Telja Jón Ásgeir hafa ráðið yfir 38 milljörðum í reiðufé rétt fyrir hrun 9. júlí 2010 14:44 Formaður slitastjórnar Glitnis, Steinunn Guðbjartsdóttir, telur að Jón Ásgeir Jóhannesson, eða einhver tengdur honum, hafi ráðið yfir 200 milljónum punda, jafnvirði 38 milljarða króna, í reiðufé á breskum bankareikningum aðeins 15 dögum fyrir bankahrun haustið 2008. Þetta kemur fram í eiðsvörnum vitnisburði Steinunnar fyrir dómstólum í Bretlandi vegna kyrrsetningarmáls sem slitastjórnin höfðaði gegn Jóni Ásgeiri þar og nær til eigna Jóns á heimsvísu en vitnisburðurinn er meðal gagna sem slitastjórnin lagði fram fyrir dómstólum í New York. Slitastjórnin hefur sem kunnugt er stefnt Jóni Ásgeiri og fleirum í New York og krefst 260 milljarða króna í skaðabætur vegna þess tjóns sem slitastjórnin telur að stefndu hafi valdið Glitni banka. Eiðsvarni vitnisburðurinn, sem er í 169 liðum, var lagður fram hinn 11. maí síðastliðinn. Það var rannsóknarfyrirtækið Kroll sem fann upplýsingarnar um bankainnstæðurnar, en þær voru í jpeg formi í tölvupósti sem Jón Ásgeir sendi Lárusi Welding og Jóni Sigurðssyni, þá forstjóra FL Group, hinn 22. september 2008, aðeins viku fyrir þjóðnýtingu Glitnis banka og 15 dögum fyrir fall bankakerfisins. Tölvupósturinn var sendur undir heitinu „Sterling deposits"og hefur að geyma textann „For your eyes only." Að sögn Steinunnar telja sérfræðingar Kroll líklegt að ástæðan fyrir því að upplýsingarnar hafi verið sendar á jpeg-formi hafi verið sú að Jón Ásgeir vildi fela upplýsingarnar þannig þær kæmu ekki fram í almennri textaleit leitarvéla. Þá sé jafnframt erfiðara að eiga við gögnin með þeim hætti, t.d breyta þeim. Ljósmyndin í tölvupóstinum sem Jón Ásgeir sendi er af töflu sem sýnir innstæður hjá bresku bönkunum HBOS, Barclays, Alliance & Leicester, HSBC og Bank of Ireland, sem samtals námu 202 milljónum punda, eða um 38 milljörðum króna á núverandi gengi. Steinunn segir í vitnisburði sínum að slitastjórn Glitnis hafi ástæðu til að ætla að innstæðurnar hafi hvorki tilheyrt Glitni banka né Baugi Group. Telur slitastjórnin að innstæðurnar hafi tilheyrt félagi í eigu Jóns Ásgeirs eða einhvers tengdum honum. Hins vegar virðist slitastjórnin ekki hafa fullnægjandi upplýsingar til þess að styðja þetta því Steinunn segir í vitnisburðinum: „Ég veit ekki hver eða hvaða fyrirtæki átti reikningana sem vitnað er til í Sterling-töflunni. Ég tel að það sé líklega einn eða fleiri af þeim sem sendu tölvupóstinn [Jón Ásgeir, Lárus Welding, Jón Sigurðsson] eða fyrirtæki eða einstaklingur sem tengist þeim." Því næst rekur hún að Kroll telji mjög ólíklegt að fjármunirnir hafi tilheyrt Glitni. Þá sé ólíklegt að Baugur hafi ráðið yfir jafn miklu reiðufé á þessum tímapunkti því aðeins sex mánuðum síðar hafi fyrirtækið óskað eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta. Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Formaður slitastjórnar Glitnis, Steinunn Guðbjartsdóttir, telur að Jón Ásgeir Jóhannesson, eða einhver tengdur honum, hafi ráðið yfir 200 milljónum punda, jafnvirði 38 milljarða króna, í reiðufé á breskum bankareikningum aðeins 15 dögum fyrir bankahrun haustið 2008. Þetta kemur fram í eiðsvörnum vitnisburði Steinunnar fyrir dómstólum í Bretlandi vegna kyrrsetningarmáls sem slitastjórnin höfðaði gegn Jóni Ásgeiri þar og nær til eigna Jóns á heimsvísu en vitnisburðurinn er meðal gagna sem slitastjórnin lagði fram fyrir dómstólum í New York. Slitastjórnin hefur sem kunnugt er stefnt Jóni Ásgeiri og fleirum í New York og krefst 260 milljarða króna í skaðabætur vegna þess tjóns sem slitastjórnin telur að stefndu hafi valdið Glitni banka. Eiðsvarni vitnisburðurinn, sem er í 169 liðum, var lagður fram hinn 11. maí síðastliðinn. Það var rannsóknarfyrirtækið Kroll sem fann upplýsingarnar um bankainnstæðurnar, en þær voru í jpeg formi í tölvupósti sem Jón Ásgeir sendi Lárusi Welding og Jóni Sigurðssyni, þá forstjóra FL Group, hinn 22. september 2008, aðeins viku fyrir þjóðnýtingu Glitnis banka og 15 dögum fyrir fall bankakerfisins. Tölvupósturinn var sendur undir heitinu „Sterling deposits"og hefur að geyma textann „For your eyes only." Að sögn Steinunnar telja sérfræðingar Kroll líklegt að ástæðan fyrir því að upplýsingarnar hafi verið sendar á jpeg-formi hafi verið sú að Jón Ásgeir vildi fela upplýsingarnar þannig þær kæmu ekki fram í almennri textaleit leitarvéla. Þá sé jafnframt erfiðara að eiga við gögnin með þeim hætti, t.d breyta þeim. Ljósmyndin í tölvupóstinum sem Jón Ásgeir sendi er af töflu sem sýnir innstæður hjá bresku bönkunum HBOS, Barclays, Alliance & Leicester, HSBC og Bank of Ireland, sem samtals námu 202 milljónum punda, eða um 38 milljörðum króna á núverandi gengi. Steinunn segir í vitnisburði sínum að slitastjórn Glitnis hafi ástæðu til að ætla að innstæðurnar hafi hvorki tilheyrt Glitni banka né Baugi Group. Telur slitastjórnin að innstæðurnar hafi tilheyrt félagi í eigu Jóns Ásgeirs eða einhvers tengdum honum. Hins vegar virðist slitastjórnin ekki hafa fullnægjandi upplýsingar til þess að styðja þetta því Steinunn segir í vitnisburðinum: „Ég veit ekki hver eða hvaða fyrirtæki átti reikningana sem vitnað er til í Sterling-töflunni. Ég tel að það sé líklega einn eða fleiri af þeim sem sendu tölvupóstinn [Jón Ásgeir, Lárus Welding, Jón Sigurðsson] eða fyrirtæki eða einstaklingur sem tengist þeim." Því næst rekur hún að Kroll telji mjög ólíklegt að fjármunirnir hafi tilheyrt Glitni. Þá sé ólíklegt að Baugur hafi ráðið yfir jafn miklu reiðufé á þessum tímapunkti því aðeins sex mánuðum síðar hafi fyrirtækið óskað eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.
Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira