Viðskipti innlent

Iceland Express stundvísast síðustu tvær vikur

Stundvísi íslensku flugfélaganna Icelandair, Iceland Express og WOW air var góð fyrri hluta sumars en síðastliðinn hálfan mánuði lækkaði hlutfall þeirra ferða sem voru á áætlun samanborið við vikurnar á undan.

Í frétt á vefsíðunni Túristi.is kemur fram að Iceland Express hafi verið á réttum tíma í 91 prósent tilvika og tafirnar litlar síðustu tværu vikur. Hjá Icelandair og WOW air voru um átta af hverjum tíu ferðum á áætlun.

Meðaltöf á brottförum WOW air var 33 mínútur en 11 mínútur hjá Icelandair, sem fór næstum því í fjórum sinnum fleiri flug en hin tvö flugfélögin samanlagt, eða hátt í þúsund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×