Telja Jón Ásgeir hafa ráðið yfir 38 milljörðum í reiðufé rétt fyrir hrun 9. júlí 2010 14:44 Formaður slitastjórnar Glitnis, Steinunn Guðbjartsdóttir, telur að Jón Ásgeir Jóhannesson, eða einhver tengdur honum, hafi ráðið yfir 200 milljónum punda, jafnvirði 38 milljarða króna, í reiðufé á breskum bankareikningum aðeins 15 dögum fyrir bankahrun haustið 2008. Þetta kemur fram í eiðsvörnum vitnisburði Steinunnar fyrir dómstólum í Bretlandi vegna kyrrsetningarmáls sem slitastjórnin höfðaði gegn Jóni Ásgeiri þar og nær til eigna Jóns á heimsvísu en vitnisburðurinn er meðal gagna sem slitastjórnin lagði fram fyrir dómstólum í New York. Slitastjórnin hefur sem kunnugt er stefnt Jóni Ásgeiri og fleirum í New York og krefst 260 milljarða króna í skaðabætur vegna þess tjóns sem slitastjórnin telur að stefndu hafi valdið Glitni banka. Eiðsvarni vitnisburðurinn, sem er í 169 liðum, var lagður fram hinn 11. maí síðastliðinn. Það var rannsóknarfyrirtækið Kroll sem fann upplýsingarnar um bankainnstæðurnar, en þær voru í jpeg formi í tölvupósti sem Jón Ásgeir sendi Lárusi Welding og Jóni Sigurðssyni, þá forstjóra FL Group, hinn 22. september 2008, aðeins viku fyrir þjóðnýtingu Glitnis banka og 15 dögum fyrir fall bankakerfisins. Tölvupósturinn var sendur undir heitinu „Sterling deposits"og hefur að geyma textann „For your eyes only." Að sögn Steinunnar telja sérfræðingar Kroll líklegt að ástæðan fyrir því að upplýsingarnar hafi verið sendar á jpeg-formi hafi verið sú að Jón Ásgeir vildi fela upplýsingarnar þannig þær kæmu ekki fram í almennri textaleit leitarvéla. Þá sé jafnframt erfiðara að eiga við gögnin með þeim hætti, t.d breyta þeim. Ljósmyndin í tölvupóstinum sem Jón Ásgeir sendi er af töflu sem sýnir innstæður hjá bresku bönkunum HBOS, Barclays, Alliance & Leicester, HSBC og Bank of Ireland, sem samtals námu 202 milljónum punda, eða um 38 milljörðum króna á núverandi gengi. Steinunn segir í vitnisburði sínum að slitastjórn Glitnis hafi ástæðu til að ætla að innstæðurnar hafi hvorki tilheyrt Glitni banka né Baugi Group. Telur slitastjórnin að innstæðurnar hafi tilheyrt félagi í eigu Jóns Ásgeirs eða einhvers tengdum honum. Hins vegar virðist slitastjórnin ekki hafa fullnægjandi upplýsingar til þess að styðja þetta því Steinunn segir í vitnisburðinum: „Ég veit ekki hver eða hvaða fyrirtæki átti reikningana sem vitnað er til í Sterling-töflunni. Ég tel að það sé líklega einn eða fleiri af þeim sem sendu tölvupóstinn [Jón Ásgeir, Lárus Welding, Jón Sigurðsson] eða fyrirtæki eða einstaklingur sem tengist þeim." Því næst rekur hún að Kroll telji mjög ólíklegt að fjármunirnir hafi tilheyrt Glitni. Þá sé ólíklegt að Baugur hafi ráðið yfir jafn miklu reiðufé á þessum tímapunkti því aðeins sex mánuðum síðar hafi fyrirtækið óskað eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Formaður slitastjórnar Glitnis, Steinunn Guðbjartsdóttir, telur að Jón Ásgeir Jóhannesson, eða einhver tengdur honum, hafi ráðið yfir 200 milljónum punda, jafnvirði 38 milljarða króna, í reiðufé á breskum bankareikningum aðeins 15 dögum fyrir bankahrun haustið 2008. Þetta kemur fram í eiðsvörnum vitnisburði Steinunnar fyrir dómstólum í Bretlandi vegna kyrrsetningarmáls sem slitastjórnin höfðaði gegn Jóni Ásgeiri þar og nær til eigna Jóns á heimsvísu en vitnisburðurinn er meðal gagna sem slitastjórnin lagði fram fyrir dómstólum í New York. Slitastjórnin hefur sem kunnugt er stefnt Jóni Ásgeiri og fleirum í New York og krefst 260 milljarða króna í skaðabætur vegna þess tjóns sem slitastjórnin telur að stefndu hafi valdið Glitni banka. Eiðsvarni vitnisburðurinn, sem er í 169 liðum, var lagður fram hinn 11. maí síðastliðinn. Það var rannsóknarfyrirtækið Kroll sem fann upplýsingarnar um bankainnstæðurnar, en þær voru í jpeg formi í tölvupósti sem Jón Ásgeir sendi Lárusi Welding og Jóni Sigurðssyni, þá forstjóra FL Group, hinn 22. september 2008, aðeins viku fyrir þjóðnýtingu Glitnis banka og 15 dögum fyrir fall bankakerfisins. Tölvupósturinn var sendur undir heitinu „Sterling deposits"og hefur að geyma textann „For your eyes only." Að sögn Steinunnar telja sérfræðingar Kroll líklegt að ástæðan fyrir því að upplýsingarnar hafi verið sendar á jpeg-formi hafi verið sú að Jón Ásgeir vildi fela upplýsingarnar þannig þær kæmu ekki fram í almennri textaleit leitarvéla. Þá sé jafnframt erfiðara að eiga við gögnin með þeim hætti, t.d breyta þeim. Ljósmyndin í tölvupóstinum sem Jón Ásgeir sendi er af töflu sem sýnir innstæður hjá bresku bönkunum HBOS, Barclays, Alliance & Leicester, HSBC og Bank of Ireland, sem samtals námu 202 milljónum punda, eða um 38 milljörðum króna á núverandi gengi. Steinunn segir í vitnisburði sínum að slitastjórn Glitnis hafi ástæðu til að ætla að innstæðurnar hafi hvorki tilheyrt Glitni banka né Baugi Group. Telur slitastjórnin að innstæðurnar hafi tilheyrt félagi í eigu Jóns Ásgeirs eða einhvers tengdum honum. Hins vegar virðist slitastjórnin ekki hafa fullnægjandi upplýsingar til þess að styðja þetta því Steinunn segir í vitnisburðinum: „Ég veit ekki hver eða hvaða fyrirtæki átti reikningana sem vitnað er til í Sterling-töflunni. Ég tel að það sé líklega einn eða fleiri af þeim sem sendu tölvupóstinn [Jón Ásgeir, Lárus Welding, Jón Sigurðsson] eða fyrirtæki eða einstaklingur sem tengist þeim." Því næst rekur hún að Kroll telji mjög ólíklegt að fjármunirnir hafi tilheyrt Glitni. Þá sé ólíklegt að Baugur hafi ráðið yfir jafn miklu reiðufé á þessum tímapunkti því aðeins sex mánuðum síðar hafi fyrirtækið óskað eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira