Allsherjarmisnotkun Landsbankans kærð 20. október 2010 00:01 Æðstu menn Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson voru bankastjórar Landsbankans á árunum fyrir hrun.Fréttablaðið/e.ól Viðskipti Fjármálaeftirlitið (FME) kærði í gær til embættis sérstaks saksóknara meinta umfangsmikla markaðsmisnotkun Landsbankans fyrir hrun. Grunur leikur á um margra milljarða ólögmæt viðskipti æðstu stjórnenda bankans til að halda uppi gengi bréfa í bankanum. Með því hafi markaðurinn verið blekktur. Misnotkunin er talin hafa staðið í fimm ár. Kæran er af sama tagi og sú sem FME sendi vegna Kaupþings fyrir ári og leiddi til þess að æðstu stjórnendur bankans voru í vor hnepptir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfestir að kæran hafi borist í gær, en vill að öðru leyti lítið tjá sig um málið að svo stöddu. Hátt í hundrað milljarða viðskipti eru undir í rannsókninni á máli Kaupþings. Spurður hvort um sambærilegar upphæðir sé að ræða í máli Landsbankans segir hann að Kaupþing hafi verið stærsti bankinn og því sé þar um að ræða hæstu upphæðirnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vega uppkaup deildar svokallaðra eigin viðskipta á bréfum í bankanum sjálfum þungt í kærunni. Þau kaup hafi verið stórfelld og bankinn hafi þannig eignast hlut í sjálfum sér langt umfram lögleg tíu prósenta mörk. Bankinn losaði sig síðan við hluta þessara bréfa með því að selja þau áfram til útvalinna viðskiptavina. Bankinn lánaði fyrir kaupunum og eina veðið var í bréfunum sjálfum. Áhættan var því öll bankans. Meðal slíkra viðskipta eru níu milljarða kaup félagsins Ímons, í eigu Magnúsar Ármann, í bankanum viku fyrir bankahrun. Þau viðskipti eru með í rannsókninni á markaðsmisnotkuninni. Ekki náðist í Gunnar Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, í gær. stigur@frettabladid.is Mest lesið „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Vakta íslenska netverslun í kjölfar árása hakkarahóps í Bretlandi Neytendur Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Viðskipti Fjármálaeftirlitið (FME) kærði í gær til embættis sérstaks saksóknara meinta umfangsmikla markaðsmisnotkun Landsbankans fyrir hrun. Grunur leikur á um margra milljarða ólögmæt viðskipti æðstu stjórnenda bankans til að halda uppi gengi bréfa í bankanum. Með því hafi markaðurinn verið blekktur. Misnotkunin er talin hafa staðið í fimm ár. Kæran er af sama tagi og sú sem FME sendi vegna Kaupþings fyrir ári og leiddi til þess að æðstu stjórnendur bankans voru í vor hnepptir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfestir að kæran hafi borist í gær, en vill að öðru leyti lítið tjá sig um málið að svo stöddu. Hátt í hundrað milljarða viðskipti eru undir í rannsókninni á máli Kaupþings. Spurður hvort um sambærilegar upphæðir sé að ræða í máli Landsbankans segir hann að Kaupþing hafi verið stærsti bankinn og því sé þar um að ræða hæstu upphæðirnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vega uppkaup deildar svokallaðra eigin viðskipta á bréfum í bankanum sjálfum þungt í kærunni. Þau kaup hafi verið stórfelld og bankinn hafi þannig eignast hlut í sjálfum sér langt umfram lögleg tíu prósenta mörk. Bankinn losaði sig síðan við hluta þessara bréfa með því að selja þau áfram til útvalinna viðskiptavina. Bankinn lánaði fyrir kaupunum og eina veðið var í bréfunum sjálfum. Áhættan var því öll bankans. Meðal slíkra viðskipta eru níu milljarða kaup félagsins Ímons, í eigu Magnúsar Ármann, í bankanum viku fyrir bankahrun. Þau viðskipti eru með í rannsókninni á markaðsmisnotkuninni. Ekki náðist í Gunnar Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, í gær. stigur@frettabladid.is
Mest lesið „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Vakta íslenska netverslun í kjölfar árása hakkarahóps í Bretlandi Neytendur Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira