Viðskipti innlent

Veruleg aukning á veltu með atvinnuhúsnæði

Veruleg aukning hefur verið í veltu á atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári miðað við árið í fyrra.

Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur verið þinglýst 491 kaupsamningi og afsölum með atvinnuhúsnæði samanborið við 373 á sama tímabili í fyrra. Jafngildi þetta 32% aukning á milli ára. Ef litið er á tölurnar fyrir septembermánuð er aukningin 40% milli ára.

Þetta kemur fram í nýbirtum tölum frá Þjóðskrá Íslands. Fjallað er um þær í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka.  Þar segir að Þessi þróun sé í takti við nýjustu tölur Seðlabanka Íslands um þróun raunverðs á  atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þannig hækkaði raunverð atvinnuhúsnæðis á því svæði um 13,4% á öðrum ársfjórðungi í ár frá sama tíma í fyrra. Er þetta í fyrsta sinn sem slík aukning á sér stað síðan á fyrsta ársfjórðungi árið 2008.

Greining tekur fram að þrátt fyrir vöxtinn er þessi markaðurinn ekki hálfdrættingur á við það sem hann var fyrir hrunið haustið 2008 en á árunum 2005 til 2007 var að meðaltali þinglýst 1.243 kaupsamningum og afsölum á fyrstu níu mánuðum hvers árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×