Viðskipti innlent

Kröfulýsingarfrestur framlengdur hjá VBS

Hróbjartur Jónatansson, formaður slitastjórnar VBS.
Hróbjartur Jónatansson, formaður slitastjórnar VBS.

Slitastjórn VBS fjárfestingarbanka hf. hefur ákveðið að framlengja kröfulýsingarfrestinn sem renna átti út þann 14. október 2010 um tæpan mánuð eða til föstudagsins 12. nóvember næstkomandi. Fjármálaeftirlitið skipaði VBS fjárfestingabanka bráðabirgðastjórn.

Störfum bráðabirgðastjórnar lauk þann 9. apríl 2010 er Héraðsdómur Reykjavíkur skipaði VBS fjárfestingarbanka hf. slitastjórn en meðal verkefna hennar er að annast meðferð krafna á hendur bankanum á meðan á slitameðferð stendur.

„Með innköllun er birtist fyrst þann 14. maí 2010 var skorað á alla þá sem telja til hvers kyns skulda eða annarra réttinda á hendur VBS fjárfestingarbanka hf. eða eigna í umráðum bankans að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir slitastjórn bankans innan fimm mánaða frá þeirri auglýsingu. Kröfuhafafundur var boðaður þriðjudaginn 9. nóvember kl. 15.00.

Slitastjórn hefur nú ákveðið að framlengja kröfulýsingafrestinn sem renna átti út þann 14. október 2010 um tæpan mánuð eða til föstudagsins 12. nóvember 2010. Því er skorað er á alla þá sem telja til hvers kyns skulda eða annarra réttinda á hendur VBS fjárfestingarbanka hf. eða eigna í umráðum bankans að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir slitastjórn bankans innan tilgreindra tímamarka en eftir framlengingu frestsins rennur kröfulýsingarfrestur út þann 12. nóvember 2010," segir í tilkynningu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×