Viðskipti innlent

88 kaupsamningum þinglýst

Alls var 88 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku.
Alls var 88 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Fréttablaðið/Vilhelm
Alls var 88 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu frá 20. til 26. júlí. Á vef Þjóðskrár segir að 64 samningar hafi verið um eignir í fjölbýli, átján um sérbýli og sex um aðrar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarvelta var 2.542 milljónir króna og meðalupphæð á samning 28,9 milljónir króna.

Þetta er eilítið minna en á sama tíma í fyrra þegar 109 samningum var þinglýst. 108 samningum hefur verið þinglýst að meðaltali í viku hverri á höfuðborgarsvæðinu síðustu tólf vikur. - þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×