Viðskipti innlent

Forseti ASÍ vill tengja krónuna við evru

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gylfi Arnbjörnsson segist vilja tengja krónuna við evru.
Gylfi Arnbjörnsson segist vilja tengja krónuna við evru. mynd/ gva.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að krónan eigi sér ekki viðreisnar von og hugsanlega sé best að leita leiða til þess að tengja hana beint við evruna. Þetta sagði Gylfi á árlegum formannafundi ASÍ sem haldinn var í morgun.

Hann sagði að ræða ætti milliliðalaust við pólitíska forystumenn ríkja í Evrópu um beina aðstoð í gjaldmiðlamálum. „...hugsanlega með því að tengja krónuna beint við evruna með stuðningi frá bæði AGS og Norðurlöndunum. Þannig gæti almenningur og fyrirtæki fyrr notið þeirra vaxtalækkana og stöðugleika sem við þurfum á að halda. Við eigum ekki að láta skammtíma vanda evru, dollars og jens villa okkur sýn," sagði Gylfi.

Gylfi sagði að evran væri eins og klettur í hafinu borið saman við þá krónu sem Íslendingar búi við. Þá væri vandi dollarsins enn meiri en evrunnar þar sem viðskiptahalli og halli á fjárlögum sé töluvert meiri en í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×