Tap á Morgunblaðinu 1.351 milljón árið 2009 21. október 2010 06:00 Morgunblaðið Útgefandinn segir 240 milljóna króna innspýtingu í útgáfufélag Morgunblaðsins í byrjun þessa árs hafa komið af fé sem hluthafar eignarhaldsfélagsins Þórsmerkur hafi lagt fram þegar á árinu 2009. Tekjur af rekstri Morgunblaðsins lækkuðu um 978 milljónir króna milli áranna 2008 og 2009 og afkoma útgáfufélagsins Árvakurs var neikvæð um 1.351 milljón. Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins og einn eigenda þess, segir rekstur blaðsins það sem af er þessu ári í aðalatriðum eins og búist hafi verið við. „Það er ekkert óvænt að gerast í rekstrinum á Árvakri umfram það sem við bjuggum okkur undir og reksturinn hefur verið miklu betri en flestir halda,“ segir hann. Rekstur Morgunblaðsins skilaði tæpum 2,7 milljörðum króna í tekjur á árinu 2009 samkvæmt ársreikningi Árvakurs miðað við tæplega 3,7 milljarða á árinu 2008. Tap af rekstrinum sjálfum var 667 milljónir en auk þess námu nettóvaxtagjöld félagsins tæpum 685 milljónum. Samtals gera þetta áðurnefnda rúma 1.351 milljón. Undir liðnum „nettótekjur“ í rekstrarreikningi Árvakurs 2009 eru færðir tæpir 4,3 milljarðar króna. Ekki kemur beint fram í ársreikningnum hvaða fé þarna er um að ræða en draga má þá ályktun af öðrum liðum ársreikningsins að þarna séu á ferð skuldir sem bankar afskrifuðu hjá Árvakri við eigendaskiptin vorið 2009. Óskar kveðst ekki vilja útskýra þennan lið. „Við höfum lagt fram ársreikninginn og menn verða bara sjálfir að lesa í hann,“ svarar hann. Þessar 4,3 milljarða „nettótekjur“ leiða síðan til þess að bókfærður hagnaður Árvakurs í fyrra verður 2.500 milljónir króna þrátt fyrir áðurgreint tap af rekstrinum. Óskar Magnússon Eigið fé Árvakurs var 776 milljónir króna í árslok 2009. Strax í upphafi ársins í ár voru síðan lagðar inn 240 milljónir króna í auknu hlutafé. Óskar segir þá upphæð koma af 600 milljónum króna sem hluthafar Þórsmerkur ehf., eignarhaldsfélags Árvakurs, hafi lagt fram þegar í byrjun á árinu 2009. Ákveðið hafi verið að bæta við 240 milljónum af þessu fé inn í Árvakur. Að sögn Óskars stendur engin sérstök söfnun hlutafjár yfir um þessar mundir enda sé Árvakur ekki í vandræðum með rekstrarfé. Á hinn bóginn séu menn viðbúnir því að það muni hugsanlega þurfa síðar. „Við vorum undir það búin frá upphafi að þetta væri ekki einfalt og auðvelt mál og að það þyrfti að tjalda til lengri tíma en eins eða tveggja ára,“ segir útgefandi Morgunblaðsins. gar@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Tekjur af rekstri Morgunblaðsins lækkuðu um 978 milljónir króna milli áranna 2008 og 2009 og afkoma útgáfufélagsins Árvakurs var neikvæð um 1.351 milljón. Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins og einn eigenda þess, segir rekstur blaðsins það sem af er þessu ári í aðalatriðum eins og búist hafi verið við. „Það er ekkert óvænt að gerast í rekstrinum á Árvakri umfram það sem við bjuggum okkur undir og reksturinn hefur verið miklu betri en flestir halda,“ segir hann. Rekstur Morgunblaðsins skilaði tæpum 2,7 milljörðum króna í tekjur á árinu 2009 samkvæmt ársreikningi Árvakurs miðað við tæplega 3,7 milljarða á árinu 2008. Tap af rekstrinum sjálfum var 667 milljónir en auk þess námu nettóvaxtagjöld félagsins tæpum 685 milljónum. Samtals gera þetta áðurnefnda rúma 1.351 milljón. Undir liðnum „nettótekjur“ í rekstrarreikningi Árvakurs 2009 eru færðir tæpir 4,3 milljarðar króna. Ekki kemur beint fram í ársreikningnum hvaða fé þarna er um að ræða en draga má þá ályktun af öðrum liðum ársreikningsins að þarna séu á ferð skuldir sem bankar afskrifuðu hjá Árvakri við eigendaskiptin vorið 2009. Óskar kveðst ekki vilja útskýra þennan lið. „Við höfum lagt fram ársreikninginn og menn verða bara sjálfir að lesa í hann,“ svarar hann. Þessar 4,3 milljarða „nettótekjur“ leiða síðan til þess að bókfærður hagnaður Árvakurs í fyrra verður 2.500 milljónir króna þrátt fyrir áðurgreint tap af rekstrinum. Óskar Magnússon Eigið fé Árvakurs var 776 milljónir króna í árslok 2009. Strax í upphafi ársins í ár voru síðan lagðar inn 240 milljónir króna í auknu hlutafé. Óskar segir þá upphæð koma af 600 milljónum króna sem hluthafar Þórsmerkur ehf., eignarhaldsfélags Árvakurs, hafi lagt fram þegar í byrjun á árinu 2009. Ákveðið hafi verið að bæta við 240 milljónum af þessu fé inn í Árvakur. Að sögn Óskars stendur engin sérstök söfnun hlutafjár yfir um þessar mundir enda sé Árvakur ekki í vandræðum með rekstrarfé. Á hinn bóginn séu menn viðbúnir því að það muni hugsanlega þurfa síðar. „Við vorum undir það búin frá upphafi að þetta væri ekki einfalt og auðvelt mál og að það þyrfti að tjalda til lengri tíma en eins eða tveggja ára,“ segir útgefandi Morgunblaðsins. gar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira