Viðskipti innlent

Gylfi: Krónan mun aldrei fljóta aftur

MH og JHH skrifar
Gylfi Arnbjörnsson segir að krónan sé ónýt.
Gylfi Arnbjörnsson segir að krónan sé ónýt.
„Krónan mun aldrei fljóta alveg aftur, hún er óvirk sem gjaldmiðill, í hefðbundnum skilningi," sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, á ráðstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda í Hörpu í morgun. Gylfi er einn fjölmargra sem halda erindi á fundinum.

Gylfi sagði líka að peningastefnan með krónuna sem gjaldmiðil virkaði ekki og myndi aldrei virka aftur. Gjaldeyrisvaraforðinn hafi allur verið fenginn að láni. Þá sagði Gylfi að Íslendingar hefðu kallað yfir sig vaxtamunarviðskipti sem hafði valdið stórkostlegu tjóni. Kónan sé vandamálið og uppspretta vandamála.

Stöðugt berast nýjar fréttir af fundinum i Hörpu í twitterfærslum á forsíðu Vísis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×