Meðalverð bensíns hefur fylgt heimsmarkaðsverði 3. ágúst 2012 00:01 Mynd/Vísir. neytendurMeðalverð á bensíni hefur lækkað frá því í vor og helst í takt við lækkun á heimsmarkaðsverði og lægri gengisvísitölu. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) segir þetta jákvæða þróun. „Þetta sýnir að aðhald er til staðar og menn eru að fylgjast með þessu." Runólfur segir eðlilegt að miða við þróun á heimsmarkaðsverði, líkt og gert sé í nágrannalöndunum. „Það hafa stundum verið brögð að því að menn séu skjótir að hækka ef þetta er upp á við og þá eiga menn með sama hætti að vera skjótir niður ef það verða lækkanir. Það er bara jákvætt ef markaðurinn er að laga sig að þessu." Samkvæmt upplýsingum frá FÍB var meðalverð á bensíni í apríl 266,90 krónur, en 244,40 í júlí. Það kemur heim og saman við heimsmarkaðsverð, en samkvæmt útreikningum FÍB var meðalverð á lítra á heimsmarkaði 111,70 krónur í apríl en var komið niður í 94,40 krónur í júlí. Meðalálagning á hvern lítra hefur einnig farið lækkandi, úr 36,30 krónum í apríl í 35,80 krónur í júlí. Runólfur segir að í þessum útreikningum FÍB sé tekið tillit til gengisbreytinga, en gengisvísitalan hefur lækkað stöðugt síðan í vor. Hún var 228,7 stig þann 4. apríl, en 208,5 stig í gær. Nokkur samdráttur hefur verið í bensínsölu á milli ára, að mati Runólfs. „Annars vegar hugar fólk betur að því hvaða leiðir það fer og hins vegar er bílasala meira í áttina að eyðslugrennri bílum." Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, staðfestir það. Fólk kaupi frekar sparneytna bíla, ekki síst þegar eldsneytisverð sé hátt, en einnig sé bílasala almennt að aukast, sem skili sér í minni eldsneytisþörf. „Það verður að taka inn í myndina að nýir bílar eyða umtalsvert minna en gamlir. Nýr bíll er um tuttugu prósentum sparneytnari en fjögurra ára gamlir bílar af sömu gerð." Özur segir bílasölu hafa aukist jafnt og þétt allt árið og miðað við síðustu mánaðamót sé fimmtíu prósenta aukning á milli ára. Helmingurinn af því fari til bílaleiga, en engu að síður sé um aukningu að ræða. Bílaflotinn sé þó enn allt of gamall. - kóp Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
neytendurMeðalverð á bensíni hefur lækkað frá því í vor og helst í takt við lækkun á heimsmarkaðsverði og lægri gengisvísitölu. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) segir þetta jákvæða þróun. „Þetta sýnir að aðhald er til staðar og menn eru að fylgjast með þessu." Runólfur segir eðlilegt að miða við þróun á heimsmarkaðsverði, líkt og gert sé í nágrannalöndunum. „Það hafa stundum verið brögð að því að menn séu skjótir að hækka ef þetta er upp á við og þá eiga menn með sama hætti að vera skjótir niður ef það verða lækkanir. Það er bara jákvætt ef markaðurinn er að laga sig að þessu." Samkvæmt upplýsingum frá FÍB var meðalverð á bensíni í apríl 266,90 krónur, en 244,40 í júlí. Það kemur heim og saman við heimsmarkaðsverð, en samkvæmt útreikningum FÍB var meðalverð á lítra á heimsmarkaði 111,70 krónur í apríl en var komið niður í 94,40 krónur í júlí. Meðalálagning á hvern lítra hefur einnig farið lækkandi, úr 36,30 krónum í apríl í 35,80 krónur í júlí. Runólfur segir að í þessum útreikningum FÍB sé tekið tillit til gengisbreytinga, en gengisvísitalan hefur lækkað stöðugt síðan í vor. Hún var 228,7 stig þann 4. apríl, en 208,5 stig í gær. Nokkur samdráttur hefur verið í bensínsölu á milli ára, að mati Runólfs. „Annars vegar hugar fólk betur að því hvaða leiðir það fer og hins vegar er bílasala meira í áttina að eyðslugrennri bílum." Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, staðfestir það. Fólk kaupi frekar sparneytna bíla, ekki síst þegar eldsneytisverð sé hátt, en einnig sé bílasala almennt að aukast, sem skili sér í minni eldsneytisþörf. „Það verður að taka inn í myndina að nýir bílar eyða umtalsvert minna en gamlir. Nýr bíll er um tuttugu prósentum sparneytnari en fjögurra ára gamlir bílar af sömu gerð." Özur segir bílasölu hafa aukist jafnt og þétt allt árið og miðað við síðustu mánaðamót sé fimmtíu prósenta aukning á milli ára. Helmingurinn af því fari til bílaleiga, en engu að síður sé um aukningu að ræða. Bílaflotinn sé þó enn allt of gamall. - kóp
Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur