Fleiri fréttir

Brottförum Íslendinga fjölgaði um 28% í september

Veruleg fjölgun varð á ferðum Íslendinga til útlanda í september en í ár fóru 27.808 Íslendingar frá landinu en í sama mánuði árinu áður fóru tæplega 22 þúsund úr landi. Fjölgunin nemur 28,2% milli ára. Frá áramótum hafa 24.500 fleiri Íslendingar farið utan í ár en á sama tímabili í fyrra.

CCP kynnir Eve Gate á IBM ráðstefnu Nýherja

CCP hefur tekið í notkun vefgáttina Eve Gate sem tengir notendur sýndarveruleikaheimsins Eve Online enn frekar. Greint verður frá Eve Gate, þróun Eve Online og samspili hugbúnaðar og vélbúnaðar á IBM Comes to You ráðstefnu Nýherja, sem fram fer á Hótel Örk á morgun, þann 7. október.

Fáir einstaklingar nýta úrræði um sértæka skuldaaðlögun

Athygli vekur hve fáir einstaklingar hafa nýtt sér úrræði um sértæka skuldaaðlögun hjá bönkunum. Heildarfjöldinn er 437 einstaklingar og hafa 128 þeirra fengið úrlausn sinna mála en öðrum hefur verið hafnað eða mál þeirra eru enn í vinnslu.

Þriðjungur skilar ársreikning­um

Af 32.488 skilaskyldum fyrirtækjum höfðu 10.929 skilað ársreikningum í lok september. Þetta jafngildir 34 prósentum allra fyrirtækja og þykir framför frá fyrri árum. Frestur til að skila reikningunum rann út í lok ágúst.

Auglýsingar til almannaheilla

Auglýsingar njóta ekki sannmælis í umræðunni á Íslandi, að því er kemur fram í nýútkomnu tölublaði Fítonblaðsins, sem er gefið út árlega af auglýsinga- og markaðsstofunni Fíton.

Sparisjóðabankinn á bak við stórviðskipti

Skilanefnd Icebank hefur tryggt sölu á lettnesku kaffiverksmiðjunni Melna Kafija. Kaupandi er sænska fyrirtækið Löfbergs Lila. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverð. Fjölmiðlar í Lettlandi telja verðið liggja í fimm milljónum evra, jafnvirði um átta hundruð milljónum króna. Fjölmiðlar þar segja söluna þá umfangsmestu þar í landi á árinu og vísbendingu um betri tíð.

Frumtak styður við sprotafyrirtækin

Samlagssjóðurinn Frumtak er í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, viðskiptabankanna þriggja og nokkurra lífeyrissjóða. Hann hefur yfir að ráða um fjórum milljörðum króna til kaupa á hlutafé í sprota- og

Breytt neysla

„Fram að núverandi kreppu gat fólk mætt launalækkun með aukinni vinnu. Nú er það ekki hægt. Það veldur því að fólk er inni­króað í samdrættinum,“ segir Örn D. Jónsson, prófessor í frumkvöðla- og nýsköpunarfræðum við Háskóla Íslands.

Jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórninni

Átta nýir framkvæmdastjórar voru ráðnir til Landsbankans í fyrradag, en þeir munu hver stýra sínu sviði í nýju skipuriti bankans. Alls sóttu um 300 manns um stöðurnar. Ráðin voru þau: Árni Þór Þorbjörnsson, Frans Páll Sigurðsson, Helgi Teitur Helgason, Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir, Hrefna Ösp

Þúsundir spila víkingaleik

„Leikurinn hefur gengið frábærlega vel. En það er auðvitað verk að vinna,“ segir Jón Heiðar Þorsteinsson, markaðsstjóri tölvuleikjafyrirtækisins Gogogic, sem á og rekur netleikinn Vikings of Thule. Rúmlega 133 þúsund manns spila orðið leikinn í hverjum mánuði.

Krítarfyrirtæki ákærð

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað dómsmál á hendur þremur stærstu kreditkortafyrirtækjum landsins, American Express, Mastercard og Visa, fyrir brot á samkeppnislögum.

Framtakssjóðurinn eygir von um að ná aftur hluta af tapi lífeyrissjóðanna

„Það gefur auga leið að í hruninu fóru fjölmörg góð fyrirtæki illa. Þau eru í tímabundnum erfið­leikum, lentu inni í bönkunum og bjóðast nú til kaups. Við ætlum að nýta þetta tækifæri,“ segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Sextán lífeyrissjóðir stofnuðu sjóðinn í desember í fyrra.

Kynna nýjungar á sviði flutninga

Sýningin Flutningar 2010 stendur á morgun og hinn, 7. og 8. október, á Grand Hóteli Reykjavík. Sýningin er sögð fyrsta alhliða flutningasýningin á Íslandi þar sem fyrirtæki á flutningasviði kynna „allt það nýjasta á sviði sjó-, land- og loftflutninga og auk þess meðal annars vörustjórnun og lagerhald,“ að því er fram kemur í tilkynningu.

Michael Porter kynnir rannsóknina

Skrifað hefur verið undir samkomulag milli ráðgjafarfyrirtækisins Gekon og Arion banka um að bankinn verði aðalbakhjarl rannsóknar á klasamyndun í íslenskum jarðvarmageira. Rannsóknin sem er unnin undir forystu dr. Michael Porter, prófessors við Harvard-viðskiptaháskólann, verður kynnt á ráðstefnu í Háskólabíói 1. nóvember næstkomandi.

Landsvirkjun skuldlaus á tíu árum

Hætti Landsvirkjun öllum fjárfestingum getur fyrirtækið greitt upp allar sínar erlendu skuldir á tíu árum. Grípi Orkuveita Reykjavíkur (OR) til sömu ráða tekur það fyrirtækið fimmtán ár að komast á núllið. Þetta er mat Árna Tómas­sonar, endurskoðanda og formanns skilanefndar Glitnis.

Fara ótroðnar slóðir

Ein af athyglisverðustu nýjungunum í íslenskum ferðamannaiðnaði er bílaleigan CheapJeep, sem hefur vaxið ævintýralega á því rúma ári sem hún hefur starfað. Sérstaða hennar liggur í bílakostinum, þar sem aðstandendur fyrirtækisins fóru frekar ótroðnar slóðir.

Óheimilt að greiða þóknanir

Óheimilt er að ráðstafa iðgjöldum þeirra viðskiptavina sem eru með viðbótarlífeyrissparnað með öðrum hætti en í beinan sparnað, samkvæmt fjármálaráðuneytinu. Þeim aðilum sem haga samningum sínum svo, eins og Arion banka og KB ráðgjöf, hefur verið gerð grein fyrir því, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu.

Blómarækt í hættu með inngöngu í ESB

Garðyrkjubændur gjalda varhug við aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) og telja nýja skýrslu, sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann að beiðni Sambands garðyrkjubænda, sýna fram á möguleg neikvæð áhrif ESB-aðildar á greinina.

Áhrif kreppunnar á starfsemi Íbúðalánasjóðs

Málefni Íbúðalánasjóðs hefur nokkuð borið á góma í fjölmiðlum undanfarið. Sjóðurinn yfirtók verkefni Húsnæðisstofnunar með lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál og tók til starfa í upphafi ársins 1999. Afkoma sjóðsins var jákvæð frá stofnun hans allt til miðs árs 2008 að einu ári undan­skildu. Eiginfjárhlutfall hans jókst jafnt og þétt á þessum árum og var komið upp í 8 prósent um mitt ár 2008.

Lífeyrissjóðirnir töpuðu þremur til fjórum árum í efnahagshruninu.

Haldi lífeyrissjóðirnir áfram að vaxa með sama hraða og þeir hafa gert eftir hrun íslensku bankanna er líklegt að þeir nái sama raunstyrk og fyrr eftir 12 til 24 mánuði, að því er fram kemur í 31. tölublaði í efnahagsritsins Vísbendingar. „Þetta þýðir að í hruninu hafa þurrkast út þrjú til fjögur ár,“ segir þar jafnframt.

Auður Capital ávaxtar pund lífeyrissjóða

Nokkrir af helstu lífeyrissjóðum landsins settu, ásamt öðrum, fjármagn í stýringu í fagfjárfestingarsjóðnum Auði 1 hjá Auði Capital á vordögum 2008. Sjóðurinn hefur yfir að ráða 3,2 milljörðum króna og hefur hann til þessa varið tæplega helmingi fjárhæðarinnar ýmist til kaupa á fyrirtækjum í heild sinni eða stórum hlut í þeim. Í fjárfestingar­stefnu sjóðsins kemur fram að miðað sé við að fyrirtækin hafi þriggja til fimm ára rekstrarsögu, mikla vaxtarmöguleika og séu ýmist í eigu eða undir stjórn kvenna.

Almenningi hleypt inn á skuldabréfamarkað

Kauphöllin á Íslandi (Nasdaq OMX) vinnur að mótun markaðar þar sem almennir fjárfestar geta átt viðskipti með skuldabréf fyrirtækja. Fram til þessa hafa fyrirtæki eingöngu selt fagfjárfestum skuldabréf sín.

Átta fyrirtæki fengu 55 milljarða afskrifaða

Í skýrslu eftirlitsnefndar með sérstækri skuldaaðlögun kemur fram að bankarnir höfðu 30. júní síðastliðinn fellt niður skuldir hjá átta fyrirtækjum upp á samtals 54,7 milljarða króna. Ekki kemur fram í skýrslunni hvaða fyrirtæki þetta eru.

Bankastjóri Landsbankans segir flöskuhálsinn hjá hinu opinbera

Bankastjóri Landsbankans segir gagnrýni forsætisráðherra um úrræði bankanna ómaklega og hafnar því alfarið að bankarnir hafi brugðist skuldurum. Sértæk skuldaaðlögun sé úrræði sem sé flókið og langt, það útskýri hversu fáir hafi fengið úrlausn.

Arion banki segir umtalsverðan árangur hafa náðst

Arion banki segir umtalsverðan árangur hafi náðst innan bankans í úrlausnarmálum einstaklinga og fyrirtækja. Þetta segir tilkynningu sem bankinn sendi frá sér vegna orða forsætisráðherra í stefnuræðu sinni í gær. Bankinn segir að vissulega væri óskandi að árangur væri enn meiri en hér séu á ferðinni flókin og tímafrek úrlausnarefni þar sem vanda þurfi til verka.

Raungengi krónunnar heldur áfram að hækka

Raungengi íslensku krónunnar hækkaði um 0,9% í september síðastliðnum á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Raungengið hefur hækkað samfellt milli mánaða, að júlí undanskildum, síðan í nóvember á síðasta ári og endurspeglar það hækkun nafngengis krónunnar á þeim tíma.

Tilboð opnuð í vél- og rafbúnað Búðarhálsvirkjunar

Tilboð verða opnuð kl. 15:00 í dag í vél- og rafbúnað Búðarhálsvirkjunar, í húsakynnum Landsvirkjunar Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík. Um er að ræða lokað útboð sem var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu eins og skylt er að gera um verk af þessu tagi.

Ráðuneyti: Flöt niðurfærsla skulda ekki skynsamleg leið

Flöt niðurfærsla skulda er ekki skynsamleg að mati efnahags- og viðskiptaráðuneytisins sem hefur lagt fram á Alþingi þjóðhagsáætlun sína fyrir árið 2011. Þar er meðal annars rætt um skuldavanda heimila og fyrirtækja.

Lán Umtaks eru fallin í gjalddaga

N1 hf upplýsir að lán Umtaks fasteignafélags ehf eru fallin í gjalddaga. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Umtak er í eigu N1.

Frekari skattahækkanir framundan á næstu árum

Greining Arion banka telur að samkvæmt langtímaáætlun stjórnvalda um fjármál ríkisins sé verið að boða frekari skattahækkanir á árunum 2012 og 2013. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningarinnar þar sem fjallað er um fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár.

Kynna þarf úrræðin betur

AGS segir að slá þurfi á væntingar um frekari opinberar aðgerðir eða skuldaleiðréttingu vegna fólks í vanda. Stjórnvöld hafa verið of hógvær í að kynna fyrirliggjandi úrræði, segir yfirmaður sendinefndar AGS. Hann segir að efla þurfi fjárfestingu, en árét

Sala á tónlist dregst saman um helming

Sala á erlendri tónlist hefur dregist saman um meira en helming á síðustu árum. Rúmlega 820 þúsund eintök af hljómplötum seldust hér á landi árið 2005 og dróst salan saman um helming á næstu árum en um 420 þúsund eintök seldust á síðasta ári. Ástæðan er ólöglegt niðurhal.

Stjórnvöld lofa Strauss-Kahn að fara ekki í flatar afskriftir

Stjórnvöld útiloka flatar afskriftir á skuldum heimila landsins. Þá verður ekki boðið upp á frekari úrræði til handa skuldugum heimilum. Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu forsætisráðherra, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra til Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Jöfn kynjahlutföll í Landsbankanum

Landsbankinn hefur lokið ráðningu í stöður framkvæmdastjóra í bankanum , en allar stöður þeirra voru auglýstar lausar til umsóknar nýverið. Nálega 300 umsóknir bárust um stöðurnar átta.

AGS: Gengisdómar kosta ríkissjóð rúma 20 milljarða

Ríkið þarf væntanlega að leggja bönkunum til yfir 20 milljarða króna vegna dóms Hæstaréttar um gengistryggð lán. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í skýrslunni segir að bankarnir hafi ekki búist við að gengistryggð lán yrðu dæmd ólögmæt í Hæstarétti.

Íbúðalánasjóður þarf tugi milljarða

Ríkið þarf að leggja Íbúðalánasjóði til á bilinu 30 til 45 milljarða í lok ársins. Þetta kemur fram í skýrslu sendinefndar AGS. Þar segir að bráðabirgðamat sérfræðinga sýni að Íbúðalánasjóður þurfi framlag upp á 2 til 3% af landsframleiðslu til að eigið fé sjóðsins haldist yfir lágmarkskröfum.

Icesave samkomulag í sjónmáli

Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að viðræður við Breta og Hollendinga um lausn Icesave deilunnar hafi verið árangusríkar á síðustu vikum og stefni allt í að samkomulag náist í málinu. Viðræðurnar snúist um á hvaða kjörum endurgreiðsla til breska og hollenska ríkisins vegna lágmarkstryggingar á Icesave innistæðum fari fram.

AGS: Hagvöxtur 3% á næsta ári

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 3% hagvexti á Íslandi á næsta ári og telur að verðbólga haldi áfram að hjaðna. Spáir sjóðurinn því að tólf mánaða verðbólga verði komin niður fyrir 5% í lok næsta árs. Þetta kemur fram í skýrslu sendinefndar sjóðsins í kjölfar þriðju endurskoðunar á efnahagsáætlun Íslands.

Greining Íslandsbanka segir fjárlagafrumvarpið ekki koma á óvart

Greining Íslandsbanka segir að fjárlagafrumvarp ársins fyrir næsta ár sé í stórum dráttum í takti við það sem búast mátti við. Til þess að tryggja að ríkisfjármálin verði aftur sjálfbær verði farin blönduð leið aukinnar tekjuöflunar og samdráttar í útgjöldum en að þessu sinni verði þó þungi aðgerðanna að mestu á útgjaldahliðinni.

Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi verst gjaldþroti

Gjaldþrot blasir við Bjarka Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Kaupþingi, nái úrskurður Ríkisskattstjóra um skattlagningu á söluréttasamningum af hlutabréfum í Kaupþingi fram að ganga. Samningana gerði Bjarki þegar að hann starfaði hjá bankanum. Hann hefur stefnt Ríkisskattstjóra vegna málsins og fer aðalmeðferð fram í málinu í dag.

ESA fellir niður mál gegn Reykjavíkurhöfn

ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveðið að fella niður kærmál gegn Reykjavíkurhöfn en kæran snérist um hvort höfnin hafi notið ólögmætrar opinberrar aðstoðar.

Sjá næstu 50 fréttir