Viðskipti innlent

Gistinóttum fjölgaði um 13%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gistinóttum á Íslandi fjölgaði um 13% í júní miðað við sama mánuð í fyrra. Þær voru tæplega 203 þúsund núna en voru tæplega 179 þúsund í fyrra. Gistinóttum á hótelum fjölgaði mest á Austurlandi í júní, eða um 19% en næstmest á höfuðborgarsvæðinu eða um 15%. Á fyrstu sex mánuðum ársins hefur gistinóttum fjölgað um tæp 21%. Þær voru 771 þúsund í ár en voru 639 þúsund á sama tímabili í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×