Viðskipti innlent

Seðlabankinn tvöfaldar gjaldeyriskaup sín

Seðlabankinn hefur ákveðið að nýta sér styrkingu á gengi krónunnar frá því í vor til að tvöfalda gjaldeyriskaup sín á millibankamarkaðinum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum og þar segir jafnframt að þessi ráðstöfun sé ótímabundin. Frá hruninu og fram til dagsins í dag hefur Seðlabankinn keypt hálfa milljón evra í hverri viku til þessa að byggja upp hinn óskuldsetta gjaldeyrisforða þjóðarinnar.

Þessi kaup hafa ætíð farið fram á þriðjudegi en hingað til hafa þau ekki hreyft mikið við gengisskráningu krónunnar. Frá og með deginum í dag hinsvegar mun Seðlabankinn kaupa eina milljón evra eða það sem samsvarar um 150 milljónum króna, á gjaldeyrismarkaðinum í hverri viku.

Fram kemur í tilkynningu bankans að æskilegt sé að gjaldeyriskaupin standi undir vaxtagreiðslum vegna erlendra skulda ríkissjóðs og að hlutfall óskuldsetts gjaldeyrisforða hækki til lengri tíma litið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×