Allsherjarmisnotkun Landsbankans kærð 20. október 2010 00:01 Æðstu menn Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson voru bankastjórar Landsbankans á árunum fyrir hrun.Fréttablaðið/e.ól Viðskipti Fjármálaeftirlitið (FME) kærði í gær til embættis sérstaks saksóknara meinta umfangsmikla markaðsmisnotkun Landsbankans fyrir hrun. Grunur leikur á um margra milljarða ólögmæt viðskipti æðstu stjórnenda bankans til að halda uppi gengi bréfa í bankanum. Með því hafi markaðurinn verið blekktur. Misnotkunin er talin hafa staðið í fimm ár. Kæran er af sama tagi og sú sem FME sendi vegna Kaupþings fyrir ári og leiddi til þess að æðstu stjórnendur bankans voru í vor hnepptir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfestir að kæran hafi borist í gær, en vill að öðru leyti lítið tjá sig um málið að svo stöddu. Hátt í hundrað milljarða viðskipti eru undir í rannsókninni á máli Kaupþings. Spurður hvort um sambærilegar upphæðir sé að ræða í máli Landsbankans segir hann að Kaupþing hafi verið stærsti bankinn og því sé þar um að ræða hæstu upphæðirnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vega uppkaup deildar svokallaðra eigin viðskipta á bréfum í bankanum sjálfum þungt í kærunni. Þau kaup hafi verið stórfelld og bankinn hafi þannig eignast hlut í sjálfum sér langt umfram lögleg tíu prósenta mörk. Bankinn losaði sig síðan við hluta þessara bréfa með því að selja þau áfram til útvalinna viðskiptavina. Bankinn lánaði fyrir kaupunum og eina veðið var í bréfunum sjálfum. Áhættan var því öll bankans. Meðal slíkra viðskipta eru níu milljarða kaup félagsins Ímons, í eigu Magnúsar Ármann, í bankanum viku fyrir bankahrun. Þau viðskipti eru með í rannsókninni á markaðsmisnotkuninni. Ekki náðist í Gunnar Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, í gær. stigur@frettabladid.is Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Viðskipti Fjármálaeftirlitið (FME) kærði í gær til embættis sérstaks saksóknara meinta umfangsmikla markaðsmisnotkun Landsbankans fyrir hrun. Grunur leikur á um margra milljarða ólögmæt viðskipti æðstu stjórnenda bankans til að halda uppi gengi bréfa í bankanum. Með því hafi markaðurinn verið blekktur. Misnotkunin er talin hafa staðið í fimm ár. Kæran er af sama tagi og sú sem FME sendi vegna Kaupþings fyrir ári og leiddi til þess að æðstu stjórnendur bankans voru í vor hnepptir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfestir að kæran hafi borist í gær, en vill að öðru leyti lítið tjá sig um málið að svo stöddu. Hátt í hundrað milljarða viðskipti eru undir í rannsókninni á máli Kaupþings. Spurður hvort um sambærilegar upphæðir sé að ræða í máli Landsbankans segir hann að Kaupþing hafi verið stærsti bankinn og því sé þar um að ræða hæstu upphæðirnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vega uppkaup deildar svokallaðra eigin viðskipta á bréfum í bankanum sjálfum þungt í kærunni. Þau kaup hafi verið stórfelld og bankinn hafi þannig eignast hlut í sjálfum sér langt umfram lögleg tíu prósenta mörk. Bankinn losaði sig síðan við hluta þessara bréfa með því að selja þau áfram til útvalinna viðskiptavina. Bankinn lánaði fyrir kaupunum og eina veðið var í bréfunum sjálfum. Áhættan var því öll bankans. Meðal slíkra viðskipta eru níu milljarða kaup félagsins Ímons, í eigu Magnúsar Ármann, í bankanum viku fyrir bankahrun. Þau viðskipti eru með í rannsókninni á markaðsmisnotkuninni. Ekki náðist í Gunnar Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, í gær. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira