Fleiri fréttir Verulega dregur úr verðbólgu. mælist 4,6% í júlí Ársverðbólgan mældist 4,6% í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar hún mældist 5,4%. Lækkun verðbólgunnar er í takt við spár sérfræðinga. 27.7.2012 09:20 Ísland meðal þjóða í mestri hættu vegna evrusvæðisins Ísland er í hópi þeirra tíu þjóða sem eru í mestri efnahagslegri áhættu vegna vandamálanna á evrusvæðinu. 27.7.2012 08:54 Atvinnuleysið mældist í 5,2% í júní Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í júní s.l. að jafnaði 192.500 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 182.400 starfandi og 10.100 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 85,8%, hlutfall starfandi 81,3% og atvinnuleysi var 5,2%. 27.7.2012 09:32 Gjaldþrotum fyrirtækja fækkaði um 86 milli ára í júní Alls voru 51 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í júnímánuði. Þetta er verulega fækkun gjaldþrota frá því í júní í fyrra þegar þau voru 137 talsins. 27.7.2012 09:26 Moody´s viðheldur neikvæðum horfum fyrir Ísland Matsfyrirtækið Moody´s viðheldur neikvæðum horfum sínum á Baa3 lánshæfiseinkunn Íslands. 27.7.2012 06:49 Íslendingar högnuðust örlítið á Liborvaxtasvindlinu Allar líkur eru á að Íslendingar hafi frekar hagnast örlítið en tapað á Libor vaxtasvindlinu sem nú er til rannsóknar í Bretlandi og víðar. 27.7.2012 06:19 Framleiðsluverð lækkaði Vísitala framleiðsluverðs fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innanlands lækkaði um 0,1% í síðasta mánuði og vísitala fyrir útfluttar afurðir lækkaði um 1,5%. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. 27.7.2012 09:41 Tíu prósentum minna í vexti Íslensk heimili greiddu rúmlega tíu prósentum minna í vexti af íbúðalánum árið 2011 en árið á undan. Þetta kemur fram í úttekt fjármálaráðuneytisins. 27.7.2012 04:00 Baldur og Karítas eiga 861 milljón Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, og Karítas Kvaran, eiginkona hans, eiga 861 milljón króna. Þetta kemur fram í úttekt Viðskiptablaðsins á eignum 170 Íslendinga. Viðskiptablaðið reiknaði eignir þeirra út frá skattskrám sem birtar voru í gær. 26.7.2012 16:37 Sex buðu í Plastprent Sex aðilar sendu inn tilboð í fyrirtækið Plastprent sem selt var Kvos, móðurfélagi Odda, á dögunum. Fyrirtækið var áður í eigu Framtakssjóðsins. 26.7.2012 14:30 Ríkisskattstjóri athugaði rútubílstjóra Starfsmenn ríkisskattstjóra voru í lögreglufylgd við Þingvallavatn í morgun að taka út hvort rútubifreiðastjórar hefðu tilskilin leyfi til aksturs. Úttektin var þáttur í átakinu Leggur þú þitt af mörkum sem ríkisskattstjóri vinnur í samvinnu við SA og ASÍ. 26.7.2012 14:05 Skúli Mogensen er ríkasti Íslendingurinn Skúli Mogensen og eiginkona hans, Margrét Ásgeirsdóttir, eru ríkustu Íslendingarnir samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins. Blaðið lagðist yfir álagningaskrár ríkisskattstjóra sem birtar voru í gær. Hrein eign þeirra hjóna, það eru eignir umfram skuldir, nemur um 7,5 milljörðum króna samkvæmt álagningarskrám ríkisskattstjóra sem birtar voru í gær. 26.7.2012 12:25 Sigurður Sigurjónsson tekjuhæsti listamaðurinn Sigurður Sigurjónsson leikari er tekjuhæsti listamaðurinn á síðasta ári, samkvæmt tölum Frjálsrar verslunar. Hann var með 1253 þúsund krónur í mánaðalaun samkvæmt blaðinu. Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, var í öðru sæti með tæpar 1100 þúsund krónur. Magnús 26.7.2012 11:03 Útilokar ekki að fleiri verslanir verði opnaðar Jóhannes Jónsson kaupmaður útilokar ekki að hann muni opna fleiri en eina matvöruverslun. Fyrsta Iceland verslunin opnar á laugardaginn og verður hún staðsett í Engihjalla í Kópavogi. Þá stendur til að opna Netverslun. 26.7.2012 10:17 Björn tekjuhæsti forstjóri í ríkisfyrirtæki Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, er hæstur á lista Frjálsrar verslunar yfir launahæstu embættismenn og forstjóra ríkisfyrirtækja. Hann er með 1590 þúsund krónur á mánuði samkvæmt blaðinu. Gnnar Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, er með 1517 þúsund krónur. Guðgeir Eyjólfsson, sýslumaður í Hafnarfirði, er síðan þriðji á listanum með 1468 þúsund krónur og Guðný Aðalsteinsdóttir deildarstjóri skipulagssviðs Reykjavíkur er fjórða með 1461 þúsund krónur. Páll Magnússon útvarpsstjóri er fimmti á listanum með 1449 þúsund krónur. 26.7.2012 09:35 Sjómenn orðnir tekjuhærri stétt en forstjórar Sjómenn eru orðnir tekjuhæsta stétt landsins og slá þeir forstjórum við hvað launin varðar eins og sjá má í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kemur út í dag. 26.7.2012 06:19 Marel skilaði milljarði í hagnað á öðrum ársfjórðungi Hagnaður Marel eftir skatta á öðrum ársfjórðungi ársins nam 7 milljónum evra eða rúmum milljarði króna. Þetta er mun betri árangur en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam aðeins 0,2 milljónum evra. 26.7.2012 06:32 Össur hagnaðist um 1,2 milljarða á öðrum ársfjórðungi Hagnaður Össurar hf. eftir skatta á öðrum ársfjórðungi ársins nam 10 milljónum dollara eða rúmlega 1,2 milljörðum króna. 26.7.2012 06:24 Villa í lista yfir skattakónga - Guðbjörg á meðal fimm efstu Villa reyndist vera í lista sem Ríkisskattstjóri sendi fjölmiðlum í morgun yfir þá sem greiddu hæstu opinberu gjöldin í fyrra. Villan fólst í því að það vantaði nokkra menn á listann. Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda, er engu að síður skattakóngur annað árið í röð og Guðbjörg Astrid Skúladóttir er í öðru sæti. 25.7.2012 12:35 Tæpir 230 milljarðar greiddir í skatta Ríkisskattstjóri hefur nú lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga. Samanlögð álagningin nemur 228 milljörðum króna og hækkar um 13,5% frá fyrra ári. Til samanburðar jókst álagning þessi um 1,4% milli áranna 2010 og 2011. 25.7.2012 10:28 Huang vill enn reisa hótel í Reykjavík Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo stefnir enn að því að reisa 300 herbergja lúxushótel í Reykjavík. Huang lýsti yfir áhuga á slíkri framkvæmd á síðasta ári þegar hann kynnti hugmyndir sínar um uppbyggingu ferðaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum. 25.7.2012 10:00 Þorsteinn Hjaltested skattakóngur Íslands Þorsteinn Hjaltested landeigandi á Vatnsenda er skattakóngur á höfuðborgarsvæðinu árið 2011. Hann greiddi samtals rúmar 185 milljónir króna í opinber gjöld á síðasta ári. Guðbjörg Astrid Skúladóttir, er næstefst, en hún greiddi 140 milljónir tæpar. Poul Jansen, kemur næstur með tæpar 114 milljónir. Listi yfir þá sem greiða mest má sjá hér að neðan. 25.7.2012 09:37 Móðurfélag Norðuráls skilar 1,5 milljarða tapi Century Aluminium, móðurfélag Norðuráls, skilaði 12,3 milljóna dollara eða um 1,5 milljarða króna, tapi á öðrum ársfjórðungi ársins. 25.7.2012 09:24 Fréttaskýring: Hver er staðan á endurútreikningi gengistryggðra lána? Vinnu samráðshóps lánastofnana og fulltrúa lántakenda um viðbrögð við gengislánadómi Hæstaréttar frá 15. febrúar er lokið. Dæma þarf í ellefu prófmálum, sem fá flýtimeðferð fyrir dómstólum, áður en endurútreikningar lána geta hafist. 25.7.2012 09:00 Advania og Hátækni semja um sölu á Dell fartölvum Advania og Hátækni hafa gert með sér samkomulag um sölu á Dell fartölvum, en Advania er umboðsaðili Dell á Íslandi. Nú geta viðskiptavinir Hátækni nálgast fjölbreytt úrval Dell tölva í versluninni og mun Hátækni leggja áherslu á að bjóða vandaðar fartölvur sem henta þörfum kröfuharðra einstaklinga. 25.7.2012 10:00 Eignir bankana lækkuðu um tæpa 106 milljarða í júní Heildareignir innlánsstofnana námu 2.837 milljörðum kr. í lok júní og lækkuðu um 105,7 milljarða kr. í mánuðinum eða um 3,7%. 25.7.2012 06:41 Tilboð Kvosar var hagstæðast Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, segir að tilboð Kvosar í Plastprent hafi verið hagstæðasta tilboðið sem barst. Hann segir að Framtakssjóðurinn verði að fara eftir verklagsreglum sínum í formlegu söluferli á félagi en geti ekki sest í siðferðilegt dómarasæti og miðað við hvað sé sanngjarnt út frá óskilgreindum forsendum. 24.7.2012 15:30 Valitor áfrýjar Datacell málinu til Hæstaréttar Valitor vísaði í dag til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. júlí síðastliðinn í máli Datacell gegn Valitor. Í dómi Héraðsdóms var Valitor gert að veita Datacell greiðsluþjónustu. 24.7.2012 15:09 Konur eiga sviðið þegar kreppir að "Að öllu gamni slepptu virðast konur eiga meiri möguleika á að fá tækifæri þegar illa gengur," segir Lilja Lind Pálsdóttir, hagfræðingur, í nýjasta tölublaði Frjálsrar Verslunar þar sem hún veltir upp spurningunni hvort kreppan sé tækifæri fyrir konur. 24.7.2012 14:00 Fasteignamarkaður ekki líflegri síðan 2007 Velta á fasteignamarkaði hefur aukist um rúma fimmtán milljarða það sem af er þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Markaðurinn hefur ekki verið líflegri síðan 2007. 24.7.2012 12:08 Sér ekkert óeðlilegt við kaupin "Ég sé ekki alveg hvað er óeðlilegt við það," segir Þorgeir Baldursson, forstjóri Kvosar um kaup fyrirtækisins á Plastprenti, en Kvos hafði áður fengið milljarða afskriftir hjá Landsbankanum. 24.7.2012 10:05 Veltan eykst í sölu á atvinnuhúsnæði Í júní s.l. var 54 kaupsamningum og afsölum þinglýst um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og 33 utan þess. 24.7.2012 11:12 Óvæntur sumarkippur á fasteignamarkaðinum Veltan á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu tók óvæntan kipp í sumarblíðunni í síðustu viku. Þá var þinglýst 115 kaupsamninga á svæðinu. 24.7.2012 07:44 Dráttarvextir óbreyttir Dráttarvextir haldast óbreyttir í 12,75% fyrir ágústmánuð. Þetta kemur fram í mánaðarlegri tilkynningu um vaxtabreytingar á vefsíðu Seðlabankans. 24.7.2012 06:38 Bretum býðst Tilboð aldarinnar um næstu helgi Hamborgarabúllan er farin í útrás og mun opna í London öðru hvoru megin við næstu helgi. Þá mun Bretum loks bjóðast Tilboð aldarinnar (e. Offer of the century) að hætti Tomma fyrir 8,9 pund, sem nemur tæpum 1700 krónum. 23.7.2012 17:00 Síðustu stóru bakreikningarnir komnir í hús Síðustu stóru bakreikningar hrunsins hafa borist, segir Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra. Hún gerir niðurstöður ríkisreiknings, sem birtar voru í síðustu viku, að umræðuefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu og hér á Vísi í dag. Eins og fram hefur komið var rösklega 40 milljarða halli á ríkisreikningi umfram það sem búist hafði verið við. Ástæðan er einkum rakin til ríkisábyrgðar á innistæðum í SpKef. 23.7.2012 13:10 Kjarnfóðurframleiðendur hækka verðskrána Síðastliðinn mánuð hafa kjarnfóðursframleiðendur hækkað verðlista sína. Verðið er nú hærra en það hefur verið nokkurn tíma áður, miðað við upplýsingar frá Landssambandi kúabænda. Frá árinu 2010 hefur kjarnfóður hækkað í verði um rúm 37%. 23.7.2012 13:06 Enn hækkar metaneldsneytið Verð fyrir rúmmetra af metaneldsneyti á bíla var hækkað um 19 krónur fyrir helgi og kostar hann nú 149 krónur. 23.7.2012 06:21 ECB endurheimtir 600 milljarða frá íslensku bönkunum Evrópski seðlabankinn, ECB, hefur nú endurheimt að fullu lán að fjárhæð fjórir milljarðar evra, eða rúmlega 600 milljarða króna sem veittir höfðu verið dótturfélögum Glitnis, Kaupþings og Landsbankans í Lúxemburg í október 2008. 23.7.2012 05:25 Segir viðbrögð fjármálaráðherra með ólíkindum Viðbrögð fjármálaráðherra við ríkisreikningi eru með ólíkindum, segir Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hallinn á ríkissjóði í fyrra var 43 milljörðum umfram áætlanir. 20.7.2012 17:51 Kaupmáttur launa rýrnar Vísitala kaupmáttar launa í júní er 111,0 stig og lækkaði um 0,5% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 1,4%. 20.7.2012 09:12 Byggingakostnaður lækkar Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan júlí 2012 er 115,1 stig sem er lækkun um 0,2% frá fyrri mánuði. Verð á innfluttu efni lækkaði um 0,8%, sem skýrir lækkun vísitölunnar. 20.7.2012 09:20 Aflaverðmætið jókst um 25,5% á fyrrihluta ársins Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 58,5 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2012 samanborið við 46,6 milljarða á sama tímabili 2011. Aflaverðmæti hefur því aukist um 11,9 milljarða eða 25,5% á milli ára. 20.7.2012 09:15 Íbúðaverð í borginni hækkar áfram Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 341,3 stig í júní og hækkaði um 1,5% frá fyrri mánuði. 20.7.2012 06:52 Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast myndarlega þessa daganna. Gengisvísitalan er komin niður í tæp 215 stig og styrktist gengið því um tæpt prósent í gærdag. 20.7.2012 06:51 Sjá næstu 50 fréttir
Verulega dregur úr verðbólgu. mælist 4,6% í júlí Ársverðbólgan mældist 4,6% í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar hún mældist 5,4%. Lækkun verðbólgunnar er í takt við spár sérfræðinga. 27.7.2012 09:20
Ísland meðal þjóða í mestri hættu vegna evrusvæðisins Ísland er í hópi þeirra tíu þjóða sem eru í mestri efnahagslegri áhættu vegna vandamálanna á evrusvæðinu. 27.7.2012 08:54
Atvinnuleysið mældist í 5,2% í júní Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í júní s.l. að jafnaði 192.500 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 182.400 starfandi og 10.100 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 85,8%, hlutfall starfandi 81,3% og atvinnuleysi var 5,2%. 27.7.2012 09:32
Gjaldþrotum fyrirtækja fækkaði um 86 milli ára í júní Alls voru 51 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í júnímánuði. Þetta er verulega fækkun gjaldþrota frá því í júní í fyrra þegar þau voru 137 talsins. 27.7.2012 09:26
Moody´s viðheldur neikvæðum horfum fyrir Ísland Matsfyrirtækið Moody´s viðheldur neikvæðum horfum sínum á Baa3 lánshæfiseinkunn Íslands. 27.7.2012 06:49
Íslendingar högnuðust örlítið á Liborvaxtasvindlinu Allar líkur eru á að Íslendingar hafi frekar hagnast örlítið en tapað á Libor vaxtasvindlinu sem nú er til rannsóknar í Bretlandi og víðar. 27.7.2012 06:19
Framleiðsluverð lækkaði Vísitala framleiðsluverðs fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innanlands lækkaði um 0,1% í síðasta mánuði og vísitala fyrir útfluttar afurðir lækkaði um 1,5%. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. 27.7.2012 09:41
Tíu prósentum minna í vexti Íslensk heimili greiddu rúmlega tíu prósentum minna í vexti af íbúðalánum árið 2011 en árið á undan. Þetta kemur fram í úttekt fjármálaráðuneytisins. 27.7.2012 04:00
Baldur og Karítas eiga 861 milljón Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, og Karítas Kvaran, eiginkona hans, eiga 861 milljón króna. Þetta kemur fram í úttekt Viðskiptablaðsins á eignum 170 Íslendinga. Viðskiptablaðið reiknaði eignir þeirra út frá skattskrám sem birtar voru í gær. 26.7.2012 16:37
Sex buðu í Plastprent Sex aðilar sendu inn tilboð í fyrirtækið Plastprent sem selt var Kvos, móðurfélagi Odda, á dögunum. Fyrirtækið var áður í eigu Framtakssjóðsins. 26.7.2012 14:30
Ríkisskattstjóri athugaði rútubílstjóra Starfsmenn ríkisskattstjóra voru í lögreglufylgd við Þingvallavatn í morgun að taka út hvort rútubifreiðastjórar hefðu tilskilin leyfi til aksturs. Úttektin var þáttur í átakinu Leggur þú þitt af mörkum sem ríkisskattstjóri vinnur í samvinnu við SA og ASÍ. 26.7.2012 14:05
Skúli Mogensen er ríkasti Íslendingurinn Skúli Mogensen og eiginkona hans, Margrét Ásgeirsdóttir, eru ríkustu Íslendingarnir samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins. Blaðið lagðist yfir álagningaskrár ríkisskattstjóra sem birtar voru í gær. Hrein eign þeirra hjóna, það eru eignir umfram skuldir, nemur um 7,5 milljörðum króna samkvæmt álagningarskrám ríkisskattstjóra sem birtar voru í gær. 26.7.2012 12:25
Sigurður Sigurjónsson tekjuhæsti listamaðurinn Sigurður Sigurjónsson leikari er tekjuhæsti listamaðurinn á síðasta ári, samkvæmt tölum Frjálsrar verslunar. Hann var með 1253 þúsund krónur í mánaðalaun samkvæmt blaðinu. Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, var í öðru sæti með tæpar 1100 þúsund krónur. Magnús 26.7.2012 11:03
Útilokar ekki að fleiri verslanir verði opnaðar Jóhannes Jónsson kaupmaður útilokar ekki að hann muni opna fleiri en eina matvöruverslun. Fyrsta Iceland verslunin opnar á laugardaginn og verður hún staðsett í Engihjalla í Kópavogi. Þá stendur til að opna Netverslun. 26.7.2012 10:17
Björn tekjuhæsti forstjóri í ríkisfyrirtæki Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, er hæstur á lista Frjálsrar verslunar yfir launahæstu embættismenn og forstjóra ríkisfyrirtækja. Hann er með 1590 þúsund krónur á mánuði samkvæmt blaðinu. Gnnar Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, er með 1517 þúsund krónur. Guðgeir Eyjólfsson, sýslumaður í Hafnarfirði, er síðan þriðji á listanum með 1468 þúsund krónur og Guðný Aðalsteinsdóttir deildarstjóri skipulagssviðs Reykjavíkur er fjórða með 1461 þúsund krónur. Páll Magnússon útvarpsstjóri er fimmti á listanum með 1449 þúsund krónur. 26.7.2012 09:35
Sjómenn orðnir tekjuhærri stétt en forstjórar Sjómenn eru orðnir tekjuhæsta stétt landsins og slá þeir forstjórum við hvað launin varðar eins og sjá má í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kemur út í dag. 26.7.2012 06:19
Marel skilaði milljarði í hagnað á öðrum ársfjórðungi Hagnaður Marel eftir skatta á öðrum ársfjórðungi ársins nam 7 milljónum evra eða rúmum milljarði króna. Þetta er mun betri árangur en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam aðeins 0,2 milljónum evra. 26.7.2012 06:32
Össur hagnaðist um 1,2 milljarða á öðrum ársfjórðungi Hagnaður Össurar hf. eftir skatta á öðrum ársfjórðungi ársins nam 10 milljónum dollara eða rúmlega 1,2 milljörðum króna. 26.7.2012 06:24
Villa í lista yfir skattakónga - Guðbjörg á meðal fimm efstu Villa reyndist vera í lista sem Ríkisskattstjóri sendi fjölmiðlum í morgun yfir þá sem greiddu hæstu opinberu gjöldin í fyrra. Villan fólst í því að það vantaði nokkra menn á listann. Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda, er engu að síður skattakóngur annað árið í röð og Guðbjörg Astrid Skúladóttir er í öðru sæti. 25.7.2012 12:35
Tæpir 230 milljarðar greiddir í skatta Ríkisskattstjóri hefur nú lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga. Samanlögð álagningin nemur 228 milljörðum króna og hækkar um 13,5% frá fyrra ári. Til samanburðar jókst álagning þessi um 1,4% milli áranna 2010 og 2011. 25.7.2012 10:28
Huang vill enn reisa hótel í Reykjavík Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo stefnir enn að því að reisa 300 herbergja lúxushótel í Reykjavík. Huang lýsti yfir áhuga á slíkri framkvæmd á síðasta ári þegar hann kynnti hugmyndir sínar um uppbyggingu ferðaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum. 25.7.2012 10:00
Þorsteinn Hjaltested skattakóngur Íslands Þorsteinn Hjaltested landeigandi á Vatnsenda er skattakóngur á höfuðborgarsvæðinu árið 2011. Hann greiddi samtals rúmar 185 milljónir króna í opinber gjöld á síðasta ári. Guðbjörg Astrid Skúladóttir, er næstefst, en hún greiddi 140 milljónir tæpar. Poul Jansen, kemur næstur með tæpar 114 milljónir. Listi yfir þá sem greiða mest má sjá hér að neðan. 25.7.2012 09:37
Móðurfélag Norðuráls skilar 1,5 milljarða tapi Century Aluminium, móðurfélag Norðuráls, skilaði 12,3 milljóna dollara eða um 1,5 milljarða króna, tapi á öðrum ársfjórðungi ársins. 25.7.2012 09:24
Fréttaskýring: Hver er staðan á endurútreikningi gengistryggðra lána? Vinnu samráðshóps lánastofnana og fulltrúa lántakenda um viðbrögð við gengislánadómi Hæstaréttar frá 15. febrúar er lokið. Dæma þarf í ellefu prófmálum, sem fá flýtimeðferð fyrir dómstólum, áður en endurútreikningar lána geta hafist. 25.7.2012 09:00
Advania og Hátækni semja um sölu á Dell fartölvum Advania og Hátækni hafa gert með sér samkomulag um sölu á Dell fartölvum, en Advania er umboðsaðili Dell á Íslandi. Nú geta viðskiptavinir Hátækni nálgast fjölbreytt úrval Dell tölva í versluninni og mun Hátækni leggja áherslu á að bjóða vandaðar fartölvur sem henta þörfum kröfuharðra einstaklinga. 25.7.2012 10:00
Eignir bankana lækkuðu um tæpa 106 milljarða í júní Heildareignir innlánsstofnana námu 2.837 milljörðum kr. í lok júní og lækkuðu um 105,7 milljarða kr. í mánuðinum eða um 3,7%. 25.7.2012 06:41
Tilboð Kvosar var hagstæðast Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, segir að tilboð Kvosar í Plastprent hafi verið hagstæðasta tilboðið sem barst. Hann segir að Framtakssjóðurinn verði að fara eftir verklagsreglum sínum í formlegu söluferli á félagi en geti ekki sest í siðferðilegt dómarasæti og miðað við hvað sé sanngjarnt út frá óskilgreindum forsendum. 24.7.2012 15:30
Valitor áfrýjar Datacell málinu til Hæstaréttar Valitor vísaði í dag til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. júlí síðastliðinn í máli Datacell gegn Valitor. Í dómi Héraðsdóms var Valitor gert að veita Datacell greiðsluþjónustu. 24.7.2012 15:09
Konur eiga sviðið þegar kreppir að "Að öllu gamni slepptu virðast konur eiga meiri möguleika á að fá tækifæri þegar illa gengur," segir Lilja Lind Pálsdóttir, hagfræðingur, í nýjasta tölublaði Frjálsrar Verslunar þar sem hún veltir upp spurningunni hvort kreppan sé tækifæri fyrir konur. 24.7.2012 14:00
Fasteignamarkaður ekki líflegri síðan 2007 Velta á fasteignamarkaði hefur aukist um rúma fimmtán milljarða það sem af er þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Markaðurinn hefur ekki verið líflegri síðan 2007. 24.7.2012 12:08
Sér ekkert óeðlilegt við kaupin "Ég sé ekki alveg hvað er óeðlilegt við það," segir Þorgeir Baldursson, forstjóri Kvosar um kaup fyrirtækisins á Plastprenti, en Kvos hafði áður fengið milljarða afskriftir hjá Landsbankanum. 24.7.2012 10:05
Veltan eykst í sölu á atvinnuhúsnæði Í júní s.l. var 54 kaupsamningum og afsölum þinglýst um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og 33 utan þess. 24.7.2012 11:12
Óvæntur sumarkippur á fasteignamarkaðinum Veltan á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu tók óvæntan kipp í sumarblíðunni í síðustu viku. Þá var þinglýst 115 kaupsamninga á svæðinu. 24.7.2012 07:44
Dráttarvextir óbreyttir Dráttarvextir haldast óbreyttir í 12,75% fyrir ágústmánuð. Þetta kemur fram í mánaðarlegri tilkynningu um vaxtabreytingar á vefsíðu Seðlabankans. 24.7.2012 06:38
Bretum býðst Tilboð aldarinnar um næstu helgi Hamborgarabúllan er farin í útrás og mun opna í London öðru hvoru megin við næstu helgi. Þá mun Bretum loks bjóðast Tilboð aldarinnar (e. Offer of the century) að hætti Tomma fyrir 8,9 pund, sem nemur tæpum 1700 krónum. 23.7.2012 17:00
Síðustu stóru bakreikningarnir komnir í hús Síðustu stóru bakreikningar hrunsins hafa borist, segir Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra. Hún gerir niðurstöður ríkisreiknings, sem birtar voru í síðustu viku, að umræðuefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu og hér á Vísi í dag. Eins og fram hefur komið var rösklega 40 milljarða halli á ríkisreikningi umfram það sem búist hafði verið við. Ástæðan er einkum rakin til ríkisábyrgðar á innistæðum í SpKef. 23.7.2012 13:10
Kjarnfóðurframleiðendur hækka verðskrána Síðastliðinn mánuð hafa kjarnfóðursframleiðendur hækkað verðlista sína. Verðið er nú hærra en það hefur verið nokkurn tíma áður, miðað við upplýsingar frá Landssambandi kúabænda. Frá árinu 2010 hefur kjarnfóður hækkað í verði um rúm 37%. 23.7.2012 13:06
Enn hækkar metaneldsneytið Verð fyrir rúmmetra af metaneldsneyti á bíla var hækkað um 19 krónur fyrir helgi og kostar hann nú 149 krónur. 23.7.2012 06:21
ECB endurheimtir 600 milljarða frá íslensku bönkunum Evrópski seðlabankinn, ECB, hefur nú endurheimt að fullu lán að fjárhæð fjórir milljarðar evra, eða rúmlega 600 milljarða króna sem veittir höfðu verið dótturfélögum Glitnis, Kaupþings og Landsbankans í Lúxemburg í október 2008. 23.7.2012 05:25
Segir viðbrögð fjármálaráðherra með ólíkindum Viðbrögð fjármálaráðherra við ríkisreikningi eru með ólíkindum, segir Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hallinn á ríkissjóði í fyrra var 43 milljörðum umfram áætlanir. 20.7.2012 17:51
Kaupmáttur launa rýrnar Vísitala kaupmáttar launa í júní er 111,0 stig og lækkaði um 0,5% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 1,4%. 20.7.2012 09:12
Byggingakostnaður lækkar Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan júlí 2012 er 115,1 stig sem er lækkun um 0,2% frá fyrri mánuði. Verð á innfluttu efni lækkaði um 0,8%, sem skýrir lækkun vísitölunnar. 20.7.2012 09:20
Aflaverðmætið jókst um 25,5% á fyrrihluta ársins Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 58,5 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2012 samanborið við 46,6 milljarða á sama tímabili 2011. Aflaverðmæti hefur því aukist um 11,9 milljarða eða 25,5% á milli ára. 20.7.2012 09:15
Íbúðaverð í borginni hækkar áfram Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 341,3 stig í júní og hækkaði um 1,5% frá fyrri mánuði. 20.7.2012 06:52
Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast myndarlega þessa daganna. Gengisvísitalan er komin niður í tæp 215 stig og styrktist gengið því um tæpt prósent í gærdag. 20.7.2012 06:51