Fleiri fréttir Yfirtaka Íslandsbanka á Eik samþykkt með skilyrðum Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt yfirtöku Íslandsbanka á Eik Properties ehf. en setur jafnframt margvísleg skilyrði fyrir yfirtökunni. Yfirtaka Íslandsbanka hf. á öllu hlutafé Eik Properties ehf. felur í sér samruna í skilningi samkeppnislaganna. 13.7.2010 10:23 Móðurfélag N1 vinnur að endurskipulagningu BNT, móðurfélag N1, hefur nú hafið vinnu við endurskipulaginu fjármála samstæðunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 13.7.2010 09:56 Magma boðar hlutafjárútboð til að greiða fyrir HS Orku Magma Energy hefur tilkynnt að félagið muni fara í nýtt hlutafjárútboð upp á 40 milljónir kanadadollara eða tæplega fimm milljarða króna. 13.7.2010 08:44 Skattatillögur AGS unnar að beiðni fjármálaráðherra Nýjar tillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um skattahækkanir á ýmsum sviðum eru unnar að beiðni Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, sem óskaði formlega eftir tillögum frá sjóðnum um að auka tekjustreymi ríkissjóðs um eitt til tvö prósent af landsframleiðslu. 13.7.2010 07:52 Reikna með að gengi krónunnar gefi eftir á seinni hluta ársins Fari það saman að Seðlabankinn hefji reglubundin kaup á gjaldeyri og fari jafnframt að stíga næstu skref í afnámi gjaldeyrishafta má fastlega reikna með að gengi krónunnar gefi eftir á seinni hluta ársins. 13.7.2010 07:41 Leiðrétting gengislána gæti kostað 200 til 250 milljarða Greining Arion banka segir að verði miðað við samningsvexti í gengislánum gæti leiðrétting þeirra kostað 200 til 250 milljarða kr. gróflega áætlað. Verði miðað við vexti Seðlabankans myndi það kosta um 100 milljarða kr. 13.7.2010 07:18 Malcolm Walker staðfestir orð Jóns Ásgeirs Malcolm Walker, forstjóri Iceland Foods, staðfestir að 202 milljónir punda á innstæðum í töflu sem Jón Ásgeir Jóhannesson sendi Lárusi Welding og Jóni Sigurðssyni, hinn 22. september 2008, hafi tilheyrt Iceland Foods. Hann segist ekki skilja hvers vegna slitastjórn Glitnis og Kroll staðreyndu þetta ekki með því að hafa samband við fyrirtækið. 12.7.2010 18:30 Gamma lækkaði lítillega Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði lítillega í dag í 3,5 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 1,7 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði lítillega í 1,7 ma. viðskiptum. 12.7.2010 15:50 Ráðist í endurbætur á Hótel Loftleiðum Reitir fasteignafélag og Icelandair Hotels endurnýjuðu í dag leigusamninga milli félaganna til ársins 2025. Um er að ræða samtals 29.532 fermetra og ná samningarnir til Hótels Loftleiða og Hilton Reykjavík Nordica. 12.7.2010 15:42 Nærri 12% atvinnuleysi á Suðurnesjum Atvinnuleysi í júní var 7,6% en að meðaltali voru 12.988 manns atvinnulausir í mánuðinum, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi minnkar um 6,4% frá maí, eða um 887 manns að meðaltali. 12.7.2010 12:55 Vill að FME og SÍ dragi tilmælin til baka Talsmaður neytenda vill að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands dragi til baka tilmæli sín um hvernig fjármálafyrirtæki skuli rukka af gengistryggðum lánum þar til niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir. Hann útilokar ekki að ríkið gæti orðið bótaskylt vegna tilmælanna. 12.7.2010 12:02 Reiknivél Sparnaðar fyrir gengislán er nú öllum opin Reiknivél fyrir útreikninga á gengistryggðum lánum er nú opin öllum á heimasíðu Sparnaðar. Viðbrögð við reiknivélinni hafa farið fram úr öllum væntingum. 12.7.2010 09:09 Eignir lífeyrissjóða lækkuðu á milli mánaða Hrein eign lífeyrissjóða í lok maí sl. var 1.824 milljarðar kr. og lækkaði hún um 21,8 milljarða kr. í mánuðinum. 12.7.2010 08:38 Mesti samdrátturinn í Evrópu er hér 12.7.2010 00:01 Jón Ásgeir: Ásakanir slitastjórnar „rakalausar lygar“ Malcolm Walker, forstjóri bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods, segir fyrirtækið hafa átt mikla fjármuni á bankareikningum haustið 2008, en getur ekki staðfest hvort það hafi verið 200 milljónir punda. Rannsóknarfyrirtækið Kroll er nú að staðreyna hvort peningarnir hafi í raun tilheyrt Iceland. Jón Ásgeir Jóhannesson segir ásakanir slitastjórnar Glitnis banka rakalausar lygar. 11.7.2010 18:30 Katrín segir skoðanir samráðherra upphlaupskenndar Katrín Júlíusdóttir iðnaðaráðherra segir skoðanir umhverfisráðherra á eignarhlut Magma á HS orku upphlaupskenndar. Það eigi ekki við nein rök að styðjast að iðnaðarráðuneytið hafi veitt magma faglega ráðgjöf um hvernig fyrirtækið gæti farið á svig við lög til að skjóta rótum á íslenskum orkumarkaði. 11.7.2010 12:09 Pálmi Haraldsson: „Þér kemur það ekki við“ „Þér kemur það ekki við. Hvernig dettur þér í hug að spyrja svona spurningar?" sagði Pálmi Haraldsson við fréttamann nú í morgun þegar óskað var eftir upplýsingum um hver hefði lánað honum 600 milljónir króna, en upphæðin var notuð sem trygging í sátt sem hann gerði við slitastjórn Glitnis til að koma í veg fyrir að eignir hans yrðu kyrrsettar, m.a Iceland Express og Astreus flugfélagið sem rekur vélar Iceland Express. 11.7.2010 12:07 Millifærði hundrað milljónir daginn eftir beiðni um kyrrsetningu Jón Ásgeir Jóhannesson millifærði 585 þúsund pund, jafnvirði rúmlega hundrað milljónum króna, af einkareikningi sínum daginn eftir að slitastjórn Glitnis lagði fram kröfu um frystingu eigna hans. Jón Ásgeir hefur nú þegar greitt slitastjórn Glitnis tæplega tvo milljarða króna í tengslum við uppgjör á láni vegna skíðaskála í Frakklandi. 10.7.2010 18:21 Telja Jón Ásgeir hafa ráðið yfir 38 milljörðum í reiðufé rétt fyrir hrun Formaður slitastjórnar Glitnis, Steinunn Guðbjartsdóttir, telur að Jón Ásgeir Jóhannesson, eða einhver tengdur honum, hafi ráðið yfir 200 milljónum punda, jafnvirði 38 milljarða króna, í reiðufé á breskum bankareikningum aðeins 15 dögum fyrir bankahrun haustið 2008. 9.7.2010 14:44 Jón Ásgeir: Iceland Foods á peningana Slitastjórn Glitnis heldur því fram að Jón Ásgeir Jóhannesson eða einhverjir tengdir honum hafi ráðið yfir þrjátíu og átta milljörðum króna í reiðufé á bankareikningum sínum aðeins 15 dögum áður en bankakerfið hrundi í október 2008. Jón Ásgeir segir hins vegar að Iceland Foods hafi átt peningana og eigi þá enn. 9.7.2010 18:22 Skipti greiða 400 milljónir í sekt Skipti, sem meðal annars rekur Símann og Tæknivörur, hefur fallist á að greiða 400 milljónir í stjórnvaldssekt vegna brota á samkeppnislögum. Þá hafa Skipti fallist á að selja allan eignarhlut sinn í Tæknivörum og skuldbundið sig til að grípa ekki til aðgerða sem raskað geta samkeppni á farsímamarkaði. 9.7.2010 13:22 Gamma stóð nánast í stað Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 6,2 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,3% í 2 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 4,2 ma. viðskiptum. 9.7.2010 16:09 Minna álag á evruskuldir Skuldatryggingarálag á evruskuldir ríkissjóðs Íslands hefur þróast með töluvert ólíkum hætti en almennt gerist á markaði með evrópskar skuldatryggingar frá upphafi annars ársfjórðungs. 9.7.2010 12:14 Viðskiptaráð hraunar yfir skattastefnu stjórnvalda „Veruleg óvissa ríkir nú í skattamálum fyrirtækja. Takmarkaðar upplýsingar um væntanlegar tekjuöflunarleiðir ríkissjóðs fyrir næsta ár bæta ekki úr skák og gera það að verkum að ómögulegt er að gera langtímaáætlanir." 9.7.2010 11:13 Þrýstingur að utan um aukið eigið fé ÍLS Á stjórnarfundi Íbúðalánasjóðs (ÍLS) sem stóð fram á kvöld í gær lá fyrir að fjalla um skýrslu um stöðu sjóðsins sem skila á til Fjármálaeftirlitsins á mánudag. Jafnframt vinnur hópur undir forystu Bolla Bollasonar, ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, að gerð tillagna til félagsmálaráðherra um eiginfjárhlutfall sjóðsins. 9.7.2010 08:00 Óttast opinberun hússtjórnargagna Slitastjórn Glitnis rær nú að því öllum árum að fá aðgang að gögnum í vörslu hússtjórnar glæsihýsis á Manhattan-eyju þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir eiga tvær lúxusíbúðir. Telur slitastjórnin að gögnin, auk gagna úr Royal Bank of Canada, séu nauðsynleg til að rekja slóð þess fjár sem hjónin eru sökuð um að hafa svikið út úr Glitni. 9.7.2010 06:45 Vafi um heimildir HS orku Vafi kann að leika á því hvort HS orku sé heimilt að eiga hluti í öðrum innlendum orkufyrirtækjum. Félagið á umtalsverðan hlut í fyrirtækinu Suðurorku sem hyggur á rannsóknir og ef til vill virkjanir í framtíðinni. 8.7.2010 18:41 GAMMA: GBI lækkaði lítillega Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði lítillega í dag í 5,1 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 2,6 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði lítillega í 2,5 ma. viðskiptum. 8.7.2010 16:33 Búast við lækkun matarverðs Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 2-7% í helstu verslunarkeðjum frá því í maí í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá ASÍ hefur vverð körfunnar þó lækkað nokkuð í flestum verslunarkeðjum frá því hún var hæst í febrúar síðastliðnum eftir nær samfeldar verðhækkanir síðan um mitt ár 2008. ASÍ segir að 8.7.2010 15:15 Skúffufyrirtæki má eiga HS Orku Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur úrskurðað að Magma Energy Sweden AB (MES), megi eiga 52,35% í HS Orku hf. Minnihluti nefndarinnar er andvíg áliti meirihlutans en hart var deilt um það hvort kanadíska fyrirtækið Magma Energy mætti eiga hlut í íslensku orkufyrirtæki í ljósi þess að það er ekki á evrópska efnahagssvæðinu. 8.7.2010 11:11 Thor Data Center með 400 milljóna hlutafjáraukningu Títan fjárfestingafélag ásamt núverandi hluthöfum og lykilstarfsmönnum hafa fjárfest í Thor Data Center fyrir um 400 milljónir kr. 8.7.2010 10:03 Andvirði gullforðans komið yfir 10 milljarða Andvirði gulforða þess sem geymdur er í Seðlabankanum er orðinn yfir 10 milljarða kr. virði í fyrsta sinn í sögunni. 8.7.2010 09:56 Gengisdómur gæti þýtt 350 milljarða eignatilfærslu Ef miðað verður við samningsvexti gengistryggðra lána mun um 350 milljarða króna eignartilfærsla eiga sér stað frá fjármálafyrirtækjum yfir til lántakenda. Að minnsta kosti 100 milljarðar króna munu lenda á ríkissjóði, og þar með skattgreiðendum, ef sú eignartilfærsla á sér stað. Þetta kemur fram í frétt í Viðskiptablaðinu í dag. 8.7.2010 07:11 Rekstur Landsbanka og Arion óviðunandi „Til lengri tíma litið er þetta ekki afkoma af kjarnastarfsemi sem menn væru sáttir við. En það verður að hafa hugfast að verið er að vinna úr erfiðum úrlausnarefnum. Mér finnst skýrslan ekki gefa tilefni til svartsýni,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. 8.7.2010 07:00 Kröfuhafar eignast Exista Héraðsdómur Reykjavíkur hefur að beiðni stjórnar Exista veitt félaginu heimild til að leita nauðasamninga við kröfuhafa sína. Ákvörðun stjórnar byggir á ítarlegri greiningu á stöðu félagsins og hvernig hámarka megi endurheimtur kröfuhafa. 7.7.2010 17:27 Tekjur ríkisins undir áætlun Tekjur ríkissjóð fyrstu fimm mánuði ársins námu 175 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins. 7.7.2010 16:13 Glittir í samning á milli Björgólfs Deutche Bank Deutsche Bank er við það að ganga frá samkomulagi við Björgólf Thor Björgólfsson varðandi skuldir Actavis við bankann. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir ónafngreindum heimildarmönnum. Heimildirnar herma að skuldir Actavis verði felldar niður að hluta en að í stað þess fái Deutsche bank hluta af söluhagnaði verði Actavis selt. 7.7.2010 15:33 Talsmaður neytenda fagnar viðbrögðum vegna gengislána „Þeir fallast á þetta og ég fagna því,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, um yfirlýsingar viðskiptabankanna þar sem þeir hafa ákveðið að taka fasta krónutölu af umdeildum gengislánum. 7.7.2010 14:34 Bankarnir vilja fimm þúsund af milljón Arion Banki, Landsbanki og Íslandsbanki hafa ákveðið að bjóða einstaklingum með erlend íbúðalán hjá bankanum, með veði í fasteign, að greiða mánaðarlega 5.000 kr. af hverri milljón upphaflegs höfuðstóls lánsins á verðlagi við lánveitingu. Þetta er í samræmi við tilmæli Samtaka fjármálafyrirtækja sem send voru fjölmiðlum í dag sem og tilmæli FME og SÍ. 7.7.2010 13:59 Einhugur í peningastefnunefnd um vextina Allir þeir sem sæti eiga í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands voru sammála um það að lækka skyldi vexti bankans um 9,5 prósentur við síðustu stýrivaxtaákvörðun. 7.7.2010 16:30 Litlar breytingar á GAMMA Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 11,4 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,1% í 5 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,3% í 6,5 ma. viðskiptum. 7.7.2010 15:53 Spá yfir 100 milljarða vöruskiptaafgangi Greining Íslandsbanka býst við að áfram verði myndarlegur afgangur af vöruskiptum við útlönd. Verð helstu útflutningsvara hafi hækkað verulega frá fyrri hluta síðasta árs og horfur séu á að innflutningur neyslu- og fjárfestingarvara verði enn um sinn með minna móti þar til hagkerfið nær sér á strik að nýju. 7.7.2010 12:17 Nær þúsund beiðnir um nauðungarsölur á fasteignum Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna fasteigna hjá sýslumanninum í Reykjavík í ár voru orðnar 968 í lok júní. 7.7.2010 11:24 Bankasýslan gagnrýnir uppgjör bankanna Í nýrri skýrslu Bankasýslu ríkisins um starfsemi ársins í ár kemur fram gagnrýni á uppgjör stóru bankanna þriggja. Þar segir að arðsemi eigin fjár þeirra lækki umtalsvert þegar gert hafi verið ráð fyrir óreglulegum liðum. 7.7.2010 10:28 Gift slapp með skrekkinn - þarf ekki að greiða milljarð fyrir verðlaus bréf Fjárfestingafélagið Gift slapp með skrekkinn í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok júní en þá sýknaði dómari félagið af milljarðskröfu sem Landsbankinn gerði í félagið vegna framvirkra samninga um hlutabréf í Landsbankanum. 7.7.2010 10:03 Sjá næstu 50 fréttir
Yfirtaka Íslandsbanka á Eik samþykkt með skilyrðum Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt yfirtöku Íslandsbanka á Eik Properties ehf. en setur jafnframt margvísleg skilyrði fyrir yfirtökunni. Yfirtaka Íslandsbanka hf. á öllu hlutafé Eik Properties ehf. felur í sér samruna í skilningi samkeppnislaganna. 13.7.2010 10:23
Móðurfélag N1 vinnur að endurskipulagningu BNT, móðurfélag N1, hefur nú hafið vinnu við endurskipulaginu fjármála samstæðunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 13.7.2010 09:56
Magma boðar hlutafjárútboð til að greiða fyrir HS Orku Magma Energy hefur tilkynnt að félagið muni fara í nýtt hlutafjárútboð upp á 40 milljónir kanadadollara eða tæplega fimm milljarða króna. 13.7.2010 08:44
Skattatillögur AGS unnar að beiðni fjármálaráðherra Nýjar tillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um skattahækkanir á ýmsum sviðum eru unnar að beiðni Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, sem óskaði formlega eftir tillögum frá sjóðnum um að auka tekjustreymi ríkissjóðs um eitt til tvö prósent af landsframleiðslu. 13.7.2010 07:52
Reikna með að gengi krónunnar gefi eftir á seinni hluta ársins Fari það saman að Seðlabankinn hefji reglubundin kaup á gjaldeyri og fari jafnframt að stíga næstu skref í afnámi gjaldeyrishafta má fastlega reikna með að gengi krónunnar gefi eftir á seinni hluta ársins. 13.7.2010 07:41
Leiðrétting gengislána gæti kostað 200 til 250 milljarða Greining Arion banka segir að verði miðað við samningsvexti í gengislánum gæti leiðrétting þeirra kostað 200 til 250 milljarða kr. gróflega áætlað. Verði miðað við vexti Seðlabankans myndi það kosta um 100 milljarða kr. 13.7.2010 07:18
Malcolm Walker staðfestir orð Jóns Ásgeirs Malcolm Walker, forstjóri Iceland Foods, staðfestir að 202 milljónir punda á innstæðum í töflu sem Jón Ásgeir Jóhannesson sendi Lárusi Welding og Jóni Sigurðssyni, hinn 22. september 2008, hafi tilheyrt Iceland Foods. Hann segist ekki skilja hvers vegna slitastjórn Glitnis og Kroll staðreyndu þetta ekki með því að hafa samband við fyrirtækið. 12.7.2010 18:30
Gamma lækkaði lítillega Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði lítillega í dag í 3,5 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 1,7 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði lítillega í 1,7 ma. viðskiptum. 12.7.2010 15:50
Ráðist í endurbætur á Hótel Loftleiðum Reitir fasteignafélag og Icelandair Hotels endurnýjuðu í dag leigusamninga milli félaganna til ársins 2025. Um er að ræða samtals 29.532 fermetra og ná samningarnir til Hótels Loftleiða og Hilton Reykjavík Nordica. 12.7.2010 15:42
Nærri 12% atvinnuleysi á Suðurnesjum Atvinnuleysi í júní var 7,6% en að meðaltali voru 12.988 manns atvinnulausir í mánuðinum, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi minnkar um 6,4% frá maí, eða um 887 manns að meðaltali. 12.7.2010 12:55
Vill að FME og SÍ dragi tilmælin til baka Talsmaður neytenda vill að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands dragi til baka tilmæli sín um hvernig fjármálafyrirtæki skuli rukka af gengistryggðum lánum þar til niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir. Hann útilokar ekki að ríkið gæti orðið bótaskylt vegna tilmælanna. 12.7.2010 12:02
Reiknivél Sparnaðar fyrir gengislán er nú öllum opin Reiknivél fyrir útreikninga á gengistryggðum lánum er nú opin öllum á heimasíðu Sparnaðar. Viðbrögð við reiknivélinni hafa farið fram úr öllum væntingum. 12.7.2010 09:09
Eignir lífeyrissjóða lækkuðu á milli mánaða Hrein eign lífeyrissjóða í lok maí sl. var 1.824 milljarðar kr. og lækkaði hún um 21,8 milljarða kr. í mánuðinum. 12.7.2010 08:38
Jón Ásgeir: Ásakanir slitastjórnar „rakalausar lygar“ Malcolm Walker, forstjóri bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods, segir fyrirtækið hafa átt mikla fjármuni á bankareikningum haustið 2008, en getur ekki staðfest hvort það hafi verið 200 milljónir punda. Rannsóknarfyrirtækið Kroll er nú að staðreyna hvort peningarnir hafi í raun tilheyrt Iceland. Jón Ásgeir Jóhannesson segir ásakanir slitastjórnar Glitnis banka rakalausar lygar. 11.7.2010 18:30
Katrín segir skoðanir samráðherra upphlaupskenndar Katrín Júlíusdóttir iðnaðaráðherra segir skoðanir umhverfisráðherra á eignarhlut Magma á HS orku upphlaupskenndar. Það eigi ekki við nein rök að styðjast að iðnaðarráðuneytið hafi veitt magma faglega ráðgjöf um hvernig fyrirtækið gæti farið á svig við lög til að skjóta rótum á íslenskum orkumarkaði. 11.7.2010 12:09
Pálmi Haraldsson: „Þér kemur það ekki við“ „Þér kemur það ekki við. Hvernig dettur þér í hug að spyrja svona spurningar?" sagði Pálmi Haraldsson við fréttamann nú í morgun þegar óskað var eftir upplýsingum um hver hefði lánað honum 600 milljónir króna, en upphæðin var notuð sem trygging í sátt sem hann gerði við slitastjórn Glitnis til að koma í veg fyrir að eignir hans yrðu kyrrsettar, m.a Iceland Express og Astreus flugfélagið sem rekur vélar Iceland Express. 11.7.2010 12:07
Millifærði hundrað milljónir daginn eftir beiðni um kyrrsetningu Jón Ásgeir Jóhannesson millifærði 585 þúsund pund, jafnvirði rúmlega hundrað milljónum króna, af einkareikningi sínum daginn eftir að slitastjórn Glitnis lagði fram kröfu um frystingu eigna hans. Jón Ásgeir hefur nú þegar greitt slitastjórn Glitnis tæplega tvo milljarða króna í tengslum við uppgjör á láni vegna skíðaskála í Frakklandi. 10.7.2010 18:21
Telja Jón Ásgeir hafa ráðið yfir 38 milljörðum í reiðufé rétt fyrir hrun Formaður slitastjórnar Glitnis, Steinunn Guðbjartsdóttir, telur að Jón Ásgeir Jóhannesson, eða einhver tengdur honum, hafi ráðið yfir 200 milljónum punda, jafnvirði 38 milljarða króna, í reiðufé á breskum bankareikningum aðeins 15 dögum fyrir bankahrun haustið 2008. 9.7.2010 14:44
Jón Ásgeir: Iceland Foods á peningana Slitastjórn Glitnis heldur því fram að Jón Ásgeir Jóhannesson eða einhverjir tengdir honum hafi ráðið yfir þrjátíu og átta milljörðum króna í reiðufé á bankareikningum sínum aðeins 15 dögum áður en bankakerfið hrundi í október 2008. Jón Ásgeir segir hins vegar að Iceland Foods hafi átt peningana og eigi þá enn. 9.7.2010 18:22
Skipti greiða 400 milljónir í sekt Skipti, sem meðal annars rekur Símann og Tæknivörur, hefur fallist á að greiða 400 milljónir í stjórnvaldssekt vegna brota á samkeppnislögum. Þá hafa Skipti fallist á að selja allan eignarhlut sinn í Tæknivörum og skuldbundið sig til að grípa ekki til aðgerða sem raskað geta samkeppni á farsímamarkaði. 9.7.2010 13:22
Gamma stóð nánast í stað Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 6,2 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,3% í 2 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 4,2 ma. viðskiptum. 9.7.2010 16:09
Minna álag á evruskuldir Skuldatryggingarálag á evruskuldir ríkissjóðs Íslands hefur þróast með töluvert ólíkum hætti en almennt gerist á markaði með evrópskar skuldatryggingar frá upphafi annars ársfjórðungs. 9.7.2010 12:14
Viðskiptaráð hraunar yfir skattastefnu stjórnvalda „Veruleg óvissa ríkir nú í skattamálum fyrirtækja. Takmarkaðar upplýsingar um væntanlegar tekjuöflunarleiðir ríkissjóðs fyrir næsta ár bæta ekki úr skák og gera það að verkum að ómögulegt er að gera langtímaáætlanir." 9.7.2010 11:13
Þrýstingur að utan um aukið eigið fé ÍLS Á stjórnarfundi Íbúðalánasjóðs (ÍLS) sem stóð fram á kvöld í gær lá fyrir að fjalla um skýrslu um stöðu sjóðsins sem skila á til Fjármálaeftirlitsins á mánudag. Jafnframt vinnur hópur undir forystu Bolla Bollasonar, ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, að gerð tillagna til félagsmálaráðherra um eiginfjárhlutfall sjóðsins. 9.7.2010 08:00
Óttast opinberun hússtjórnargagna Slitastjórn Glitnis rær nú að því öllum árum að fá aðgang að gögnum í vörslu hússtjórnar glæsihýsis á Manhattan-eyju þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir eiga tvær lúxusíbúðir. Telur slitastjórnin að gögnin, auk gagna úr Royal Bank of Canada, séu nauðsynleg til að rekja slóð þess fjár sem hjónin eru sökuð um að hafa svikið út úr Glitni. 9.7.2010 06:45
Vafi um heimildir HS orku Vafi kann að leika á því hvort HS orku sé heimilt að eiga hluti í öðrum innlendum orkufyrirtækjum. Félagið á umtalsverðan hlut í fyrirtækinu Suðurorku sem hyggur á rannsóknir og ef til vill virkjanir í framtíðinni. 8.7.2010 18:41
GAMMA: GBI lækkaði lítillega Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði lítillega í dag í 5,1 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 2,6 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði lítillega í 2,5 ma. viðskiptum. 8.7.2010 16:33
Búast við lækkun matarverðs Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 2-7% í helstu verslunarkeðjum frá því í maí í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá ASÍ hefur vverð körfunnar þó lækkað nokkuð í flestum verslunarkeðjum frá því hún var hæst í febrúar síðastliðnum eftir nær samfeldar verðhækkanir síðan um mitt ár 2008. ASÍ segir að 8.7.2010 15:15
Skúffufyrirtæki má eiga HS Orku Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur úrskurðað að Magma Energy Sweden AB (MES), megi eiga 52,35% í HS Orku hf. Minnihluti nefndarinnar er andvíg áliti meirihlutans en hart var deilt um það hvort kanadíska fyrirtækið Magma Energy mætti eiga hlut í íslensku orkufyrirtæki í ljósi þess að það er ekki á evrópska efnahagssvæðinu. 8.7.2010 11:11
Thor Data Center með 400 milljóna hlutafjáraukningu Títan fjárfestingafélag ásamt núverandi hluthöfum og lykilstarfsmönnum hafa fjárfest í Thor Data Center fyrir um 400 milljónir kr. 8.7.2010 10:03
Andvirði gullforðans komið yfir 10 milljarða Andvirði gulforða þess sem geymdur er í Seðlabankanum er orðinn yfir 10 milljarða kr. virði í fyrsta sinn í sögunni. 8.7.2010 09:56
Gengisdómur gæti þýtt 350 milljarða eignatilfærslu Ef miðað verður við samningsvexti gengistryggðra lána mun um 350 milljarða króna eignartilfærsla eiga sér stað frá fjármálafyrirtækjum yfir til lántakenda. Að minnsta kosti 100 milljarðar króna munu lenda á ríkissjóði, og þar með skattgreiðendum, ef sú eignartilfærsla á sér stað. Þetta kemur fram í frétt í Viðskiptablaðinu í dag. 8.7.2010 07:11
Rekstur Landsbanka og Arion óviðunandi „Til lengri tíma litið er þetta ekki afkoma af kjarnastarfsemi sem menn væru sáttir við. En það verður að hafa hugfast að verið er að vinna úr erfiðum úrlausnarefnum. Mér finnst skýrslan ekki gefa tilefni til svartsýni,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. 8.7.2010 07:00
Kröfuhafar eignast Exista Héraðsdómur Reykjavíkur hefur að beiðni stjórnar Exista veitt félaginu heimild til að leita nauðasamninga við kröfuhafa sína. Ákvörðun stjórnar byggir á ítarlegri greiningu á stöðu félagsins og hvernig hámarka megi endurheimtur kröfuhafa. 7.7.2010 17:27
Tekjur ríkisins undir áætlun Tekjur ríkissjóð fyrstu fimm mánuði ársins námu 175 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins. 7.7.2010 16:13
Glittir í samning á milli Björgólfs Deutche Bank Deutsche Bank er við það að ganga frá samkomulagi við Björgólf Thor Björgólfsson varðandi skuldir Actavis við bankann. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir ónafngreindum heimildarmönnum. Heimildirnar herma að skuldir Actavis verði felldar niður að hluta en að í stað þess fái Deutsche bank hluta af söluhagnaði verði Actavis selt. 7.7.2010 15:33
Talsmaður neytenda fagnar viðbrögðum vegna gengislána „Þeir fallast á þetta og ég fagna því,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, um yfirlýsingar viðskiptabankanna þar sem þeir hafa ákveðið að taka fasta krónutölu af umdeildum gengislánum. 7.7.2010 14:34
Bankarnir vilja fimm þúsund af milljón Arion Banki, Landsbanki og Íslandsbanki hafa ákveðið að bjóða einstaklingum með erlend íbúðalán hjá bankanum, með veði í fasteign, að greiða mánaðarlega 5.000 kr. af hverri milljón upphaflegs höfuðstóls lánsins á verðlagi við lánveitingu. Þetta er í samræmi við tilmæli Samtaka fjármálafyrirtækja sem send voru fjölmiðlum í dag sem og tilmæli FME og SÍ. 7.7.2010 13:59
Einhugur í peningastefnunefnd um vextina Allir þeir sem sæti eiga í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands voru sammála um það að lækka skyldi vexti bankans um 9,5 prósentur við síðustu stýrivaxtaákvörðun. 7.7.2010 16:30
Litlar breytingar á GAMMA Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 11,4 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,1% í 5 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,3% í 6,5 ma. viðskiptum. 7.7.2010 15:53
Spá yfir 100 milljarða vöruskiptaafgangi Greining Íslandsbanka býst við að áfram verði myndarlegur afgangur af vöruskiptum við útlönd. Verð helstu útflutningsvara hafi hækkað verulega frá fyrri hluta síðasta árs og horfur séu á að innflutningur neyslu- og fjárfestingarvara verði enn um sinn með minna móti þar til hagkerfið nær sér á strik að nýju. 7.7.2010 12:17
Nær þúsund beiðnir um nauðungarsölur á fasteignum Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna fasteigna hjá sýslumanninum í Reykjavík í ár voru orðnar 968 í lok júní. 7.7.2010 11:24
Bankasýslan gagnrýnir uppgjör bankanna Í nýrri skýrslu Bankasýslu ríkisins um starfsemi ársins í ár kemur fram gagnrýni á uppgjör stóru bankanna þriggja. Þar segir að arðsemi eigin fjár þeirra lækki umtalsvert þegar gert hafi verið ráð fyrir óreglulegum liðum. 7.7.2010 10:28
Gift slapp með skrekkinn - þarf ekki að greiða milljarð fyrir verðlaus bréf Fjárfestingafélagið Gift slapp með skrekkinn í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok júní en þá sýknaði dómari félagið af milljarðskröfu sem Landsbankinn gerði í félagið vegna framvirkra samninga um hlutabréf í Landsbankanum. 7.7.2010 10:03