Viðskipti innlent

Munu fljúga allt árið til Húsavíkur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flugvél Ernis.
Flugvél Ernis.
Flugfélagið Ernir hefur tekið þá ákvörðun að halda flugi til Húsavíkur áfram allt árið um kring og munu bókanir í flugin í vetur hefjast í dag 30. Júlí. Áætlunarflug hófst á Húsavík 15. Apríl síðastliðinn eftir um 14 ára bið heimamanna eftir reglubundnu áætlunarflugi og var um tilraunaverkefni að ræða út september sama ár. Forsvarsmenn Ernis segja að viðtökurnar við fluginu hafi verið það góðar að forsendur séu til að halda því áfram.

Fyrst um sinn verða flogin sjö flug fjóra daga vikunnar líkt og verið hefur síðustu mánuði. Einnig verður skoðaður sá möguleiki að bæta við flugdögum og auka tíðnina ef eftirspurn eykst mikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×