Viðskipti innlent

Bitur reynsla af því að stjórnmálamenn krukki í bankarekstri

Efnahags- og viðskiptaráðherra segir það leitt að stjórn bankasýslunnar hafi sagt af sér. Það sé þó mikilvægt að halda bankasýslunni í armslengd frá hinu pólitíska valdi. Íslendingar hafi bitra reynslu af því að stjórnmálamenn krukki í rekstri opinberra bankastofnana.

Árni Páll Árnason, efnahags og viðskiptaráðherra, segir að halda verði þeirri stefnu stjórnvalda að sjálfstæð stofnun fari með eignarhlut ríkisins í bönkunum. Ekki megi endurvekja þá hörmungasögu stjórnmálamanna að hafa skipt sér af bankarekstri.

Árni Páll segir stöðu Páls Magnússonar nú vera í höndum nýrrar stjórnar. Hann viti ekki hvenær hún verði skipuð, það sé verkefni fjármálaráðherra. Fráfarandi stjórnarmenn sögðu af sér vegna utanaðkomandi afskipta af ráðningu Páls sem forstjóra stofnunarinnar.

Árni Páll segir að þó einstakir þingmenn tjái sig um bankasýsluna sé býsna langt gengið að telja það sem pólitísk afskipti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×