Viðskipti innlent

Sagður launa fallna íslenska viðskipta-víkingnum greiðann

BBI skrifar
„Bjóðum fjölskyldu fallna íslenska viðskipta-víkingsins, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, velkomna aftur," stendur efst í grein á The Observer þar sem fjallað er um opnun smávöruverslunarinnar Iceland í Kópavogi í gær. Með henni stimplaði Jóhannes, áður kenndur við Bónus, sig aftur inn á smásölumarkaðinn.

Í greininni er rifjað upp hvernig Jón Ásgeir keypti á sínum tíma matvöruverslunina Iceland Foods í félagi við Malcolm Walker. Þegar veldi Jóns Ásgeirs féll í hruninu tók Walker stjórnina í Iceland Foods. Þannig komst Walker til valda fyrir tilstuðlan Jóns Ásgeirs. Walker er nú sagður vera að endurlauna greiðann með því að greiða götu þeirra feðga til að opna verslun hér á landi.

Eins og sagt var frá í gær opnaði verslun Jóhannesar, föður Jóns Ásgeirs, í Kópavogi í gær við miklar undirtektir íbúa á svæðinu.

Hér má nálgast umfjöllun The Observer.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×