Viðskipti innlent

Ísland í ruslflokki hjá Fitch fram til ársins 2013

Litlar líkur eru á því að lánshæfiseinkunn Íslands hjá Fitch Ratings hækki fyrr en árið 2013 í fyrsta lagi. Einkunnin er í svokölluðum ruslflokki.

Þetta kemur fram í viðtali Bloomberg fréttaveitunnar við Paul Rawkins eins af forstjórum Fitch Ratings. Rawkins segir að lykilatriðin til að lánshæfiseinkunn Íslands hækki séu að ljúka endurskipulagingu á skuldum heimila landsins og að aflétta gjaldeyrishöftunum. Endurskipulagning á skuldum heimilanna gangi hægt og ekki sé ætlunin að aflétta gjaldeyrishöftunum að fullu fyrr en á árinu 2013.

Fram kemur í máli Rawkins að lækkun á skuldatryggingaálagi Íslands og sú staðreynd að það er orðið mun lægra en meðaltalið meðal Evrópuríkja hafi ekkert að segja þegar kemur að ákvörðunum um lánshæfiseinkunnina. Markaður við skuldatryggingar sé alltof ógagnsær til að hægt sé að miða við hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×