Viðskipti innlent

Landsbankinn selur Horni hlut í Stoðum

Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri Stoða.
Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri Stoða. Mynd/Daníel
Landsbankinn seldi 12,8% af almennu hlutafé sínu og helming þess forgangshlutafjár í Stoðum sem bankinn átti til Horns Fjárfestingafélags 30. september síðastliðinn. Kaupverðið var 4,8 milljarðar króna. Landbankinn, sem er eini eigandi Horns, á enn um 13% almennt hlutafé í Stoðum.

Stoðir, sem áður hétu FL Group, högnuðust um rúma tvo milljarða króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs og eigið fé félagsins er 32,3 milljarðar króna. Skuldir félagsins eru einungis um 4,5 milljarðar króna.

Kröfuhafar Stoða tóku félagið yfir í kjölfar nauðasamninga sumarið 2009. Við gerð þeirra voru skuldir Stoða færðar niður um 225 milljarða króna, sem er mesta einstaka skuldaafskrift eignarhaldsfélags í Íslandssögunni. Auk Landsbankans og Horns eru skilanefnd Glitnis og Landsbankinn á meðal stærstu eigenda Stoða. Helstu eignir félagsins eru 99% hlutur í TM og 40% hlutur í evrópska drykkjavöruframleiðandanum Refresco.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×