Skoða skaðabótamál vegna ástarbréfa seðlabankastjóra 11. október 2010 00:01 Davíð Oddsson var formaður bankastjórnar Seðlabankans. Sú ákvörðun slitastjórnar Sparisjóðabankans (áður Icebank) að hafna kröfum Seðlabankans í búið vegur þungt í athugun sérstaks starfshóps á því hvort ríkið geti sótt skaðabætur til fyrrverandi seðlabankastjóra vegna fjárhagstjóns sem þeir ollu ríkinu. Seðlabankinn krafði þrotabú Sparisjóðabankans um þá rúmlega 200 milljarða króna sem Sparisjóðabankinn fékk að láni hjá Seðlabankanum til að lána áfram stóru viðskiptabönkunum þremur. Slitastjórnin hafnaði kröfunni með þeim rökum að Seðlabankinn hefði vitað að viðskiptabankarnir stefndu í þrot, lánveitingarnar hefðu verið málamyndagjörningur og að þær hefðu ekki uppfyllt öll skilyrði laga. Seðlabankinn hefur andmælt þessari afstöðu og ef ekki semst um niðurstöðu kemur málið til kasta dómstóla. Starfshópur fjögurra ráðuneyta hefur unnið að athugun á möguleikum ríkisins á að reka skaðabótamál á hendur þeim sem sýna má fram á að hafi valdið ríkinu og almenningi fjárhagslegu tjóni með athöfnum sínum í aðdraganda bankahrunsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ýtti ákvörðun slitastjórnarinnar við athugun á ástarbréfaviðskiptum Seðlabankans enda fælist í rökstuðningi að þeir er um véluðu hefðu gert alvarleg mistök í starfi. Öndverð niðurstaða slitastjórnar hefði, að sama skapi, dregið úr líkum á málsókn. Fari málið fyrir dóm mun niðurstaða hans ráða miklu um framhaldið. Lán Seðlabankans til Kaupþings, með veði í danska FIH bankanum, var einnig undir smásjá starfshópsins. Nýgengin sala á bankanum er Seðlabankanum mjög til hagsbóta og áhrif lánveitingarinnar á fjárhag ríkisins því ekki lengur til skoðunar. Icesave-reikningar Landsbankans hafa líka verið til sérstakrar athugunar. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er grannt fylgst með heimtum í bú bankans og hvort eignir þess muni standa undir kostnaði vegna Icesave. Ákvörðun um málsókn verður að líkindum ekki tekin fyrr en endanlegt uppgjör liggur fyrir. - bþs Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Sú ákvörðun slitastjórnar Sparisjóðabankans (áður Icebank) að hafna kröfum Seðlabankans í búið vegur þungt í athugun sérstaks starfshóps á því hvort ríkið geti sótt skaðabætur til fyrrverandi seðlabankastjóra vegna fjárhagstjóns sem þeir ollu ríkinu. Seðlabankinn krafði þrotabú Sparisjóðabankans um þá rúmlega 200 milljarða króna sem Sparisjóðabankinn fékk að láni hjá Seðlabankanum til að lána áfram stóru viðskiptabönkunum þremur. Slitastjórnin hafnaði kröfunni með þeim rökum að Seðlabankinn hefði vitað að viðskiptabankarnir stefndu í þrot, lánveitingarnar hefðu verið málamyndagjörningur og að þær hefðu ekki uppfyllt öll skilyrði laga. Seðlabankinn hefur andmælt þessari afstöðu og ef ekki semst um niðurstöðu kemur málið til kasta dómstóla. Starfshópur fjögurra ráðuneyta hefur unnið að athugun á möguleikum ríkisins á að reka skaðabótamál á hendur þeim sem sýna má fram á að hafi valdið ríkinu og almenningi fjárhagslegu tjóni með athöfnum sínum í aðdraganda bankahrunsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ýtti ákvörðun slitastjórnarinnar við athugun á ástarbréfaviðskiptum Seðlabankans enda fælist í rökstuðningi að þeir er um véluðu hefðu gert alvarleg mistök í starfi. Öndverð niðurstaða slitastjórnar hefði, að sama skapi, dregið úr líkum á málsókn. Fari málið fyrir dóm mun niðurstaða hans ráða miklu um framhaldið. Lán Seðlabankans til Kaupþings, með veði í danska FIH bankanum, var einnig undir smásjá starfshópsins. Nýgengin sala á bankanum er Seðlabankanum mjög til hagsbóta og áhrif lánveitingarinnar á fjárhag ríkisins því ekki lengur til skoðunar. Icesave-reikningar Landsbankans hafa líka verið til sérstakrar athugunar. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er grannt fylgst með heimtum í bú bankans og hvort eignir þess muni standa undir kostnaði vegna Icesave. Ákvörðun um málsókn verður að líkindum ekki tekin fyrr en endanlegt uppgjör liggur fyrir. - bþs
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira