Viðskipti innlent

Commodore 64 er þrjátíu ára

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þrjátíu ár voru liðin í síðasta mánuði frá því að Commodore 64 var sett á markað. Tölvan naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma og varð meðal annars til þess að þróa betur einkatölvumarkaðinn, eftir því sem kemur fram á vef BBC. Þá urðu tölvuleikir vinsælli með tilkomu tölvanna og fyrstu menn fóru að búa til tölvugerða tónlist heima hjá sér. Á alfræðivefnum Wikipedia segir að Commodore tölvurnar hafi selst í meira en þrjátíu milljónum eintaka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×