Viðskipti innlent

Lækkun á erlendum eignum lífeyrissjóðanna

Hrein eign lífeyrissjóða í lok ágúst sl. var 1.827,6 milljarða kr. og lækkaði hún um 6,6 milljarða kr. í mánuðinum.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að lækkunina megi helst rekja til breytinga á erlendum liðum. Erlend verðbréfaeign lækkaði um 10,6 milljarða kr. eða 2,1 % frá fyrri mánuði.

Sé miðað við ágúst 2009 hefur hrein eign lífeyrissjóða hækkað um 129,3 milljarða kr.

Vert er að taka fram að enn er nokkur óvissa um endanlegt mat á eignum lífeyrissjóðanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×