Seðlabankastjóri: Lífeyrissjóðirnir í lykilhlutverki eftir hrun Magnús Halldórsson skrifar 25. október 2011 15:08 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að nauðsynlegt sé fyrir íslenskt efnahagslíf að draga rétta lærdóma af því sem aflaga fór og að hans mati hafi lífeyrissjóðirnir íslensku brugðist rétt við með því að setja upp ferli til þess að læra af mistökum. Þetta kom fram í erindi sem Már flutti um stöðu íslenska lífeyrissjóðakerfisins í alþjóðlegu samhengi 14. október sl., á ráðstefnu í Hörpu til heiðurs Hrafni Magnússyni, fráfarandi framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða. Erindið hefur verið birt í heild sinni á vefsíðu Seðlabanka Íslands. Már segir að vegna gjaldeyrishafta hafi lífeyrissjóðirnir verið stórir leikendur á markaði eftir hrun. Þeir hafi meðal annars hjálpað til við að fjármagna halla ríkissjóðs á viðráðanlegum kjörum, þeir hafi í reynd skipt sköpum. Mörg ríki horfi nú til Íslands öfundaraugum vegna þess. Orðrétt sagði Már: „Hitt er ljóst að þar sem gjaldeyrishöftin hafa stöðvað erlendar fjárfestingar sjóðanna um hríð þá hafa þeir leikið lykilhlutverk í því að fjármagna halla ríkissjóðs á viðráðanlegum kjörum nú á fyrstu árunum eftir hrun. Ríkissjóðir ýmissa smárra Evrópuþjóða öfunda hinn íslenska um þessar mundir hvað þetta varðar. Eigi að síður er það auðvitað umhugsunarefni, og vonandi tímabundið ástand, að markaðshlutdeild lífeyrissjóðanna í markaðsverðbréfum var yfir 50% og nærri 70% í íbúðarbréfum.“ Már sagði að lærdómurinn af því sem aflaga fór þyrfti að vera víðtækur og á öllum sviðum samfélagsins. Eitt af því sem skoða þurfi séu bókhaldsreglur og mat á eignum. „Við verðum að draga rétta lærdóma varðandi hvata og áhættustjórnun, varðandi bókhaldsreglur og eignamat, varðandi regluverk og eftirlit, varðandi hagstjórn og varðandi samspil efnahagslífs og fjármálakerfis. Í því sambandi hef ég með ánægju fylgst með því að lífeyrissjóðirnir hafa fyrir sitt leyti sett upp ferli til að draga sína lærdóma. Eitt af því sem nefnt hefur verið í því sambandi er að sjóðirnir þurfi að vera gagnrýnni í framtíðinni. En það á líka við um okkur öll.“ Sjá erindi Más í heild sinni hér. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að nauðsynlegt sé fyrir íslenskt efnahagslíf að draga rétta lærdóma af því sem aflaga fór og að hans mati hafi lífeyrissjóðirnir íslensku brugðist rétt við með því að setja upp ferli til þess að læra af mistökum. Þetta kom fram í erindi sem Már flutti um stöðu íslenska lífeyrissjóðakerfisins í alþjóðlegu samhengi 14. október sl., á ráðstefnu í Hörpu til heiðurs Hrafni Magnússyni, fráfarandi framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða. Erindið hefur verið birt í heild sinni á vefsíðu Seðlabanka Íslands. Már segir að vegna gjaldeyrishafta hafi lífeyrissjóðirnir verið stórir leikendur á markaði eftir hrun. Þeir hafi meðal annars hjálpað til við að fjármagna halla ríkissjóðs á viðráðanlegum kjörum, þeir hafi í reynd skipt sköpum. Mörg ríki horfi nú til Íslands öfundaraugum vegna þess. Orðrétt sagði Már: „Hitt er ljóst að þar sem gjaldeyrishöftin hafa stöðvað erlendar fjárfestingar sjóðanna um hríð þá hafa þeir leikið lykilhlutverk í því að fjármagna halla ríkissjóðs á viðráðanlegum kjörum nú á fyrstu árunum eftir hrun. Ríkissjóðir ýmissa smárra Evrópuþjóða öfunda hinn íslenska um þessar mundir hvað þetta varðar. Eigi að síður er það auðvitað umhugsunarefni, og vonandi tímabundið ástand, að markaðshlutdeild lífeyrissjóðanna í markaðsverðbréfum var yfir 50% og nærri 70% í íbúðarbréfum.“ Már sagði að lærdómurinn af því sem aflaga fór þyrfti að vera víðtækur og á öllum sviðum samfélagsins. Eitt af því sem skoða þurfi séu bókhaldsreglur og mat á eignum. „Við verðum að draga rétta lærdóma varðandi hvata og áhættustjórnun, varðandi bókhaldsreglur og eignamat, varðandi regluverk og eftirlit, varðandi hagstjórn og varðandi samspil efnahagslífs og fjármálakerfis. Í því sambandi hef ég með ánægju fylgst með því að lífeyrissjóðirnir hafa fyrir sitt leyti sett upp ferli til að draga sína lærdóma. Eitt af því sem nefnt hefur verið í því sambandi er að sjóðirnir þurfi að vera gagnrýnni í framtíðinni. En það á líka við um okkur öll.“ Sjá erindi Más í heild sinni hér.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira