Katrín segir skoðanir samráðherra upphlaupskenndar Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2010 12:09 Katrín Júlíusdóttir segir að umhverfisráðherra hefði þurft að kynna sér málin betur. Mynd/ GVA. Katrín Júlíusdóttir iðnaðaráðherra segir skoðanir umhverfisráðherra á eignarhlut Magma á HS orku upphlaupskenndar. Það eigi ekki við nein rök að styðjast að iðnaðarráðuneytið hafi veitt magma faglega ráðgjöf um hvernig fyrirtækið gæti farið á svig við lög til að skjóta rótum á íslenskum orkumarkaði. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra undrast fréttir um að ráðuneyti hennar hafi veitt Magma Energy faglega ráðgjöf um það hvernig fyrirtækið ætti að komast framhjá lögum við kaup á HS Orku, eins og fullyrt hafi verið í Ríkisútvarpinu í gær. Hún hafi skoðað þessi mál í gær og dag og sjá engin merki þess að ráðuneytið hafi átt einhvern þátt í að leiðbeina Magma á þessum nótum og verið þátttakandi í ákvarðanatöku fyrirtækisins. „Iðnaðarauneytið hefur engin slík umsvif að vera að veita lögfræðiráðgjöf til fyrirtækja á borð við Magma," segir Katrín. Hún segir að umhverfisráðherra hefði átt að kynna sér málið betur áður en hún gaf út yfirlýsingar um málið í fréttum í gær. Iðnaðarráðherra segir ráðuneyti hennar ekki leiðbeina neinum um það hvernig fara eigi á svig við lög. „Hins vegar koma hundruð manna og lýsa fyrirætlunum sínum um stofnum fyrirtkæja og einar eða aðrar fyrirætlanir," segir Katrín. Ráðuneytið geri ekki annað en að veita upplýsingar um lög sem taka þurfi tillit til. Hún segist vita af fundi í ráðuneytinu hinn 30. apríl 2009, áður en hún settist í stól ráðherra. Þar hafi ekkert annað verið gert en að veita upplýsingar um hvaða löggjöf menn þyrftu að taka tillit til þegar þeir hæfu starfsemi hér á landi. Katrín segir að magma hljóti að hafa lögmenn á sínum snærum til að fræða fyrirtækið um íslensk lög og geti varla ætlað að treysta á iðnaðarráðuneytið í þeim efnum. Umhverfisráðherra sagði í fréttum okkar í gær að hún vildi láta rannsaka aðdragandann a'ð kaupum Magma á HS orku. Iðnaðarráðherra segist ekki átta sig á hvað eigi að rannsaka. Sveitarfélög hafi selt fyrirtækið til einkaaðila sem hafi svo selt það öðrum einkaaðilum. „Já mér finnst það undarlegt því að það hefur alltaf legið fyrir," segir Katrín. Það séu engar nýjar fréttir í þeim efnum. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir iðnaðaráðherra segir skoðanir umhverfisráðherra á eignarhlut Magma á HS orku upphlaupskenndar. Það eigi ekki við nein rök að styðjast að iðnaðarráðuneytið hafi veitt magma faglega ráðgjöf um hvernig fyrirtækið gæti farið á svig við lög til að skjóta rótum á íslenskum orkumarkaði. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra undrast fréttir um að ráðuneyti hennar hafi veitt Magma Energy faglega ráðgjöf um það hvernig fyrirtækið ætti að komast framhjá lögum við kaup á HS Orku, eins og fullyrt hafi verið í Ríkisútvarpinu í gær. Hún hafi skoðað þessi mál í gær og dag og sjá engin merki þess að ráðuneytið hafi átt einhvern þátt í að leiðbeina Magma á þessum nótum og verið þátttakandi í ákvarðanatöku fyrirtækisins. „Iðnaðarauneytið hefur engin slík umsvif að vera að veita lögfræðiráðgjöf til fyrirtækja á borð við Magma," segir Katrín. Hún segir að umhverfisráðherra hefði átt að kynna sér málið betur áður en hún gaf út yfirlýsingar um málið í fréttum í gær. Iðnaðarráðherra segir ráðuneyti hennar ekki leiðbeina neinum um það hvernig fara eigi á svig við lög. „Hins vegar koma hundruð manna og lýsa fyrirætlunum sínum um stofnum fyrirtkæja og einar eða aðrar fyrirætlanir," segir Katrín. Ráðuneytið geri ekki annað en að veita upplýsingar um lög sem taka þurfi tillit til. Hún segist vita af fundi í ráðuneytinu hinn 30. apríl 2009, áður en hún settist í stól ráðherra. Þar hafi ekkert annað verið gert en að veita upplýsingar um hvaða löggjöf menn þyrftu að taka tillit til þegar þeir hæfu starfsemi hér á landi. Katrín segir að magma hljóti að hafa lögmenn á sínum snærum til að fræða fyrirtækið um íslensk lög og geti varla ætlað að treysta á iðnaðarráðuneytið í þeim efnum. Umhverfisráðherra sagði í fréttum okkar í gær að hún vildi láta rannsaka aðdragandann a'ð kaupum Magma á HS orku. Iðnaðarráðherra segist ekki átta sig á hvað eigi að rannsaka. Sveitarfélög hafi selt fyrirtækið til einkaaðila sem hafi svo selt það öðrum einkaaðilum. „Já mér finnst það undarlegt því að það hefur alltaf legið fyrir," segir Katrín. Það séu engar nýjar fréttir í þeim efnum.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira