan með hlutabréf í júlí í fyrra 1,3 milljörðum kr. eða 62 milljónum kr. á dag.

Marel lækkar um tæplega 3 prósent - Icelandair hækkar

Marel lækkaði um 2,81 prósent í dag og er gengið nú komið í 138,5. Hinn 10. maí síðastliðinn var gengi bréfa félagsins 161. Gengi bréfa í fasteignafélaginu Regin hækkaði um 0,73 prósent í dag og er gengið nú 8,31. Gengi bréfa í Högum hækkaði um 0,55 prósent og er gengið nú 18,2. Gengi bréfa í Icelandair er nú 1,05 og er gengið nú 6,75.

Friðrik Skúlason selur reksturinn

Friðrik Skúlason hefur gert samning við fyrirtækið Commtouch® um sölu á Friðrik Skúlason ehf. Skrifað var undir samninginn í dag. Starfsemi Friðriks Skúlasonar verður áfram á Íslandi og með óbreyttu sniði.

Iceland Express stundvísast síðustu tvær vikur

Stundvísi íslensku flugfélaganna Icelandair, Iceland Express og WOW air var góð fyrri hluta sumars en síðastliðinn hálfan mánuði lækkaði hlutfall þeirra ferða sem voru á áætlun samanborið við vikurnar á undan.

Commodore 64 er þrjátíu ára

Þrjátíu ár voru liðin í síðasta mánuði frá því að Commodore 64 var sett á markað. Tölvan naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma og varð meðal annars til þess að þróa betur einkatölvumarkaðinn, eftir því sem kemur fram á vef BBC. Þá urðu tölvuleikir vinsælli með tilkomu tölvanna og fyrstu menn fóru að búa til tölvugerða tónlist heima hjá sér. Á alfræðivefnum Wikipedia segir að Commodore tölvurnar hafi selst í meira en þrjátíu milljónum eintaka.

Marel lækkar skarplega

Gengi hlutabréfa í Marel hefur lækkað skarplega í morgun, eða um 2,41 prósent. Gengi bréfa félagsins er nú 139. Gengi bréfa í Icelandair hefur hækkað um 0,15 prósent í morgun er gengi bréfa félagsins nú 6,69. Þá hefur gengið bréfa í fasteignafélaginu Regin hækkað um 0,36 prósent og stendur gengi bréfa félagsins nú í 8,28.

Mál Roberts Tchenguiz fellt niður

Dómstólar hafa ákveðið að mál bresku efnahagsbrotalögreglunnar SFO gegn íranska kaupsýslumanninum Robert Tchenguiz skuli fellt niður.

Tekjuskattur hækkar ekki - staða barnafólks verður bætt

Tekjuskattur mun ekki hækka á næsta ári, segir Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra í samtali við Vísi. Hún kynnti drög að fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár fyrir ríkisstjórninni í morgun. Aðspurð um það hvort einhverjar skattahækkanir verði í frumvarpinu segist hún ekki geta tjáð sig um frumvarpið í smáatriðum fyrr en 11. september næstkomandi. Þá verður Alþingi tekið til starfa að nýju eftir sumarleyfi. "Hins vegar höfum við gert samkomulag í tengslum við kjarasamninga um að tekjuskattur hækki ekki og við stöndum við alla gerða samninga,“ segir hún máli sínu til stuðnings.

Uppbyggingin á Grímsstöðum kosti 16,2 milljarða

Félagið Zhongkun Grímsstaðir ehf., sem er í eigu kínverska fjárfestisins Huang Nubo, hefur lýst yfir áhuga á uppbyggingu ferðamennsku á Grímsstöðum á Fjöllum, en samkvæmt umsókn félagsins til nefndar á vegum stjórnvalda er gert ráð fyrir að kostnaður við uppbyggingu á Grímsstöðum verði um 16,2 milljarðar íslenskra króna á næstu fimm árum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt hefur verið á vef iðnaðarráðuneytisins.

Stoðir selja 60% hlut í TM

Stoðir hf. hafa samið um sölu á 60% hlut í Tryggingamiðstöðinni hf. (TM) til hóps lífeyrissjóða og annarra innlendra fjárfesta. Kaupendur eru meðal annars Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Stafir lífeyrissjóður, Festa lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, Lífeyrissjóður Vestfirðinga, Sjóður 10 á vegum Íslandssjóða, auk fjárfesta á vegum VÍB - Eignastýringar Íslandsbanka, Virðingar og Auðar Capital.

Fjárlagafrumvarpið kynnt í ríkisstjórn

Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra kynnti drög að fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár á ríkisstjórnarfundi í morgun. Vinnan við fjárlagafrumvarpið er langt komin, samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur bæði úr forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu. Fjárlagafrumvarpið verður lagt fram í upphafi þings, eða annan þriðjudag í september. Það er nokkru fyrr en vanalega, því yfirleitt er frumvarpið kynnt 1. október.

Ríkisstjórnin skipar starfshóp til að fara yfir mál Huangs

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að skipa hóp ráðherra og stafsmanna ráðuneyta til að fara yfir mál Huang Nubos og fyrirhugaða leigu hans á Grímsstöðum á fjöllum. Að sögn Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra mun hópurinn mynda afstöðu ríkisstjórnarinnar til málsins enda hafi engar óafturkræfar ákvarðanir verið teknar um fyrirhugaðar framkvæmdir Nubos á landinu. Hópurinn þarf ekki að skila niðurstöðu innan ákveðins tíma en mun taka til starfa eins fljótt og auðið er.

Ingibjörg Ásta ráðin sölu- og markaðsstjóri Keldunnar

Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir hefur verið ráðin sem sölu- og markaðsstjóri hjá Keldunni. Um nýtt starf er að ræða og mun Ingibjörg m.a. sjá um mótun framtíðarstefnu félagsins í sölu- og markaðsmálum, markaðssetningu á vörum og þjónustu þess sem og umsjón núverandi viðskiptatengsla og öflun nýrra, að því er segir í tilkynningu frá Keldunni. Ingibjörg starfaði síðast sem markaðsstjóri Pennans og Eymundsson og gegndi áður stöðu forstöðumanns markaðssviðs hjá Sparisjóðnum á árunum 2004-2009.

Landsbankinn selur hlut sinn í Alur álvinnslu

Landsbankinn hf. hefur selt 9,88% eignarhlut bankans í félaginu Alur álvinnsla hf., sem á og rekur endurvinnslu fyrir álgjall í Helguvík á Reykjanesi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankans.

Vilja frjálsar handfæraveiðar á ný

Í ljósi þess að sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að auka þorskkvóta næsta árs, skorar stjórn Samtaka íslenskra fiskimanna á stjórnvöld að nýta þetta tækifæri til þess að efna kosningaloforð sitt um frjálsar handfæraveiðar.

88 kaupsamningum þinglýst

Alls var 88 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu frá 20. til 26. júlí. Á vef Þjóðskrár segir að 64 samningar hafi verið um eignir í fjölbýli, átján um sérbýli og sex um aðrar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarvelta var 2.542 milljónir króna og meðalupphæð á samning 28,9 milljónir króna.

Munu fljúga allt árið til Húsavíkur

Flugfélagið Ernir hefur tekið þá ákvörðun að halda flugi til Húsavíkur áfram allt árið um kring og munu bókanir í flugin í vetur hefjast í dag 30. Júlí. Áætlunarflug hófst á Húsavík 15. Apríl síðastliðinn eftir um 14 ára bið heimamanna eftir reglubundnu áætlunarflugi og var um tilraunaverkefni að ræða út september sama ár. Forsvarsmenn Ernis segja að viðtökurnar við fluginu hafi verið það góðar að forsendur séu til að halda því áfram.

Fréttatíminn er til sölu

Vikublaðið Fréttatíminn er til sölu. DV greinir frá þessu í dag og þar segir að söluverðið sé á bilinu 65 til 70 milljónir kr.

Minnisblaðið var kynning á tilhögun félags Nubo

Minnisblað, sem lagt var fyrir ríkisstjórn og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur að hafi falið í sér ívilnun fyrir Huang Nubo, var í raun kynning á ákvörðun sem þegar hafði verið tekin í efnahagsráðuneytinu um tilhögun íslensks félags í eigu Kínverjans. Þetta kemur fram í minnisblaðinu sem fréttastofan hefur undir höndum.

Slitastjórn Kaupþings stefnir vátryggingafélögum

Slitastjórn Kaupþings hefur stefnt hópi vátryggingafyrirtækja í Bretlandi til að fá framlengda samninga vegna ábyrgðartryggingar stjórnenda bankans. Milljarða króna hagsmunir gætu verið í húfi vegna þessara samninga.

Þingmenn krefjast fundar með ÍLS

Hópur þingmanna af Suðurlandi hefur óskað eftir fundi með stjórnendum Íbúðalánasjóðs til að krefjast þess að sjóðurinn leigi út tómar íbúðir á svæðinu. Stjórnarþingmaður segir það lögbundið hlutverk sjóðsins að mæta aukinni eftirspurn.

Umfjöllun fjölmiðla um tekjur nær marklaus

Stefán Ólafsson, prófessor, segir að þær tölur sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarið og kynntar sem upplýsingar um tekjur Íslendinga séu vægast sagt villandi. Að jafnaði vanti um og yfir helming heildartekna inn í tölurnar.

Sagður launa fallna íslenska viðskipta-víkingnum greiðann

"Bjóðum fjölskyldu fallna íslenska viðskipta-víkingsins, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, velkomna aftur," stendur efst í grein á The Observer þar sem fjallað er um opnun smávöruverslunarinnar Iceland í Kópavogi í gær. Þar stimplaði Jóhannes, áður kenndur við Bónus, sig aftur inn á smásölumarkaðinn.

Íbúðirnar ekki leiguhæfar og því tómar

Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir þær fimmtíu eignir sem standi tómar á Árborgarsvæðinu ekki vera í leiguhæfu ástandi. Þess vegna hafi sjóðurinn ekki brugðist við áskorun sveitarfélagsins um að setja íbúðirnar á leigumarkað.

Erfitt að lýsa yfir endalokum kreppunnar

Þó Ísland sé í ákveðnu skjóli eins og stendur er erfitt að lýsa því yfir að kreppunni sé lokið. Þetta segir Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands, í viðtali í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

Sjá næstu 50 fréttir