Viðskipti innlent

Eignir gamla Landsbankans lágt metnar

Í lok júní var áætlað verðmæti allra eigna gamla Landsbankans 1.177 milljarðar króna. Þar af var virði dótturfélaga bankans, sem Iceland Foods fellur undir, metið á 83 milljarða króna. Þetta þykir afar varfærið mat, ekki síst með tilliti til tilboðs Malcolms Walker.

Skilanefndin kynnir nýtt verðmat í byrjun desember. Eftir því sem næst verður komist gæti eignastaðan batnað verulega, ekki síst þar sem við bætist krafa skilanefndar á hendur þrotabúi Landsbankans í Lúxemborg. Verðmiði fékkst á kröfuna í kjölfar samkomulags við evrópska seðlabankann í Lúxemborg í júlí.

Skilanefndin hefur fram til þessa gert ráð fyrir að geta greitt 89 prósent af forgangskröfum. Ekki er þó útilokað að bankinn geti greitt þær svo til að fullu.




Tengdar fréttir

200 milljarða tilboði í Iceland var hafnað

Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku lágvöruverðskeðjunnar Iceland Foods, gerði tilboð í fyrirtækið fyrir fjórum mánuðum upp á einn milljarð breskra punda, jafnvirði um tvö hundruð milljarða íslenskra króna. Skilanefnd Landsbankans, sem fer með tæplega sjötíu prósenta hlut í Iceland Foods, leit ekki við því, samkvæmt staðfestum heimildum Fréttablaðsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×