Hagar hugsanlega seldir erlendum fjárfestum 18. október 2010 18:35 Arion banki er að hefja formlegt söluferli á verslanafyrirtækinu Högum, sem á Bónus, Hagkaup og ýmsar tískuverslanir. Fyrsta skrefið verður að bjóða til sölu kjölfestuhlut en fjölmörg evrópsk fyrirtæki hafa sýnt Högum áhuga. Arion banki vill fá kjölfestufjárfesti að Högum sem mun halda utan um 15 til 29 prósenta hlut í félaginu og getur veitt félaginu forystu til lengri tíma. Eftir sölu á kjölfestuhlut í Högum ætlar bankinn að bjóða fagfjárfestum og almennum fjárfestum að kaupa hluti í félaginu, en í kjölfarið er áformað að skrá hlutabréf félagsins í íslensku kauphöllinni. Hvers vegna ekki meira, af hverju bara 15-29 prósenta hlut? „Við útilokum ekki að selja meira en miðað við að félagið verði skráð á markað þá er þetta sem við teljum að þurfi að vera fyrir kjölfestu, en það má ekki vera svo mikið að það komi í veg fyrir dreift eignarhald," segir Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Höskuldur segir að ein helsta ástæðan sé yfirtökuskylda myndist í Kauphöll ef eignarhlutur fari yfir 30 prósent. „Fyrir bankann er númer eitt að losna við fyrirtækið á góðu verði og við kjósum að gera það þannig að eignarhald verði sem dreifðast, en við útilokum ekki að selja einstökum aðila fyrirtækið í heild sinni," segir Höskuldur. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að þreifingar hafi átt sér stað milli Framtakssjóðs Íslands og Arion banka vegna Haga. Höskuldur Ólafsson segir hins vegar engar formlegar viðræður hafa átt sér stað. Arion banki ætlar að taka til skoðunar öll tilboð sem bankanum berast í eignarhlut sinn í félaginu. Sé því fjárfestum, sem áhuga hafa á að kaupa allan hlutinn, gefinn kostur á því að leggja inn slíkt tilboð nú á fyrsta stigi söluferlisins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjölmörg evrópsk fyrirtæki sett sig í samband við Arion banka vegna Haga. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru einhver þeirra frá Norðurlöndunum. Hafið þið átt viðræður við einhverja? „Það hafa margir aðila, bæði innlendir og erlendir, sýnt félaginu áhuga enda öflugt félag. Við höfum rætt á þeim grunni að menn hafa verið að spyrjast fyrir og lýsa yfir áhuga," segir Höskuldur. Stefnt er að því að ljúka söluferlinu áður en árið er úti og ljúka skráningu á markað í upphafi nýs árs. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Arion banki er að hefja formlegt söluferli á verslanafyrirtækinu Högum, sem á Bónus, Hagkaup og ýmsar tískuverslanir. Fyrsta skrefið verður að bjóða til sölu kjölfestuhlut en fjölmörg evrópsk fyrirtæki hafa sýnt Högum áhuga. Arion banki vill fá kjölfestufjárfesti að Högum sem mun halda utan um 15 til 29 prósenta hlut í félaginu og getur veitt félaginu forystu til lengri tíma. Eftir sölu á kjölfestuhlut í Högum ætlar bankinn að bjóða fagfjárfestum og almennum fjárfestum að kaupa hluti í félaginu, en í kjölfarið er áformað að skrá hlutabréf félagsins í íslensku kauphöllinni. Hvers vegna ekki meira, af hverju bara 15-29 prósenta hlut? „Við útilokum ekki að selja meira en miðað við að félagið verði skráð á markað þá er þetta sem við teljum að þurfi að vera fyrir kjölfestu, en það má ekki vera svo mikið að það komi í veg fyrir dreift eignarhald," segir Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Höskuldur segir að ein helsta ástæðan sé yfirtökuskylda myndist í Kauphöll ef eignarhlutur fari yfir 30 prósent. „Fyrir bankann er númer eitt að losna við fyrirtækið á góðu verði og við kjósum að gera það þannig að eignarhald verði sem dreifðast, en við útilokum ekki að selja einstökum aðila fyrirtækið í heild sinni," segir Höskuldur. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að þreifingar hafi átt sér stað milli Framtakssjóðs Íslands og Arion banka vegna Haga. Höskuldur Ólafsson segir hins vegar engar formlegar viðræður hafa átt sér stað. Arion banki ætlar að taka til skoðunar öll tilboð sem bankanum berast í eignarhlut sinn í félaginu. Sé því fjárfestum, sem áhuga hafa á að kaupa allan hlutinn, gefinn kostur á því að leggja inn slíkt tilboð nú á fyrsta stigi söluferlisins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjölmörg evrópsk fyrirtæki sett sig í samband við Arion banka vegna Haga. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru einhver þeirra frá Norðurlöndunum. Hafið þið átt viðræður við einhverja? „Það hafa margir aðila, bæði innlendir og erlendir, sýnt félaginu áhuga enda öflugt félag. Við höfum rætt á þeim grunni að menn hafa verið að spyrjast fyrir og lýsa yfir áhuga," segir Höskuldur. Stefnt er að því að ljúka söluferlinu áður en árið er úti og ljúka skráningu á markað í upphafi nýs árs.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira