Seðlabankastjóri: Lífeyrissjóðirnir í lykilhlutverki eftir hrun Magnús Halldórsson skrifar 25. október 2011 15:08 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að nauðsynlegt sé fyrir íslenskt efnahagslíf að draga rétta lærdóma af því sem aflaga fór og að hans mati hafi lífeyrissjóðirnir íslensku brugðist rétt við með því að setja upp ferli til þess að læra af mistökum. Þetta kom fram í erindi sem Már flutti um stöðu íslenska lífeyrissjóðakerfisins í alþjóðlegu samhengi 14. október sl., á ráðstefnu í Hörpu til heiðurs Hrafni Magnússyni, fráfarandi framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða. Erindið hefur verið birt í heild sinni á vefsíðu Seðlabanka Íslands. Már segir að vegna gjaldeyrishafta hafi lífeyrissjóðirnir verið stórir leikendur á markaði eftir hrun. Þeir hafi meðal annars hjálpað til við að fjármagna halla ríkissjóðs á viðráðanlegum kjörum, þeir hafi í reynd skipt sköpum. Mörg ríki horfi nú til Íslands öfundaraugum vegna þess. Orðrétt sagði Már: „Hitt er ljóst að þar sem gjaldeyrishöftin hafa stöðvað erlendar fjárfestingar sjóðanna um hríð þá hafa þeir leikið lykilhlutverk í því að fjármagna halla ríkissjóðs á viðráðanlegum kjörum nú á fyrstu árunum eftir hrun. Ríkissjóðir ýmissa smárra Evrópuþjóða öfunda hinn íslenska um þessar mundir hvað þetta varðar. Eigi að síður er það auðvitað umhugsunarefni, og vonandi tímabundið ástand, að markaðshlutdeild lífeyrissjóðanna í markaðsverðbréfum var yfir 50% og nærri 70% í íbúðarbréfum.“ Már sagði að lærdómurinn af því sem aflaga fór þyrfti að vera víðtækur og á öllum sviðum samfélagsins. Eitt af því sem skoða þurfi séu bókhaldsreglur og mat á eignum. „Við verðum að draga rétta lærdóma varðandi hvata og áhættustjórnun, varðandi bókhaldsreglur og eignamat, varðandi regluverk og eftirlit, varðandi hagstjórn og varðandi samspil efnahagslífs og fjármálakerfis. Í því sambandi hef ég með ánægju fylgst með því að lífeyrissjóðirnir hafa fyrir sitt leyti sett upp ferli til að draga sína lærdóma. Eitt af því sem nefnt hefur verið í því sambandi er að sjóðirnir þurfi að vera gagnrýnni í framtíðinni. En það á líka við um okkur öll.“ Sjá erindi Más í heild sinni hér. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að nauðsynlegt sé fyrir íslenskt efnahagslíf að draga rétta lærdóma af því sem aflaga fór og að hans mati hafi lífeyrissjóðirnir íslensku brugðist rétt við með því að setja upp ferli til þess að læra af mistökum. Þetta kom fram í erindi sem Már flutti um stöðu íslenska lífeyrissjóðakerfisins í alþjóðlegu samhengi 14. október sl., á ráðstefnu í Hörpu til heiðurs Hrafni Magnússyni, fráfarandi framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða. Erindið hefur verið birt í heild sinni á vefsíðu Seðlabanka Íslands. Már segir að vegna gjaldeyrishafta hafi lífeyrissjóðirnir verið stórir leikendur á markaði eftir hrun. Þeir hafi meðal annars hjálpað til við að fjármagna halla ríkissjóðs á viðráðanlegum kjörum, þeir hafi í reynd skipt sköpum. Mörg ríki horfi nú til Íslands öfundaraugum vegna þess. Orðrétt sagði Már: „Hitt er ljóst að þar sem gjaldeyrishöftin hafa stöðvað erlendar fjárfestingar sjóðanna um hríð þá hafa þeir leikið lykilhlutverk í því að fjármagna halla ríkissjóðs á viðráðanlegum kjörum nú á fyrstu árunum eftir hrun. Ríkissjóðir ýmissa smárra Evrópuþjóða öfunda hinn íslenska um þessar mundir hvað þetta varðar. Eigi að síður er það auðvitað umhugsunarefni, og vonandi tímabundið ástand, að markaðshlutdeild lífeyrissjóðanna í markaðsverðbréfum var yfir 50% og nærri 70% í íbúðarbréfum.“ Már sagði að lærdómurinn af því sem aflaga fór þyrfti að vera víðtækur og á öllum sviðum samfélagsins. Eitt af því sem skoða þurfi séu bókhaldsreglur og mat á eignum. „Við verðum að draga rétta lærdóma varðandi hvata og áhættustjórnun, varðandi bókhaldsreglur og eignamat, varðandi regluverk og eftirlit, varðandi hagstjórn og varðandi samspil efnahagslífs og fjármálakerfis. Í því sambandi hef ég með ánægju fylgst með því að lífeyrissjóðirnir hafa fyrir sitt leyti sett upp ferli til að draga sína lærdóma. Eitt af því sem nefnt hefur verið í því sambandi er að sjóðirnir þurfi að vera gagnrýnni í framtíðinni. En það á líka við um okkur öll.“ Sjá erindi Más í heild sinni hér.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira