Íslandsbanki kvartaði til FME vegna hótana slitastjórnar Glitnis Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. október 2010 18:40 Slitastjórn Glitnis hótaði starfsmönnum Íslandsbanka uppsögn ef þeir yrðu ekki samvinnuþýðir við skýrslutöku í yfirheyrsluherbergi slitastjórnarinnar. Málið var rætt innan stjórnar Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitinu tilkynnt um þetta þar sem um ólöglegt athæfi er að ræða. Í þessu herbergi slitastjórnar Glitnis í Sóltúni hafa fulltrúar slitastjórnar og erlendir ráðgjafar og lögmenn þeirra tekið skýrslur af fyrrverandi starfsmönnum Íslandsbanka í tengslum við málshöfðun sem þrotabú Glitnis réðst í gegn gegn fyrrverandi hluthöfum bankans, stjórnendum og viðskiptafélögum þeirra fyrir dómstólum í New York. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar, sagði í samtali við fréttastofu í febrúar síðastliðnum að mörgum sem sætt höfðu skýrslutöku í yfirheyrsluherberginu hefði verið brugðið. „Menn hafa átt erfiðar stundir hérna," sagði Steinunn þá í viðtali sem var tekið inni í yfirheyrsluherberginu. Vakti mikinn ugg meðal starfsfólks Íslandsbanka Nú er svo komið Íslandsbanki hefur tilkynnt Fjármálaeftirlitinu óeðlieg og ólögeg afskipti slitastjórnarinnar af starfsfólki bankans. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðu starfsmenn slitastjórnarinnar og erlendir ráðgjafar þeirra mjög hart að starfsfólki Íslandsbanka að það ynni með slitastjórninni vegna málshöfðunar þrotabúsins í New York og í einhverjum tilvikum var starfsfólki gerð grein fyrir því að ef það yrði ekki samvinnuþýtt gæti það haft áhrif á störf þeirra hjá Íslandsbanka, en var orðið hótun notað í þessu samhengi. Vakti þetta mikinn ugg meðal starfsfólksins og samkvæmt heimildum fréttastofu innan stjórnar Íslandsbanka var málið sérstaklega rætt þar og var stjórnendum bankans gerð grein fyrir því að koma þeim tilmælum til starfsfólks að skýrslutaka hjá Glitni hefði ekki áhrif á störf þeirra fyrir bankann. Málið er litið alvarlegum augum því samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki var eignarhaldinu á Íslandsbanka sérstaklega stillt upp eins og sést á þessari skýringarmynd til þess að erlendir kröfuhafar Glitnis gætu ekki skipt sér af rekstri hans eða haft áhrif á starfsfólk, en FME þarf að staðfesta stjórnarmenn í Íslandsbanka og hinn formlegi eigandi er ISB Holding, sem er dótturfélag þrotabúsins. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, sagði í samtali við fréttastofu í dag að í þeim tilvikum sem fólk hefði neitað að gefa skýrslu þá hefði slitastjórnin gert athugasemdir við það. Hún sagðist ekki skilja hvers vegna sumir starfsmenn hefðu ekki viljað veita upplýsingar, en sagðist ekki kannast við neinar hótanir. „Við höfum lýst þeirri skoðun okkar bæði gagnvart FME og Íslandsbanka og okkur finnist eðlilegt að viðkomandi aðilar, hvort sem þeir eru enn í vinnu hjá Íslandsbanka eða ekki, að þeir gefi okkur upplýsingar. Við erum ekki í nokkurri stöðu til að segja Íslandsbanka fyrir verkum, en við getum hins vegar haft skoðun á málinu. Í allflestum tilvikum höfum við fengið mjög góð viðbrögð frá starfsfólki Íslandsbanka hvað varðar upplýsingagjöf," segir Steinunn. Hún sagði að í tveimur tilvikum hefði stjórn Íslandsbanka verið tilkynnt að starfsfólk hefði ekki verið samvinnuþýtt. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sagðist aðspurður ekki geta svarað því hvort FME hefði brugðist við kvörtuninni með einhverjum hætti. Hann sagði að FME hefði árettað, og legði á það áherslu, að erlendir kröfuhafar Glitnis væru ekki að hafa áhrif á rekstur og starfsfólk Íslandsbanka í samræmi við þær reglur sem giltu. Samsetning eignarhalds og reglur um staðfestingu stjórnarmanna væru til þess fallnar að tryggja að erlendir kröfuhafar beittu ekki áhrifum sínum. Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Slitastjórn Glitnis hótaði starfsmönnum Íslandsbanka uppsögn ef þeir yrðu ekki samvinnuþýðir við skýrslutöku í yfirheyrsluherbergi slitastjórnarinnar. Málið var rætt innan stjórnar Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitinu tilkynnt um þetta þar sem um ólöglegt athæfi er að ræða. Í þessu herbergi slitastjórnar Glitnis í Sóltúni hafa fulltrúar slitastjórnar og erlendir ráðgjafar og lögmenn þeirra tekið skýrslur af fyrrverandi starfsmönnum Íslandsbanka í tengslum við málshöfðun sem þrotabú Glitnis réðst í gegn gegn fyrrverandi hluthöfum bankans, stjórnendum og viðskiptafélögum þeirra fyrir dómstólum í New York. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar, sagði í samtali við fréttastofu í febrúar síðastliðnum að mörgum sem sætt höfðu skýrslutöku í yfirheyrsluherberginu hefði verið brugðið. „Menn hafa átt erfiðar stundir hérna," sagði Steinunn þá í viðtali sem var tekið inni í yfirheyrsluherberginu. Vakti mikinn ugg meðal starfsfólks Íslandsbanka Nú er svo komið Íslandsbanki hefur tilkynnt Fjármálaeftirlitinu óeðlieg og ólögeg afskipti slitastjórnarinnar af starfsfólki bankans. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðu starfsmenn slitastjórnarinnar og erlendir ráðgjafar þeirra mjög hart að starfsfólki Íslandsbanka að það ynni með slitastjórninni vegna málshöfðunar þrotabúsins í New York og í einhverjum tilvikum var starfsfólki gerð grein fyrir því að ef það yrði ekki samvinnuþýtt gæti það haft áhrif á störf þeirra hjá Íslandsbanka, en var orðið hótun notað í þessu samhengi. Vakti þetta mikinn ugg meðal starfsfólksins og samkvæmt heimildum fréttastofu innan stjórnar Íslandsbanka var málið sérstaklega rætt þar og var stjórnendum bankans gerð grein fyrir því að koma þeim tilmælum til starfsfólks að skýrslutaka hjá Glitni hefði ekki áhrif á störf þeirra fyrir bankann. Málið er litið alvarlegum augum því samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki var eignarhaldinu á Íslandsbanka sérstaklega stillt upp eins og sést á þessari skýringarmynd til þess að erlendir kröfuhafar Glitnis gætu ekki skipt sér af rekstri hans eða haft áhrif á starfsfólk, en FME þarf að staðfesta stjórnarmenn í Íslandsbanka og hinn formlegi eigandi er ISB Holding, sem er dótturfélag þrotabúsins. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, sagði í samtali við fréttastofu í dag að í þeim tilvikum sem fólk hefði neitað að gefa skýrslu þá hefði slitastjórnin gert athugasemdir við það. Hún sagðist ekki skilja hvers vegna sumir starfsmenn hefðu ekki viljað veita upplýsingar, en sagðist ekki kannast við neinar hótanir. „Við höfum lýst þeirri skoðun okkar bæði gagnvart FME og Íslandsbanka og okkur finnist eðlilegt að viðkomandi aðilar, hvort sem þeir eru enn í vinnu hjá Íslandsbanka eða ekki, að þeir gefi okkur upplýsingar. Við erum ekki í nokkurri stöðu til að segja Íslandsbanka fyrir verkum, en við getum hins vegar haft skoðun á málinu. Í allflestum tilvikum höfum við fengið mjög góð viðbrögð frá starfsfólki Íslandsbanka hvað varðar upplýsingagjöf," segir Steinunn. Hún sagði að í tveimur tilvikum hefði stjórn Íslandsbanka verið tilkynnt að starfsfólk hefði ekki verið samvinnuþýtt. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sagðist aðspurður ekki geta svarað því hvort FME hefði brugðist við kvörtuninni með einhverjum hætti. Hann sagði að FME hefði árettað, og legði á það áherslu, að erlendir kröfuhafar Glitnis væru ekki að hafa áhrif á rekstur og starfsfólk Íslandsbanka í samræmi við þær reglur sem giltu. Samsetning eignarhalds og reglur um staðfestingu stjórnarmanna væru til þess fallnar að tryggja að erlendir kröfuhafar beittu ekki áhrifum sínum.
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira