FME krefst skýringa á okri í tryggingum 18. október 2010 05:30 Inda Björk Alexandersdóttir Formaður umferðarnefndar Snigla segir eðlilegt að borga á bilinu 80 til 120 þúsund krónur í iðgjöld á ári fyrir bifhjól. Tryggingafélagið Vörður rukkaði viðskiptavin í síðustu viku um 725.396 krónur fyrir tryggingu á bifhjóli. Gjöldin voru endurskoðuð þegar eigandi hjólsins setti sig í samband við félagið sem lækkaði þá iðgjaldið um rúma hálfa milljón króna. „Þegar ég fékk reikninginn í hendurnar stóð ég bara og gapti,“ segir Sigurgrímur Ingi Árnason, eigandi Yamaha-hjólsins sem átti upphaflega að tryggja fyrir 725 þúsund krónur. Sigurgrímur fékk upphæðina lækkaða niður í 197 þúsund krónur eftir að hafa sýnt fram á flekklausan tuttugu ára ökuferil. Steinunn Sigurðardóttir, forstöðumaður vátryggingasviðs Varðar, segir að upphæðir sem þessar komi fram þegar tryggingafélagið hafi engar upplýsingar um viðskiptavini. Vörður hvetji fólk þá hins vegar til þess að koma og gera grein fyrir sínum málum til þess að kanna möguleika á endurskoðun á iðgjöldum. „Með mótorhjól er það þannig að þegar engin saga er fyrir hendi sendum við út greiðsluseðil með kröfu um staðgreiðslu þar sem iðgjaldið getur verið á þessu bili,“ segir Steinunn. „En við hvetjum þá viðskiptavini til þess að koma og gera grein fyrir sínum málum með gögnum sem sýna fram á sögu og tjónareynslu. Þá er hægt að endurskoða stöðuna.“ Rúnar Guðmundsson, sviðsstjóri hjá vátryggingasviði Fjármálaeftirlitsins (FME), telur ástæðu til að skoða málið. „Eins og þessu er lýst þá kemur þetta spánskt fyrir sjónir. Það er tilefni fyrir okkur til þess að leita skýringa hjá viðkomandi félagi og það munum við gera,“ segir hann. Rúnar segir að í lögum um vátryggingar séu ákvæði um að FME hafi eftirlit með iðgjöldum á grundvelli vátrygginga með það fyrir augum að þau séu í samræmi við þá áhættu sem í vátryggingu felst og eðlilegan rekstrarkostnað. „Við hyggjumst afla okkur frekari upplýsinga,“ segir Rúnar. Inda Björk Alexandersdóttir, formaður umferðarnefndar Snigla og umferðarráðsfulltrúi Umferðarstofu, segir að miðað við upplýsingar bifhjólasamtakanna væri eðlilegt fyrir Sigurgrím að borga á bilinu 80 til 120 þúsund krónur í iðgjöld á ári og að öllu jöfnu ættu þau að lækka eftir fyrsta árið. Tæp 10.000 bifhjól voru skráð á landinu í lok ársins 2009. sunna@frettabladid.is Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Tryggingafélagið Vörður rukkaði viðskiptavin í síðustu viku um 725.396 krónur fyrir tryggingu á bifhjóli. Gjöldin voru endurskoðuð þegar eigandi hjólsins setti sig í samband við félagið sem lækkaði þá iðgjaldið um rúma hálfa milljón króna. „Þegar ég fékk reikninginn í hendurnar stóð ég bara og gapti,“ segir Sigurgrímur Ingi Árnason, eigandi Yamaha-hjólsins sem átti upphaflega að tryggja fyrir 725 þúsund krónur. Sigurgrímur fékk upphæðina lækkaða niður í 197 þúsund krónur eftir að hafa sýnt fram á flekklausan tuttugu ára ökuferil. Steinunn Sigurðardóttir, forstöðumaður vátryggingasviðs Varðar, segir að upphæðir sem þessar komi fram þegar tryggingafélagið hafi engar upplýsingar um viðskiptavini. Vörður hvetji fólk þá hins vegar til þess að koma og gera grein fyrir sínum málum til þess að kanna möguleika á endurskoðun á iðgjöldum. „Með mótorhjól er það þannig að þegar engin saga er fyrir hendi sendum við út greiðsluseðil með kröfu um staðgreiðslu þar sem iðgjaldið getur verið á þessu bili,“ segir Steinunn. „En við hvetjum þá viðskiptavini til þess að koma og gera grein fyrir sínum málum með gögnum sem sýna fram á sögu og tjónareynslu. Þá er hægt að endurskoða stöðuna.“ Rúnar Guðmundsson, sviðsstjóri hjá vátryggingasviði Fjármálaeftirlitsins (FME), telur ástæðu til að skoða málið. „Eins og þessu er lýst þá kemur þetta spánskt fyrir sjónir. Það er tilefni fyrir okkur til þess að leita skýringa hjá viðkomandi félagi og það munum við gera,“ segir hann. Rúnar segir að í lögum um vátryggingar séu ákvæði um að FME hafi eftirlit með iðgjöldum á grundvelli vátrygginga með það fyrir augum að þau séu í samræmi við þá áhættu sem í vátryggingu felst og eðlilegan rekstrarkostnað. „Við hyggjumst afla okkur frekari upplýsinga,“ segir Rúnar. Inda Björk Alexandersdóttir, formaður umferðarnefndar Snigla og umferðarráðsfulltrúi Umferðarstofu, segir að miðað við upplýsingar bifhjólasamtakanna væri eðlilegt fyrir Sigurgrím að borga á bilinu 80 til 120 þúsund krónur í iðgjöld á ári og að öllu jöfnu ættu þau að lækka eftir fyrsta árið. Tæp 10.000 bifhjól voru skráð á landinu í lok ársins 2009. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira