Fleiri fréttir

Lokahnykkur á fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair

Lokið er endanlega samningum um fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair Group hf. sem tilkynnt var um í sumar. Skjalagerð tók mun lengri tíma en upphaflega var gert ráð fyrir, en í morgun voru allir samningar undirritaðir.

Tæplega 3.000 biðja um endurútreiking gjaldeyrislána

Tæplega 3.000 viðskiptavina Íslandsbanka hafa nú þegar sent beiðni um endurútreikning. Viðskiptavinir geta valið hvort inneign hjá Íslandsbanka sé endurgreidd eða lögð inná höfuðstól láns. Meirihluti viðskiptavina velur að láta inneign ganga inná höfuðstól lánsins.

Kaupmáttur hefur aukist um 2,2% á liðnu ári

Vísitala kaupmáttar launa í september 2010 er 107,7 stig og hækkaði um 0,3% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 2,2%.

Íslenskum auðmönnum fer fjölgandi

Íslenskum auðmönnum fer fjölgandi samkvæmt upplýsingum í Tíund, tímariti Ríkisskattstjóra. Þar segir að rösklega 3,600 manns hafi átt meira en hundrað milljónir króna hver, í fyrra.

Óvíst hvort hann bjóði í Haga

viðskipti Jóhannes Jónsson, löngum kenndur við Bónus, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann leggi fram tilboð eða kaupi hlut í Högum þegar fyrirtækjasamstæðan verður skráð á hlutabréfamarkað eftir áramót.

Rannsókn FME brátt til sérstaks saksóknara

Kæra vegna stórfelldra sýndarviðskipta og markaðsmisnotkunnar gamla Glitnis er í undirbúningi hjá Fjármálaeftirlitinu samkvæmt fréttum ríkissjónvarpsins í kvöld.

Telja stjórnvöld hafa stýrt milljarðakaupum bak við tjöldin

ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, telur allt benda til að íslensk stjórnvöld hafi haft afskipti af kaupum nýju bankanna á eignum peningamarkaðssjóða í hruninu, fyrir 80 milljarða króna. Þetta er rökstutt í ákvörðun stofnunarinnar um að rannsaka kaupin.

Afkastageta gagnavers margfölduð

Afkastageta gagnavers Thor Data Center í Hafnarfirði, sem tekið var í noktun síðastliðið vor, hefur verið margfölduð en nýrri gámaeiningu hefur verið komið fyrir í húsnæði versins við Steinhellu í Hafnarfirði. Gámaeiningin inniheldur meðal annars nýjan kælibúnað sem er „afrakstur margra mánaða hönnunarsamstarfs íslenskra sérfræðinga Thors og spænskra framleiðenda gámaeininganna,“ eins og segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Um 4 milljarða viðskipti með skuldabréf

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði lítillega í dag í 14,2 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 4,2 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði lítillega í 8,5 ma. viðskiptum.

Vísitala íbúðaverðs í borginni hækkaði um 0,4% í september

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 303,9 stig í september og hækkar um 0,4% frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði lækkaði vísitalan um 0,9%, síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 0,1% og síðastliðna 12 mánuði lækkaði hún um 3,2%.

Vísitala byggingarkostnaðar lækkar um 2%

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan október 2010 er 100,9 stig sem er lækkun um 2,0% frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í nóvember 2010.

Erfiðara að viðhalda kröfum

Skuldir fyrnast á tveimur árum í stað fjögurra áður, samkvæmt nýju frumvarpi. Á föstudag á að leggja fyrir ríkisstjórn frumvarp um gengistryggð lán og lyklafrumvarp. Samið við banka um stöðu ábyrgðarmanna.

HS orka afhendi Norðuráli 250 MW

„Við erum í óformlegum viðræðum. Meðan mál eru enn fyrir gerðardómi er þetta ekki á formlegum nótum,“ segir Júlíus Jónsson, forstjóri HS orku um viðræður við Norðurál um afhendingu orku til álvers Norðuráls í Helguvík.

Það kostar Breta 8 milljónir að eignast barnabarn

Það kostar skildinginn að ala upp barn. En nú hefur það líka komið í ljós að það er líka rándýrt að eignast barnabarn. Rannsókn, sem sagt er frá í Daily mail, sýnir að ömmur og afar verji að meðaltali 50 þúsund sterlingspundum í fyrsta barnabarnið sitt

14,3 milljarða viðskipti með skuldabréf

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 1,1% í dag í 14,3 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 1,6% í 9,5 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 4,4 ma. viðskiptum.

IFS telur að verðbólga lækki í 3,1%

Vísitala neysluverðs lækkar um 0,5% í október samkvæmt spá IFS greiningar. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 3,1%. Hagstofan mælir vísitölu neysluverðs í þessari viku, mánudag fram á föstudag, en niðurstöðurnar verða birtar þriðjudaginn 27. október 2010. Í október í fyrra hækkaði neysluverðsvísitala um 1,14% eða um 14,6% á ársgrundvelli.

Metan lán sett á markað

Landsbankinn hefur sett á markað Metan-lán sem ætluð eru þeim sem vilja breyta bíl sínum í metan bíl. Lánin eru hluti af þeirri hugmyndafræði bankans að marka sér skýrari umhverfisstefnu en áður.

Spáir minnstu verðbólgu frá sumrinu 2005

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki í október um 0,4% frá septembermánuði. Gangi spáin eftir mun verðbólga hjaðna úr 3,7% í 3,0% og hefur þá ekki verið minni síðan í júní 2005.

Seldi daginn eftir að ríkið ákvað að bjarga ekki hluthöfum í hruninu

Fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, Baldur Guðlaugsson, sem nú hefur verið ákærður fyrir innherjasvik, fundaði með samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, degi áður en hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum, fyrir um 192 milljónir króna, samkvæmt ákæruskjali.

Hagar hugsanlega seldir erlendum fjárfestum

Arion banki er að hefja formlegt söluferli á verslanafyrirtækinu Högum, sem á Bónus, Hagkaup og ýmsar tískuverslanir. Fyrsta skrefið verður að bjóða til sölu kjölfestuhlut en fjölmörg evrópsk fyrirtæki hafa sýnt Högum áhuga.

Tæplega 7 milljarða viðskipti með skuldabréf

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 6,8 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,1% í 3,6 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 3,2 ma. viðskiptum.

Róltól til sýnis í Kringlunni

Fyrstu GSM farsímarnir sem seldir voru hér á landi árið 1994 eru til sýnis í verslun Símans í Kringlunni. Þróun símkerfisins allt til dagsins í dag er sýnd. Það er Síminn og Græn framtíð sem stendur að baki sýningunni.

Verðbólgan heldur áfram að hjaðna hérlendis

Verðbólgan hér á landi var 5,1% í september samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Evrópusambandsins (e. Eurostat) tekur saman og Hagstofa Íslands birti nú í morgun. Minnkar því verðbólgan um 0,8 prósentustig milli mánaða en hún var 5,9% hér á landi í ágúst samkvæmt vísitölunni.

FME krefst skýringa á okri í tryggingum

Tryggingafélagið Vörður rukkaði viðskiptavin í síðustu viku um 725.396 krónur fyrir tryggingu á bifhjóli. Gjöldin voru endurskoðuð þegar eigandi hjólsins setti sig í samband við félagið sem lækkaði þá iðgjaldið um rúma hálfa milljón króna.

Virkja verður hugmyndaauðgi starfsfólks fyrirtækja

„Fyrirtæki standa almennt ekki frammi fyrir vandamálum á borð við fjárþurrð eða sjóðstreymi heldur skorti á hugmyndum. Þar sem hugmyndir kvikna ekki, þar er vandamál,“ segir Haraldur U. Diego, einn aðstandenda fundar um mikilvægi sköpunargleði á vinnustöðum sem haldinn var síðastliðinn föstudag. Húsfyllir var á fundinum.

Hafnar því að sjóðurinn hafi brotið lög

Framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins hafnar því alfarið að sjóðurinn hafi gerst brotlegur við lög með fjárfestingum sínum fyrir hrun. Hann segir mistök að keypt var skuldabréf í þeim tilgangi að Kaupþing og Glitnir héldu velli.

Katrín fundar með orkumálaráðherra Rússlands

Sergey Shmatko, orkumálaráðherra Rússlands, er á leið í opinbera heimsókn til Íslands, ásamt sendinefnd, til fundar við Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra og fulltrúa íslenskra orkufyrirtækja til að ræða frekara tvíhliða samstarf landanna á sviði orkumála. Fundurinn fer fram í iðnaðarráðuneytinu á morgun. Shmatko mun einnig funda með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu.

Sjá næstu 50 fréttir