Viðskipti innlent

Sigríður Ingibjörg: Snýst fyrst og fremst um traust

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis og þingkona Samfylkingarinnar, segir að aðkoma stjórnvalda að Bankasýslu ríkisins eigi fyrst og fremst að markast að því að auka traust og trúverðugleika stofnunarinnar. Það séu næstu skref sem stíga þurfi, eftir að stjórn Bankasýslunnar baðst lausnar. „Þetta er viðkvæmt mál en það sem mestu skiptir er að efla traust á stofnuninni. Ný stjórn þarf að meta hver verði næstu skref er varðar ráðningu forstjóra, en augljóslega verður að hafa það í huga að traust og trúverðugleiki sé það sem mestu skiptir í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru, m.a. þegar kemur að sölu ríkisins á hlutum í fjármálastofnunum,“ sagði Sigríður Ingibjörg.

Stjórn Bankasýslunnar baðst í gær lausnar vegna afskipta af ráðningunni á Páli Magnússyni, bæjarritara í Kópavgi, í forstjórastólinn.

Í stjórninni sátu Þorsteinn Þorsteinsson, stjórnarformaður, Jón Sigurðsson lögmaður, Sonja María Hreiðarsdóttir lögfræðingur og Steinunn Kristín Þorsteinsdóttir rekstrarhagfræðingur.

Óljóst er enn hvenær ný stjórn verður skipuð en það kemur í hlut Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×