Viðskipti innlent

Veruleg aukning á viðskiptum með hlutabréf í Kauphöllinni

Veruleg aukning varð á viðskiptum með hlutabréf í í Kauphöllinni í júlí en þau námu tæpum 3 milljörðum kr. eða 129 milljónum kr. á dag. Til samanburðar nam veltan með hlutabréf í júlí í fyrra 1,3 milljörðum kr. eða 62 milljónum kr. á dag.

Mest voru viðskipti með bréf Marel eða 872 milljónir kr. Þetta kemur fram í mánaðaryfirliti Kauphallarinnar.

Heildarviðskipti með skuldabréf námu 110 milljörðum kr. í síðasta mánuði sem samsvarar 5 milljarða kr. veltu á dag, samanborið við 8,8 milljarða kr. veltu á dag í júlí í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×