Penninn verður seldur í byrjun næsta árs Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. október 2011 13:14 Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Þúsund fyrirtæki í viðskiptum við Arion banka eru búin að fara í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu, að sögn bankastjórans. Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, hyggst selja allt hlutafé í Pennanum í byrjun næsta árs. Rúm tvö og hálft ár eru síðan Samkeppniseftirlitinu barst tilkynning um yfirtöku Arion banka á Pennanum. Eignabjarg heldur utan um 100 prósent hlutafjár í Pennanum, sem rekur verslanir með skrifstofuhúsgögn, skrifstofuvörur og afþreyingu en Penninn á og rekur verslanir Eymundsson, Pennanns og Islandia. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins um samruna Arion banka og Pennans frá mars 2009 kom fram að það væri ekki ætlun bankans að eiga fyrirtækið „til langframa," eins og það er orðað. Það veltur sjálfsagt á huglægu mati hvers og eins hvað „til langframa" þýði, en einhver gæti fært fyrir því rök að tvö og hálft ár séu langur tími.Ótilhlýðilegir viðskiptahættir gegn heilbrigðri samkeppni? Eins og kom fram í fréttum okkar í gær hyggjast fjórtján húsgagnasalar og framleiðendur sem eru í samkeppni við Pennann fara í mál við Arion banka vegna þess sem þeir kalla óeðlilega og ótilhlýðilega viðskiptahætti. Nú fyrir helgi var greint frá því í að bankinn hefði sett 200 milljónir króna inn í Pennann, en fyrirtækið tapaði samtals rúmum milljarði króna á árunum 2009 og 2010, en þann tíma var fyrirtækið í faðmi bankans. Þá er eigandi Casa húsgagnaverslunar sérstaklega ósáttur en Penninn hyggst opna nýja verslun, m.a með húsgögn, við hliðina á honum í beinni samkeppni. Hann segir þetta ólíðandi. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að Penninn verði seldur í byrjun næsta árs, en hann viðurkennir að endurskipulagning fyrirtækisins hafi gengið hægar en menn höfðu stefnt að. Arion banki hefur farið með þúsund fyrirtæki í gegnum endurskipulagningu, hjá mörgum fyrirtækjum hefur þetta gengið hratt og vel fyrir sig en í sumum tilvikum hefur þetta ekki gengið jafn vel. „Ég verð að játa að Penninn er eitt af því sem gengið hefur brösulega og er það miður. Það þjónar hins vegar engum tilgangi fyrir mig að velta því upp hvað við hefðum átt að gera árið 2009 þegar þessi ákvörðun var tekin að gera þetta með þessum hætti. Við erum einfaldlega að vinna úr ákveðinni stöðu sem við fáum upp í hendurnar," segir Höskuldur.Reksturinn þokkalegur Höskuldur segir rekstur Pennans í dag í þokkalegu lagi. Ákveðin verðmæti séu í vörumerkinu og viðskiptasamböndum. „Það er búið að endurskipuleggja reksturinn. Þessar húsnæðisbreytingar sem hafa verið í umræðunni, það er verið að fækka sölustöðum Pennans um þrjá og það er verið að loka húsnæði upp á vel á annað þúsund fermetra þannig að ég fæ ekki séð að það sé verið að (færa út í kvíarnar innsk blm.)." Ljóst er að Kaupþing, forveri Arion banka, tapaði miklum fjárhæðum á Pennanum, en Penninn skuldaði jafnvirði 63 milljóna evra í upphafi hrunsins, um tíu milljarðar króna á gengi dagsins í dag, og var í bullandi útrás fyrir hrunið með dótturfélög erlendis. Þessi fjárhæð var að mestu afskrifuð áður en Arion banki tók Pennann yfir fyrir tveimur og hálfi ári síðan. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvað Kaupþing hefur tapað miklu á Pennanum. „Okkar væntingar standa til þess að Arion banki, og þá er ég ekki að tala um gamla bankann eða Kaupþing, mun ekki tapa á Pennanum," segir Höskuldur. Hann segir ekki tap á rekstri Pennans núna. „Fyrirtækið verður selt í byrjun næsta árs." thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Segir Arion banka dæla fé í andvana fyrirtæki Verslunareigandi í Reykjavík segir með ólíkindum að Arion banki hafi sett á annan milljarð króna í Pennann sem hann kallar andvana fyrirtæki. Hann segir ekki hægt að vera í samkeppni við fyrirtæki sem er rekið í skjóli bankans. 24. október 2011 19:15 Arion setur tvö hundruð milljónir í rekstur Pennans 20. október 2011 00:01 Ójafn leikur Bankinn telur sig nú hafa náð tökum á rekstrinum og ætlunin er að selja félagið í byrjun næsta árs, samkvæmt svörum sem Fréttablaðið fékk hjá Arion banka. 24. október 2011 07:00 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, hyggst selja allt hlutafé í Pennanum í byrjun næsta árs. Rúm tvö og hálft ár eru síðan Samkeppniseftirlitinu barst tilkynning um yfirtöku Arion banka á Pennanum. Eignabjarg heldur utan um 100 prósent hlutafjár í Pennanum, sem rekur verslanir með skrifstofuhúsgögn, skrifstofuvörur og afþreyingu en Penninn á og rekur verslanir Eymundsson, Pennanns og Islandia. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins um samruna Arion banka og Pennans frá mars 2009 kom fram að það væri ekki ætlun bankans að eiga fyrirtækið „til langframa," eins og það er orðað. Það veltur sjálfsagt á huglægu mati hvers og eins hvað „til langframa" þýði, en einhver gæti fært fyrir því rök að tvö og hálft ár séu langur tími.Ótilhlýðilegir viðskiptahættir gegn heilbrigðri samkeppni? Eins og kom fram í fréttum okkar í gær hyggjast fjórtján húsgagnasalar og framleiðendur sem eru í samkeppni við Pennann fara í mál við Arion banka vegna þess sem þeir kalla óeðlilega og ótilhlýðilega viðskiptahætti. Nú fyrir helgi var greint frá því í að bankinn hefði sett 200 milljónir króna inn í Pennann, en fyrirtækið tapaði samtals rúmum milljarði króna á árunum 2009 og 2010, en þann tíma var fyrirtækið í faðmi bankans. Þá er eigandi Casa húsgagnaverslunar sérstaklega ósáttur en Penninn hyggst opna nýja verslun, m.a með húsgögn, við hliðina á honum í beinni samkeppni. Hann segir þetta ólíðandi. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að Penninn verði seldur í byrjun næsta árs, en hann viðurkennir að endurskipulagning fyrirtækisins hafi gengið hægar en menn höfðu stefnt að. Arion banki hefur farið með þúsund fyrirtæki í gegnum endurskipulagningu, hjá mörgum fyrirtækjum hefur þetta gengið hratt og vel fyrir sig en í sumum tilvikum hefur þetta ekki gengið jafn vel. „Ég verð að játa að Penninn er eitt af því sem gengið hefur brösulega og er það miður. Það þjónar hins vegar engum tilgangi fyrir mig að velta því upp hvað við hefðum átt að gera árið 2009 þegar þessi ákvörðun var tekin að gera þetta með þessum hætti. Við erum einfaldlega að vinna úr ákveðinni stöðu sem við fáum upp í hendurnar," segir Höskuldur.Reksturinn þokkalegur Höskuldur segir rekstur Pennans í dag í þokkalegu lagi. Ákveðin verðmæti séu í vörumerkinu og viðskiptasamböndum. „Það er búið að endurskipuleggja reksturinn. Þessar húsnæðisbreytingar sem hafa verið í umræðunni, það er verið að fækka sölustöðum Pennans um þrjá og það er verið að loka húsnæði upp á vel á annað þúsund fermetra þannig að ég fæ ekki séð að það sé verið að (færa út í kvíarnar innsk blm.)." Ljóst er að Kaupþing, forveri Arion banka, tapaði miklum fjárhæðum á Pennanum, en Penninn skuldaði jafnvirði 63 milljóna evra í upphafi hrunsins, um tíu milljarðar króna á gengi dagsins í dag, og var í bullandi útrás fyrir hrunið með dótturfélög erlendis. Þessi fjárhæð var að mestu afskrifuð áður en Arion banki tók Pennann yfir fyrir tveimur og hálfi ári síðan. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvað Kaupþing hefur tapað miklu á Pennanum. „Okkar væntingar standa til þess að Arion banki, og þá er ég ekki að tala um gamla bankann eða Kaupþing, mun ekki tapa á Pennanum," segir Höskuldur. Hann segir ekki tap á rekstri Pennans núna. „Fyrirtækið verður selt í byrjun næsta árs." thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Segir Arion banka dæla fé í andvana fyrirtæki Verslunareigandi í Reykjavík segir með ólíkindum að Arion banki hafi sett á annan milljarð króna í Pennann sem hann kallar andvana fyrirtæki. Hann segir ekki hægt að vera í samkeppni við fyrirtæki sem er rekið í skjóli bankans. 24. október 2011 19:15 Arion setur tvö hundruð milljónir í rekstur Pennans 20. október 2011 00:01 Ójafn leikur Bankinn telur sig nú hafa náð tökum á rekstrinum og ætlunin er að selja félagið í byrjun næsta árs, samkvæmt svörum sem Fréttablaðið fékk hjá Arion banka. 24. október 2011 07:00 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Segir Arion banka dæla fé í andvana fyrirtæki Verslunareigandi í Reykjavík segir með ólíkindum að Arion banki hafi sett á annan milljarð króna í Pennann sem hann kallar andvana fyrirtæki. Hann segir ekki hægt að vera í samkeppni við fyrirtæki sem er rekið í skjóli bankans. 24. október 2011 19:15
Ójafn leikur Bankinn telur sig nú hafa náð tökum á rekstrinum og ætlunin er að selja félagið í byrjun næsta árs, samkvæmt svörum sem Fréttablaðið fékk hjá Arion banka. 24. október 2011 07:00