Íslandsbanki kvartaði til FME vegna hótana slitastjórnar Glitnis Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. október 2010 18:40 Slitastjórn Glitnis hótaði starfsmönnum Íslandsbanka uppsögn ef þeir yrðu ekki samvinnuþýðir við skýrslutöku í yfirheyrsluherbergi slitastjórnarinnar. Málið var rætt innan stjórnar Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitinu tilkynnt um þetta þar sem um ólöglegt athæfi er að ræða. Í þessu herbergi slitastjórnar Glitnis í Sóltúni hafa fulltrúar slitastjórnar og erlendir ráðgjafar og lögmenn þeirra tekið skýrslur af fyrrverandi starfsmönnum Íslandsbanka í tengslum við málshöfðun sem þrotabú Glitnis réðst í gegn gegn fyrrverandi hluthöfum bankans, stjórnendum og viðskiptafélögum þeirra fyrir dómstólum í New York. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar, sagði í samtali við fréttastofu í febrúar síðastliðnum að mörgum sem sætt höfðu skýrslutöku í yfirheyrsluherberginu hefði verið brugðið. „Menn hafa átt erfiðar stundir hérna," sagði Steinunn þá í viðtali sem var tekið inni í yfirheyrsluherberginu. Vakti mikinn ugg meðal starfsfólks Íslandsbanka Nú er svo komið Íslandsbanki hefur tilkynnt Fjármálaeftirlitinu óeðlieg og ólögeg afskipti slitastjórnarinnar af starfsfólki bankans. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðu starfsmenn slitastjórnarinnar og erlendir ráðgjafar þeirra mjög hart að starfsfólki Íslandsbanka að það ynni með slitastjórninni vegna málshöfðunar þrotabúsins í New York og í einhverjum tilvikum var starfsfólki gerð grein fyrir því að ef það yrði ekki samvinnuþýtt gæti það haft áhrif á störf þeirra hjá Íslandsbanka, en var orðið hótun notað í þessu samhengi. Vakti þetta mikinn ugg meðal starfsfólksins og samkvæmt heimildum fréttastofu innan stjórnar Íslandsbanka var málið sérstaklega rætt þar og var stjórnendum bankans gerð grein fyrir því að koma þeim tilmælum til starfsfólks að skýrslutaka hjá Glitni hefði ekki áhrif á störf þeirra fyrir bankann. Málið er litið alvarlegum augum því samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki var eignarhaldinu á Íslandsbanka sérstaklega stillt upp eins og sést á þessari skýringarmynd til þess að erlendir kröfuhafar Glitnis gætu ekki skipt sér af rekstri hans eða haft áhrif á starfsfólk, en FME þarf að staðfesta stjórnarmenn í Íslandsbanka og hinn formlegi eigandi er ISB Holding, sem er dótturfélag þrotabúsins. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, sagði í samtali við fréttastofu í dag að í þeim tilvikum sem fólk hefði neitað að gefa skýrslu þá hefði slitastjórnin gert athugasemdir við það. Hún sagðist ekki skilja hvers vegna sumir starfsmenn hefðu ekki viljað veita upplýsingar, en sagðist ekki kannast við neinar hótanir. „Við höfum lýst þeirri skoðun okkar bæði gagnvart FME og Íslandsbanka og okkur finnist eðlilegt að viðkomandi aðilar, hvort sem þeir eru enn í vinnu hjá Íslandsbanka eða ekki, að þeir gefi okkur upplýsingar. Við erum ekki í nokkurri stöðu til að segja Íslandsbanka fyrir verkum, en við getum hins vegar haft skoðun á málinu. Í allflestum tilvikum höfum við fengið mjög góð viðbrögð frá starfsfólki Íslandsbanka hvað varðar upplýsingagjöf," segir Steinunn. Hún sagði að í tveimur tilvikum hefði stjórn Íslandsbanka verið tilkynnt að starfsfólk hefði ekki verið samvinnuþýtt. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sagðist aðspurður ekki geta svarað því hvort FME hefði brugðist við kvörtuninni með einhverjum hætti. Hann sagði að FME hefði árettað, og legði á það áherslu, að erlendir kröfuhafar Glitnis væru ekki að hafa áhrif á rekstur og starfsfólk Íslandsbanka í samræmi við þær reglur sem giltu. Samsetning eignarhalds og reglur um staðfestingu stjórnarmanna væru til þess fallnar að tryggja að erlendir kröfuhafar beittu ekki áhrifum sínum. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Slitastjórn Glitnis hótaði starfsmönnum Íslandsbanka uppsögn ef þeir yrðu ekki samvinnuþýðir við skýrslutöku í yfirheyrsluherbergi slitastjórnarinnar. Málið var rætt innan stjórnar Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitinu tilkynnt um þetta þar sem um ólöglegt athæfi er að ræða. Í þessu herbergi slitastjórnar Glitnis í Sóltúni hafa fulltrúar slitastjórnar og erlendir ráðgjafar og lögmenn þeirra tekið skýrslur af fyrrverandi starfsmönnum Íslandsbanka í tengslum við málshöfðun sem þrotabú Glitnis réðst í gegn gegn fyrrverandi hluthöfum bankans, stjórnendum og viðskiptafélögum þeirra fyrir dómstólum í New York. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar, sagði í samtali við fréttastofu í febrúar síðastliðnum að mörgum sem sætt höfðu skýrslutöku í yfirheyrsluherberginu hefði verið brugðið. „Menn hafa átt erfiðar stundir hérna," sagði Steinunn þá í viðtali sem var tekið inni í yfirheyrsluherberginu. Vakti mikinn ugg meðal starfsfólks Íslandsbanka Nú er svo komið Íslandsbanki hefur tilkynnt Fjármálaeftirlitinu óeðlieg og ólögeg afskipti slitastjórnarinnar af starfsfólki bankans. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðu starfsmenn slitastjórnarinnar og erlendir ráðgjafar þeirra mjög hart að starfsfólki Íslandsbanka að það ynni með slitastjórninni vegna málshöfðunar þrotabúsins í New York og í einhverjum tilvikum var starfsfólki gerð grein fyrir því að ef það yrði ekki samvinnuþýtt gæti það haft áhrif á störf þeirra hjá Íslandsbanka, en var orðið hótun notað í þessu samhengi. Vakti þetta mikinn ugg meðal starfsfólksins og samkvæmt heimildum fréttastofu innan stjórnar Íslandsbanka var málið sérstaklega rætt þar og var stjórnendum bankans gerð grein fyrir því að koma þeim tilmælum til starfsfólks að skýrslutaka hjá Glitni hefði ekki áhrif á störf þeirra fyrir bankann. Málið er litið alvarlegum augum því samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki var eignarhaldinu á Íslandsbanka sérstaklega stillt upp eins og sést á þessari skýringarmynd til þess að erlendir kröfuhafar Glitnis gætu ekki skipt sér af rekstri hans eða haft áhrif á starfsfólk, en FME þarf að staðfesta stjórnarmenn í Íslandsbanka og hinn formlegi eigandi er ISB Holding, sem er dótturfélag þrotabúsins. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, sagði í samtali við fréttastofu í dag að í þeim tilvikum sem fólk hefði neitað að gefa skýrslu þá hefði slitastjórnin gert athugasemdir við það. Hún sagðist ekki skilja hvers vegna sumir starfsmenn hefðu ekki viljað veita upplýsingar, en sagðist ekki kannast við neinar hótanir. „Við höfum lýst þeirri skoðun okkar bæði gagnvart FME og Íslandsbanka og okkur finnist eðlilegt að viðkomandi aðilar, hvort sem þeir eru enn í vinnu hjá Íslandsbanka eða ekki, að þeir gefi okkur upplýsingar. Við erum ekki í nokkurri stöðu til að segja Íslandsbanka fyrir verkum, en við getum hins vegar haft skoðun á málinu. Í allflestum tilvikum höfum við fengið mjög góð viðbrögð frá starfsfólki Íslandsbanka hvað varðar upplýsingagjöf," segir Steinunn. Hún sagði að í tveimur tilvikum hefði stjórn Íslandsbanka verið tilkynnt að starfsfólk hefði ekki verið samvinnuþýtt. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sagðist aðspurður ekki geta svarað því hvort FME hefði brugðist við kvörtuninni með einhverjum hætti. Hann sagði að FME hefði árettað, og legði á það áherslu, að erlendir kröfuhafar Glitnis væru ekki að hafa áhrif á rekstur og starfsfólk Íslandsbanka í samræmi við þær reglur sem giltu. Samsetning eignarhalds og reglur um staðfestingu stjórnarmanna væru til þess fallnar að tryggja að erlendir kröfuhafar beittu ekki áhrifum sínum.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira