Viðskipti innlent

Hagnaður Tals næstum fjórfaldaðist

BBI skrifar
Viktor Ólason telur að fólk vilji hafa möguleika á að horfa á youtube-myndbönd í símanum án þess að hafa áhyggjur af kostnaði.
Viktor Ólason telur að fólk vilji hafa möguleika á að horfa á youtube-myndbönd í símanum án þess að hafa áhyggjur af kostnaði.
Fjarskiptafyrirtækið Tal átti góðu gengi að fagna á fyrri helmingi ársins. Hagnaður þess á tímabilinu var 104 milljónir miðað við 27 milljónir á sama tíma í fyrra. Það er tæplega fjórföldun á einu ári.

250% aukning varð á 3G niðurhali hjá fyrirtækinu í júlí í kjölfar þess að verð á þjónustunni lækkaði stórum. Tal býður nú upp á 10GB niðurhal á aðeins 500 krónur. Á tækniblogginu simon.is var á dögunum fullyrt að Tal biði upp á besta verðið á gagnamagni.

Viktor Ólason, forstjóri Tals, segir að fólk vilji greinilega meira net í símann sinn og vilji hafa það ódýrt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×