Gjaldþrotafrumvarp gæti breytt grundvelli þjóðarinnar 21. október 2010 07:20 Greining Arion banka segir að hið nýja gjaldþrotafrumvarp ríkisstjórnarinnar gæti haft í för með sér grundvallarbreytingar á íslensku þjóðfélagi. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að þegar til skemmri tíma er litið styrkja þau, væntanleg lög, mjög stöðu skuldara gagnvart lánastofnunum og þá vonandi liðka til fyrir samningum sem forða fólki frá gjaldþroti með hvoru tveggja; afskriftum og endurskipulagningu skulda. Þannig gæti frumvarpið flýtt fyrir lausn á skuldavanda heimilanna. Þegar til lengri tíma er litið munu þessi nýju gjaldþrotalög gerbreyta lánveitingum fjármálastofnana hérlendis þar sem gerð verður mun meiri krafa um eigið fé. Lánamarkaðurinn færist þá aftur til þess sem var fyrir einkavæðingu bankanna, og raunar mun lengra aftur þar sem lán með öðrum veðrétti hverfa úr sögunni og mjög erfitt verður að tryggja viðbótarfjármögnun. Það felur í raun og veru í sér að hin gamalgróna séreignastefna íslenskra stjórnvalda, þ.e. að öllum sé tryggð lánsfjármögnun til eigin íbúðarkaupa - er í raun liðin undir lok. En aukin krafa um borð fyrir báru í lánveitingum mun gera það verkum að stór hluti fólks mun ekki hafa getu til eigin íbúðakaupa vegna þess að eigið fé skortir, a.m.k. ekki fyrr en hafa leigt og lagt fyrir um einhvern tíma. Þetta þýðir í hnotskurn að aðgangur uppvaxandi kynslóða að lánsfjármagni mun skerðast stórlega miðað það sem hefur tíðkast hérlendis um nokkurn tíma. Hægt er að líta á þá staðreynd sem bæði kost og löst en sínum augum lítur hver silfrið í þeim efnum. Greining segir að það sem gerir þó ákaflega erfitt um að meta áhrif nýju laganna er að íslensk heimili bera ýmsar aðrar skuldir en húsnæðislán sem kannski geta ráðið úrslitum um hvort gjaldþrotaleiðin verður farin. Hefur fólk til að mynda möguleika á því að þurrka út námslánaskuldir við LÍN, kreditkortaskuldir, yfirdrátt, skattaskuldir og svo framvegis með tveggja ára útlegð? Ef svo er munu áhrifin verða gríðarlega víðtæk og leiða til grundvallarbreytinga á íslenskum þjóðháttum, ekki aðeins að fólk muni aka á eldri bílum og búa í smærri íbúðum heldur munu breytingarnar einnig snúa að fjármögnun framhaldsnáms í útlöndum, stofnun og rekstur einkahlutafélaga, starfsemi einyrkja og svo mætti lengi áfram telja. Í öllum tilvikum verður erfiðara og dýrara að fá lánsfjármagn til þess að koma þessum hlutum í kring. Hér verður þó geta þess að frumvarpið hefur ekki enn verið gjört lýðkunnugt og því ekki ljóst hvernig lögin verða útfærð. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira
Greining Arion banka segir að hið nýja gjaldþrotafrumvarp ríkisstjórnarinnar gæti haft í för með sér grundvallarbreytingar á íslensku þjóðfélagi. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að þegar til skemmri tíma er litið styrkja þau, væntanleg lög, mjög stöðu skuldara gagnvart lánastofnunum og þá vonandi liðka til fyrir samningum sem forða fólki frá gjaldþroti með hvoru tveggja; afskriftum og endurskipulagningu skulda. Þannig gæti frumvarpið flýtt fyrir lausn á skuldavanda heimilanna. Þegar til lengri tíma er litið munu þessi nýju gjaldþrotalög gerbreyta lánveitingum fjármálastofnana hérlendis þar sem gerð verður mun meiri krafa um eigið fé. Lánamarkaðurinn færist þá aftur til þess sem var fyrir einkavæðingu bankanna, og raunar mun lengra aftur þar sem lán með öðrum veðrétti hverfa úr sögunni og mjög erfitt verður að tryggja viðbótarfjármögnun. Það felur í raun og veru í sér að hin gamalgróna séreignastefna íslenskra stjórnvalda, þ.e. að öllum sé tryggð lánsfjármögnun til eigin íbúðarkaupa - er í raun liðin undir lok. En aukin krafa um borð fyrir báru í lánveitingum mun gera það verkum að stór hluti fólks mun ekki hafa getu til eigin íbúðakaupa vegna þess að eigið fé skortir, a.m.k. ekki fyrr en hafa leigt og lagt fyrir um einhvern tíma. Þetta þýðir í hnotskurn að aðgangur uppvaxandi kynslóða að lánsfjármagni mun skerðast stórlega miðað það sem hefur tíðkast hérlendis um nokkurn tíma. Hægt er að líta á þá staðreynd sem bæði kost og löst en sínum augum lítur hver silfrið í þeim efnum. Greining segir að það sem gerir þó ákaflega erfitt um að meta áhrif nýju laganna er að íslensk heimili bera ýmsar aðrar skuldir en húsnæðislán sem kannski geta ráðið úrslitum um hvort gjaldþrotaleiðin verður farin. Hefur fólk til að mynda möguleika á því að þurrka út námslánaskuldir við LÍN, kreditkortaskuldir, yfirdrátt, skattaskuldir og svo framvegis með tveggja ára útlegð? Ef svo er munu áhrifin verða gríðarlega víðtæk og leiða til grundvallarbreytinga á íslenskum þjóðháttum, ekki aðeins að fólk muni aka á eldri bílum og búa í smærri íbúðum heldur munu breytingarnar einnig snúa að fjármögnun framhaldsnáms í útlöndum, stofnun og rekstur einkahlutafélaga, starfsemi einyrkja og svo mætti lengi áfram telja. Í öllum tilvikum verður erfiðara og dýrara að fá lánsfjármagn til þess að koma þessum hlutum í kring. Hér verður þó geta þess að frumvarpið hefur ekki enn verið gjört lýðkunnugt og því ekki ljóst hvernig lögin verða útfærð.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira