Viðskipti innlent

Minnisblaðið var kynning á tilhögun félags Nubo

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Minnisblað, sem lagt var fyrir ríkisstjórn og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur að hafi falið í sér ívilnun fyrir Huang Nubo, var í raun kynning á ákvörðun sem þegar hafði verið tekin í efnahagsráðuneytinu um tilhögun íslensks félags í eigu Kínverjans. Þetta kemur fram í minnisblaðinu sem fréttastofan hefur undir höndum.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, fullyrðir að ríkisstjórnin hafi á fundi hin 12. júní sl. tekið ákvörðun um að veita Huang Nubo ívilnun vegna uppbyggingar á Grímsstöðum á Fjöllum.

Áform um langtímaleigu Kínverjans á jörðinni hefur valdið nokrum deilum í samfélaginu, en Ögmundur vill að ríkisstjórnin endurskoði fyrri ákvörðun sína í málinu.

Fleiri hafa látið sig málið varða. Lilja Mósesdóttir þingmaður krafðist þess á Facebook að í nafni gegnsæis fengi þjóðin allar upplýsingar úr fundargerðum ríkisstjórnarinnar um að veita Nubo ívilnun.

Ríkisstjórnin hefur hins vegar enga ákvörðun tekið í málínu. Þetta kemur skýrt fram í minnisblaði sem lagt var fram á fundinum hinn 12. júní sl. og fréttastofan hefur undir höndum.

Í minnisblaðinu, sem er aðeins kynning á ákvörðun sem þegar hafði verið tekin í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, þar sem óskað var eftir undanþágu frá tilteknum formskilyrðum við stofnun íslensks einkahlutafélags í eigu Nubo. Í lögunum var gerð krafa um að einn stofnenda félags og helmingur stjórnarmanna skuli búsesttir hér.

Ráðuneytið tók erindið til ítarlegrar skoðunar en í ljósi víðtækrar undanþágu sem þegar er í gildi taldi ráðuneytið ekki mögulegt að hafna erindinu.

Fram að ráðuneytið hafi í öllum tilvikum fallist á að veita undanþágur hafi verið eftir því sóst. Hafi þær verið veittar til kínverskra ríkisborgara og mikilvægt að gæta að jafnræði við afgreiðslu mála enda hefði annars komið upp misræmi í stjórnsýslu sem erfitt hefði verið að rökstyðja.


Tengdar fréttir

Vill að fundargerðir ríkisstjórnar um félag Nubos verði opinberaðar

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður, óskar eftir því að fundargerðir ríkisstjórnarinnar frá fundi þar sem fjallað var um stofnun íslensks félags í eigu Huang Nubo verði gerðar opinberar. Ívilnanasamningur var kynntur ríkisstjórninni í vor en engin ákvörðun var tekin. Aðkoma ríkisstjórnarinnar að málinu hefur í raun verið mjög lítil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×