Telja Jón Ásgeir hafa ráðið yfir 38 milljörðum í reiðufé rétt fyrir hrun 9. júlí 2010 14:44 Formaður slitastjórnar Glitnis, Steinunn Guðbjartsdóttir, telur að Jón Ásgeir Jóhannesson, eða einhver tengdur honum, hafi ráðið yfir 200 milljónum punda, jafnvirði 38 milljarða króna, í reiðufé á breskum bankareikningum aðeins 15 dögum fyrir bankahrun haustið 2008. Þetta kemur fram í eiðsvörnum vitnisburði Steinunnar fyrir dómstólum í Bretlandi vegna kyrrsetningarmáls sem slitastjórnin höfðaði gegn Jóni Ásgeiri þar og nær til eigna Jóns á heimsvísu en vitnisburðurinn er meðal gagna sem slitastjórnin lagði fram fyrir dómstólum í New York. Slitastjórnin hefur sem kunnugt er stefnt Jóni Ásgeiri og fleirum í New York og krefst 260 milljarða króna í skaðabætur vegna þess tjóns sem slitastjórnin telur að stefndu hafi valdið Glitni banka. Eiðsvarni vitnisburðurinn, sem er í 169 liðum, var lagður fram hinn 11. maí síðastliðinn. Það var rannsóknarfyrirtækið Kroll sem fann upplýsingarnar um bankainnstæðurnar, en þær voru í jpeg formi í tölvupósti sem Jón Ásgeir sendi Lárusi Welding og Jóni Sigurðssyni, þá forstjóra FL Group, hinn 22. september 2008, aðeins viku fyrir þjóðnýtingu Glitnis banka og 15 dögum fyrir fall bankakerfisins. Tölvupósturinn var sendur undir heitinu „Sterling deposits"og hefur að geyma textann „For your eyes only." Að sögn Steinunnar telja sérfræðingar Kroll líklegt að ástæðan fyrir því að upplýsingarnar hafi verið sendar á jpeg-formi hafi verið sú að Jón Ásgeir vildi fela upplýsingarnar þannig þær kæmu ekki fram í almennri textaleit leitarvéla. Þá sé jafnframt erfiðara að eiga við gögnin með þeim hætti, t.d breyta þeim. Ljósmyndin í tölvupóstinum sem Jón Ásgeir sendi er af töflu sem sýnir innstæður hjá bresku bönkunum HBOS, Barclays, Alliance & Leicester, HSBC og Bank of Ireland, sem samtals námu 202 milljónum punda, eða um 38 milljörðum króna á núverandi gengi. Steinunn segir í vitnisburði sínum að slitastjórn Glitnis hafi ástæðu til að ætla að innstæðurnar hafi hvorki tilheyrt Glitni banka né Baugi Group. Telur slitastjórnin að innstæðurnar hafi tilheyrt félagi í eigu Jóns Ásgeirs eða einhvers tengdum honum. Hins vegar virðist slitastjórnin ekki hafa fullnægjandi upplýsingar til þess að styðja þetta því Steinunn segir í vitnisburðinum: „Ég veit ekki hver eða hvaða fyrirtæki átti reikningana sem vitnað er til í Sterling-töflunni. Ég tel að það sé líklega einn eða fleiri af þeim sem sendu tölvupóstinn [Jón Ásgeir, Lárus Welding, Jón Sigurðsson] eða fyrirtæki eða einstaklingur sem tengist þeim." Því næst rekur hún að Kroll telji mjög ólíklegt að fjármunirnir hafi tilheyrt Glitni. Þá sé ólíklegt að Baugur hafi ráðið yfir jafn miklu reiðufé á þessum tímapunkti því aðeins sex mánuðum síðar hafi fyrirtækið óskað eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta. Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Formaður slitastjórnar Glitnis, Steinunn Guðbjartsdóttir, telur að Jón Ásgeir Jóhannesson, eða einhver tengdur honum, hafi ráðið yfir 200 milljónum punda, jafnvirði 38 milljarða króna, í reiðufé á breskum bankareikningum aðeins 15 dögum fyrir bankahrun haustið 2008. Þetta kemur fram í eiðsvörnum vitnisburði Steinunnar fyrir dómstólum í Bretlandi vegna kyrrsetningarmáls sem slitastjórnin höfðaði gegn Jóni Ásgeiri þar og nær til eigna Jóns á heimsvísu en vitnisburðurinn er meðal gagna sem slitastjórnin lagði fram fyrir dómstólum í New York. Slitastjórnin hefur sem kunnugt er stefnt Jóni Ásgeiri og fleirum í New York og krefst 260 milljarða króna í skaðabætur vegna þess tjóns sem slitastjórnin telur að stefndu hafi valdið Glitni banka. Eiðsvarni vitnisburðurinn, sem er í 169 liðum, var lagður fram hinn 11. maí síðastliðinn. Það var rannsóknarfyrirtækið Kroll sem fann upplýsingarnar um bankainnstæðurnar, en þær voru í jpeg formi í tölvupósti sem Jón Ásgeir sendi Lárusi Welding og Jóni Sigurðssyni, þá forstjóra FL Group, hinn 22. september 2008, aðeins viku fyrir þjóðnýtingu Glitnis banka og 15 dögum fyrir fall bankakerfisins. Tölvupósturinn var sendur undir heitinu „Sterling deposits"og hefur að geyma textann „For your eyes only." Að sögn Steinunnar telja sérfræðingar Kroll líklegt að ástæðan fyrir því að upplýsingarnar hafi verið sendar á jpeg-formi hafi verið sú að Jón Ásgeir vildi fela upplýsingarnar þannig þær kæmu ekki fram í almennri textaleit leitarvéla. Þá sé jafnframt erfiðara að eiga við gögnin með þeim hætti, t.d breyta þeim. Ljósmyndin í tölvupóstinum sem Jón Ásgeir sendi er af töflu sem sýnir innstæður hjá bresku bönkunum HBOS, Barclays, Alliance & Leicester, HSBC og Bank of Ireland, sem samtals námu 202 milljónum punda, eða um 38 milljörðum króna á núverandi gengi. Steinunn segir í vitnisburði sínum að slitastjórn Glitnis hafi ástæðu til að ætla að innstæðurnar hafi hvorki tilheyrt Glitni banka né Baugi Group. Telur slitastjórnin að innstæðurnar hafi tilheyrt félagi í eigu Jóns Ásgeirs eða einhvers tengdum honum. Hins vegar virðist slitastjórnin ekki hafa fullnægjandi upplýsingar til þess að styðja þetta því Steinunn segir í vitnisburðinum: „Ég veit ekki hver eða hvaða fyrirtæki átti reikningana sem vitnað er til í Sterling-töflunni. Ég tel að það sé líklega einn eða fleiri af þeim sem sendu tölvupóstinn [Jón Ásgeir, Lárus Welding, Jón Sigurðsson] eða fyrirtæki eða einstaklingur sem tengist þeim." Því næst rekur hún að Kroll telji mjög ólíklegt að fjármunirnir hafi tilheyrt Glitni. Þá sé ólíklegt að Baugur hafi ráðið yfir jafn miklu reiðufé á þessum tímapunkti því aðeins sex mánuðum síðar hafi fyrirtækið óskað eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira