Binni hraunaði yfir fjölmiðla Magnús Halldórsson skrifar 25. október 2011 13:47 Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, oftast nefndur Binni, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, fór hörðum orðum um fjölmiðla í erindi sem hann hélt á sjávarútvegsráðstefnu á Grand Hótel um miðjan þennan mánuð. Hann sagðist halda að það væri lítil sem engin gæðastjórnun á ritstjórnum, líkt og aðrar atvinnugreinar hefðu þróað með sér í gegnum tíðina. Í erindinu, sem bar heitið Hvað er frétt?, gagnrýndi hann Morgunblaðið, einkum Agnesi Bragadóttur blaðamann, fyrir fréttir um útflutning á gámaþorski. „Mogganum hentaði þá að hnýta í útgerðarmenn," stóð á einni glæru sem Binni sýndi. Þessar fréttir ollu nokkru uppnámi er þær birtust, á sumarmánuðum árið 2007, en Styrmir Gunnarsson var þá ritstjóri Morgunblaðsins. Binni sagði í erindinu að fréttirnar hafi allar verið rangar og ekki byggðar á réttum upplýsingum. „Eitt mesta samsæri samtímans - ef satt hefði verið ... Ég fullyrði að „eigandinn" í Eyjum myndi fagna áframhaldandi úttekt," sagði m.a. í erindi Binna. Hann bætti síðan við enn stæði upp á Agnesi og Morgunblaðið að afhjúpa „svínarið". Enn fremur gagnrýndi hann Stöð 2 og Ríkisútvarpið fyrir rangar fréttir, m.a. af málefnum lífeyrissjóða. Nefndi hann sem dæmi að Stöð 2 hefði greint frá því að Gildi lífeyrissjóður hefði verið rekinn með 60 milljarða halla, en engin tilraun hefði verið gerð til þess að skýra stöðuna í ljósi þess að í reynd hefði verið talað um tryggingarfræðilega stöðu. „Hvað eru þrír nýir landspítalar á milli vina," sagði Binni m.a. og vitnaði til umfjöllunar um skuldastöðu sjávarútvegsins sem hann sagði ranga í meginatriðum og byggða á misskilningi. Þá gagnrýndi Binni Bergljótu Baldursdóttur, fréttamann RÚV, harkalega fyrir umfjöllun um sjávarútveg í Vestmannaeyjum. Hún hafi verið full af rangfærslum. Auk þess sagði Binni að hann hefði sagt Bergljótu frá því að tölurnar væru rangar áður en umfjöllunin birtist, en á hann hefði ekki verið hlustað. Binni sagði síðan að „góðar fréttir" um sjávarútveginn í Vestmannaeyjum birtust nær aldrei, og vitnaði m.a. til gjafa sjávarútvegsfyrirtækja til samfélagsins. Tók hann dæmi af því þegar útgerðarmenn gáfu spítalanum í Eyjum 25 milljónir til tækjakaupa. Hvorki RÚV né Stöð 2 hefðu séð ástæðu til þess að segja frá því. „Það var önnur Ella þegar Jóhannes í Bónus tók upp veskið," sagði Binni. Sagði hann enn fremur að fjölmiðlar hefðu ekki horft í eigin barm og skoðað vinnubrögð sín gagnrýnið eftir hrunið. Margt benti til þess að mikil þörf væri á því. Glærur úr erindi Binna má sjá hér. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, oftast nefndur Binni, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, fór hörðum orðum um fjölmiðla í erindi sem hann hélt á sjávarútvegsráðstefnu á Grand Hótel um miðjan þennan mánuð. Hann sagðist halda að það væri lítil sem engin gæðastjórnun á ritstjórnum, líkt og aðrar atvinnugreinar hefðu þróað með sér í gegnum tíðina. Í erindinu, sem bar heitið Hvað er frétt?, gagnrýndi hann Morgunblaðið, einkum Agnesi Bragadóttur blaðamann, fyrir fréttir um útflutning á gámaþorski. „Mogganum hentaði þá að hnýta í útgerðarmenn," stóð á einni glæru sem Binni sýndi. Þessar fréttir ollu nokkru uppnámi er þær birtust, á sumarmánuðum árið 2007, en Styrmir Gunnarsson var þá ritstjóri Morgunblaðsins. Binni sagði í erindinu að fréttirnar hafi allar verið rangar og ekki byggðar á réttum upplýsingum. „Eitt mesta samsæri samtímans - ef satt hefði verið ... Ég fullyrði að „eigandinn" í Eyjum myndi fagna áframhaldandi úttekt," sagði m.a. í erindi Binna. Hann bætti síðan við enn stæði upp á Agnesi og Morgunblaðið að afhjúpa „svínarið". Enn fremur gagnrýndi hann Stöð 2 og Ríkisútvarpið fyrir rangar fréttir, m.a. af málefnum lífeyrissjóða. Nefndi hann sem dæmi að Stöð 2 hefði greint frá því að Gildi lífeyrissjóður hefði verið rekinn með 60 milljarða halla, en engin tilraun hefði verið gerð til þess að skýra stöðuna í ljósi þess að í reynd hefði verið talað um tryggingarfræðilega stöðu. „Hvað eru þrír nýir landspítalar á milli vina," sagði Binni m.a. og vitnaði til umfjöllunar um skuldastöðu sjávarútvegsins sem hann sagði ranga í meginatriðum og byggða á misskilningi. Þá gagnrýndi Binni Bergljótu Baldursdóttur, fréttamann RÚV, harkalega fyrir umfjöllun um sjávarútveg í Vestmannaeyjum. Hún hafi verið full af rangfærslum. Auk þess sagði Binni að hann hefði sagt Bergljótu frá því að tölurnar væru rangar áður en umfjöllunin birtist, en á hann hefði ekki verið hlustað. Binni sagði síðan að „góðar fréttir" um sjávarútveginn í Vestmannaeyjum birtust nær aldrei, og vitnaði m.a. til gjafa sjávarútvegsfyrirtækja til samfélagsins. Tók hann dæmi af því þegar útgerðarmenn gáfu spítalanum í Eyjum 25 milljónir til tækjakaupa. Hvorki RÚV né Stöð 2 hefðu séð ástæðu til þess að segja frá því. „Það var önnur Ella þegar Jóhannes í Bónus tók upp veskið," sagði Binni. Sagði hann enn fremur að fjölmiðlar hefðu ekki horft í eigin barm og skoðað vinnubrögð sín gagnrýnið eftir hrunið. Margt benti til þess að mikil þörf væri á því. Glærur úr erindi Binna má sjá hér.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira