Viðskipti innlent

Staðfestir áhuga Malcolm Walkers á Iceland kaupum

Páll Benediktsson upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans hefur staðfest forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag um að Malcolm Walker stofnandi og forstjóri Iceland lágvöruverðskeðjunnar hefði sýnt áhuga á að kaupa félagið.

Páll segir að málefni félagsins væru enn til meðferðar í bankanum og því væri ekki tímabært að taka afstöðu til áhuga manna á því. Þetta væri sterkt og gott félag og eðlilegt að margir gæfu því auga.

Vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins um málefni Iceland matvörukeðjunnar í Bretlandi og áhrif áætlaðs verðmætis hennar á endurheimtur Landsbanka Íslands hf. vill skilanefnd bankans koma þeirri leiðréttingu á framfæri að fyrirtækið flokkast ekki sem dótturfélag bankans í upplýsingum um fjárhagsstöðu hans. Því eru ályktanir blaðsins um hækkandi endurheimtur vegna þess að félagið sé bókfært mjög lágt á misskilningi byggðar.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×