Aldrei reiknað með að 200 milljarðar fengjust 11. október 2010 03:15 Talið er að tap hans verði á bilinu tvö til þrjú hundruð milljarðar króna. Breytir synjun slitastjórnar Sparisjóðabankans á kröfu Seðlabankans einhverju um endanlegt tap Seðlabankans? Þó að ríkissjóður og Seðlabankinn hafi gert yfir 200 milljarða kröfu í bú Sparisjóðabankans (áður Icebank) var aldrei reiknað með að sú fjárhæð fengist greidd. Ástæðan er einföld; eignir búsins eru aðeins nokkrir tugir milljarða. Það er hins vegar venja í málum sem þessu að menn krefjist þess sem þeir telja sig eiga. Slitastjórn Sparisjóðabankans hafnaði kröfunum. Ekki er þó þar með sagt að niðurstaðan verði sú að Seðlabankinn fái ekki neitt. „Það kemur til álita að hann [Seðlabankinn] yfirtaki kröfu okkar á þá [gömlu viðskiptabankana],“ sagði Andri Árnason, formaður slitastjórnarinnar, í samtali við Fréttablaðið í september. Sigli samningaviðræður þar um í strand verður það dómstóla að skera úr um. Krafa Seðlabankans á Sparisjóðabankann er vegna lána sem Sparisjóðabankinn fékk hjá Seðlabankanum og lánaði áfram til viðskiptabankanna þriggja. Að veði voru skuldabréf, gefin út af bönkunum. Við fall þeirra hrundi verðmæti bréfanna. Ósennilegt er að hver einasta króna sem Seðlabankinn lánaði með þessum hætti sé honum eða ríkissjóði endanlega glötuð. Þó að ekki takist samningar við slitastjórnina um yfirtöku krafna í bú viðskiptabankanna og þó að dómstólar dæmi slitastjórninni í vil á Seðlabankinn enn veðin. Þó að virði þeirra hafi hrunið eru þau ekki með öllu verðlaus. Endanlegt tap Seðlabankans af lánveitingum til viðskiptabankanna í gegnum smærri banka er enn óljóst. Talið er að það muni liggja á bilinu tvö til þrjú hundruð milljarðar. Heimtur úr búum bankanna ráða mestu um hver niðurstaðan verður en ár og dagar eru í að það liggi fyrir. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Breytir synjun slitastjórnar Sparisjóðabankans á kröfu Seðlabankans einhverju um endanlegt tap Seðlabankans? Þó að ríkissjóður og Seðlabankinn hafi gert yfir 200 milljarða kröfu í bú Sparisjóðabankans (áður Icebank) var aldrei reiknað með að sú fjárhæð fengist greidd. Ástæðan er einföld; eignir búsins eru aðeins nokkrir tugir milljarða. Það er hins vegar venja í málum sem þessu að menn krefjist þess sem þeir telja sig eiga. Slitastjórn Sparisjóðabankans hafnaði kröfunum. Ekki er þó þar með sagt að niðurstaðan verði sú að Seðlabankinn fái ekki neitt. „Það kemur til álita að hann [Seðlabankinn] yfirtaki kröfu okkar á þá [gömlu viðskiptabankana],“ sagði Andri Árnason, formaður slitastjórnarinnar, í samtali við Fréttablaðið í september. Sigli samningaviðræður þar um í strand verður það dómstóla að skera úr um. Krafa Seðlabankans á Sparisjóðabankann er vegna lána sem Sparisjóðabankinn fékk hjá Seðlabankanum og lánaði áfram til viðskiptabankanna þriggja. Að veði voru skuldabréf, gefin út af bönkunum. Við fall þeirra hrundi verðmæti bréfanna. Ósennilegt er að hver einasta króna sem Seðlabankinn lánaði með þessum hætti sé honum eða ríkissjóði endanlega glötuð. Þó að ekki takist samningar við slitastjórnina um yfirtöku krafna í bú viðskiptabankanna og þó að dómstólar dæmi slitastjórninni í vil á Seðlabankinn enn veðin. Þó að virði þeirra hafi hrunið eru þau ekki með öllu verðlaus. Endanlegt tap Seðlabankans af lánveitingum til viðskiptabankanna í gegnum smærri banka er enn óljóst. Talið er að það muni liggja á bilinu tvö til þrjú hundruð milljarðar. Heimtur úr búum bankanna ráða mestu um hver niðurstaðan verður en ár og dagar eru í að það liggi fyrir. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira