Viðskipti innlent

Gengi krónunnar styrkist áfram, evran undir 150 krónum

Ekkert lát er á styrkingu krónunnar þessa dagana og hefur gengið styrkst um hátt í 10% frá því það var hvað lægst á árinu í apríl s.l.

Hefur gengi krónunnar ekki verið jafnsterkt síðan í janúar á síðasta ári. Gengisvísitalan er komin undir 210 stig en hún var um 230 stig í apríl.

Þetta þýðir að evran er komin undir 150 krónur, dollarinn stendur í 121 krónu, pundið í rúmum 190 krónum og danska krónan kostar núna rétt rúmlega 20 krónur.

Eins og áður hefur komið fram er það einkum mikið innstreymi á gjaldeyri frá ferðamönnum sem veldur styrkingu á gengi krónunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×