Viðskipti innlent

Minna álag á evruskuldir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skuldatryggingarálag á evruskuldir ríkissjóðs Íslands hefur þróast með töluvert ólíkum hætti en almennt gerist á markaði með evrópskar skuldatryggingar frá upphafi annars ársfjórðungs.

Greining Íslandsbanka segir að á þessu tímabili hafi skuldatryggingar í Evrópu almennt hækkað í verði á meðan álagið á ríkissjóð Íslands hafi lækkað um þriðjung. Kaup Seðlabanka, fyrir hönd ríkissjóðs, á verulegum hluta útistandandi evruskuldabréfa síðarnefnda aðilans ásamt batnandi lausafjárstöðu í erlendum gjaldeyri séu helstu ástæður þessa. Enn sé skuldatryggingarálag á ríkissjóð til eins árs þó talsvert hærra en álagið til fimm ára. Í gær hafi fyrrnefnda álagið verið 423 punktar en hið síðarnefnda 323 punktar samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni.

Greining Íslandsbanka segir þetta vera athyglisvert í ljósi þess að sá gjaldeyrir sem liggi á lausu í Seðlabankanum, þegar frá eru taldar gjaldeyrisinnstæður, ætti að duga auðveldlega fyrir útflæði vegna greiðslna ríkissjóðs næsta árið og raunar nokkuð lengur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×