Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður leysti til sín 854 íbúðir í fyrra

Á síðasta ári leysti Íbúðalánasjóður til sín 854 íbúðir til fullnustu krafna og seldi 132 íbúðir. Þetta kemur fram í ársskýrslu sjóðsins.

Í eigu sjóðsins voru 1.069 fullnustueignir í lok árs 2010 og hafði þeim fjölgað um 722 á árinu.

Tæplega þriðjungur þessara eigna er í útleigu. Markaðsvirði fasteignanna nemur alls 15 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×