Vilja víkja til hliðar lögum og reglum um opinberar ráðningar Höskuldur Kári Schram skrifar 25. október 2011 18:30 Páll Magnússon ætlar ekki að taka við starfi forstjóra Bankasýslu ríkisins. Hann segir það vera óvinnandi verkefni fyrir forstjóra að sitja undir afskiptum stjórnmálamanna sem vilji víkja til hliðar lögum og reglum um opinberar ráðningar. Gengið var frá ráðningu Páls Magnússonar í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins í lok síðasta mánaðar. Ákvörðun stjórnar um ráða Pál var strax harðlega gagnrýnd og varð að lokum til þess að stjórnin sagði af sér. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær kemur fram að í umræðu um málið hafi verið vegið að trúverðugleika stofnunarinnar og friður rofinn um starfsemi hennar. Sérstaklega er minnst á viðbrögð alþingismanna í þessu samhengi en Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði á Alþingi að ákvörðunin um að ráða Pál væri hneyksli. Eftir að stjórn Bankasýslunnar sagði af sér var strax ljóst að staða Páls væri orðin erfið. Því er ekki hægt að segja að ákvörðun hans hafi komið á óvart. Páll baðst undan viðtali þegar fréttastofa hafði samband í dag en í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér segir að með afsögn stjórnar Bankasýslunnar hafi allar forsendur þess að hann komi til starfa sem forstjóri stofnunarinnar brostið. Þá segir ennfremur í yfirlýsingunni að það sé óvinnandi verkefni fyrir hlutaðeigandi að sitja undir pólitískum afskiptum, en í raun hafi stjórnmálamenn krafist þess að lögum og reglum um opinberar ráðningar verði vikið til hliðar í málefnum Bankasýslu ríkisins. Því hafi hann ákveðið að taka ekki við starfi forstjóra. Ný stjórn yfir Bankasýslu ríkisins verður væntanlega skipuð á næstu vikum og eitt af hennar fyrstu verkum verður að ráða nýjan forstjóra í stað Páls Magnússonar. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Páll Magnússon ætlar ekki að taka við starfi forstjóra Bankasýslu ríkisins. Hann segir það vera óvinnandi verkefni fyrir forstjóra að sitja undir afskiptum stjórnmálamanna sem vilji víkja til hliðar lögum og reglum um opinberar ráðningar. Gengið var frá ráðningu Páls Magnússonar í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins í lok síðasta mánaðar. Ákvörðun stjórnar um ráða Pál var strax harðlega gagnrýnd og varð að lokum til þess að stjórnin sagði af sér. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær kemur fram að í umræðu um málið hafi verið vegið að trúverðugleika stofnunarinnar og friður rofinn um starfsemi hennar. Sérstaklega er minnst á viðbrögð alþingismanna í þessu samhengi en Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði á Alþingi að ákvörðunin um að ráða Pál væri hneyksli. Eftir að stjórn Bankasýslunnar sagði af sér var strax ljóst að staða Páls væri orðin erfið. Því er ekki hægt að segja að ákvörðun hans hafi komið á óvart. Páll baðst undan viðtali þegar fréttastofa hafði samband í dag en í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér segir að með afsögn stjórnar Bankasýslunnar hafi allar forsendur þess að hann komi til starfa sem forstjóri stofnunarinnar brostið. Þá segir ennfremur í yfirlýsingunni að það sé óvinnandi verkefni fyrir hlutaðeigandi að sitja undir pólitískum afskiptum, en í raun hafi stjórnmálamenn krafist þess að lögum og reglum um opinberar ráðningar verði vikið til hliðar í málefnum Bankasýslu ríkisins. Því hafi hann ákveðið að taka ekki við starfi forstjóra. Ný stjórn yfir Bankasýslu ríkisins verður væntanlega skipuð á næstu vikum og eitt af hennar fyrstu verkum verður að ráða nýjan forstjóra í stað Páls Magnússonar.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira