Þrýstingur að utan um aukið eigið fé ÍLS 9. júlí 2010 08:00 Vanskil hafa aukist, 7% lána Íbúðalánasjóðs eru í frystingu og Íbúðalánasjóður hefur þurft að leysa til sín um 750 íbúðir. Þótt sjóðurinn eigi fyrir skuldbindingum sínum og sé með fullri ríkisábyrgð þrýsta erlendir aðilar á um að ríkið bindi aukið fé í sjóðnum. Slík aðgerð er talin auka trúverðugleika endurreisnar íslensks efnahagslífs.FRÉTTABLAÐIÐ/pjetur fréttablaðið/pjetur Á stjórnarfundi Íbúðalánasjóðs (ÍLS) sem stóð fram á kvöld í gær lá fyrir að fjalla um skýrslu um stöðu sjóðsins sem skila á til Fjármálaeftirlitsins á mánudag. Jafnframt vinnur hópur undir forystu Bolla Bollasonar, ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, að gerð tillagna til félagsmálaráðherra um eiginfjárhlutfall sjóðsins. Bolli hefur greint frá því í Fréttablaðinu að hann telji óhjákvæmilegt að ríkið leggi sjóðnum til að minnsta kosti tíu en jafnvel allt að tuttugu milljarða króna næstu fjögur ár. Formlegar tillögur liggja þó ekki fyrir. Í svari Ástu H. Bragadóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, við fyrirspurn Fréttablaðsins í gær segir hún að í sjálfu sér sé ekkert sem segi að nauðsynlegt sé að leggja sjóðnum til fé nú. „Það byggir á ákvörðunum um hvort breyta eigi langtímamarkmiði um eiginfjárhlutfall sem sett er í reglugerð um fjárhag og áhættustýringu Íbúðalánasjóðs," segir þar. Eigið fé Íbúðalánasjóðs var um 10 milljarðar króna um síðustu áramót, eiginfjárhlutfallið var komið niður í 3% og hafði rýrnað úr 4,6% á árinu 2009. Samkvæmt reglugerð sem sjóðurinn starfar eftir ber honum að stefna að 5% eiginfjárhlutfalli til langs tíma litið. Íbúðalánasjóður er rekinn á ábyrgð ríkisins. Sú ábyrgð gildir jafnt hvort sem eiginfjárhlutfallið er 3% eða 5%. Sjóðurinn þarf að reiða fram 62 milljarða króna til að standa undir fjármögnunarþörf sinni á þessu ári og verður ekki í vandræðum með þær greiðslur, að sögn Ástu. Vegna efnahagsástandsins hafa vanskil viðskiptavina sjóðsins aukist mikið. Þau tvöfölduðust á árinu 2009. Sjóðurinn á einnig um tíu milljarða króna útistandandi og óuppgerða hjá föllnu bönkunum. Óvíst er hvort það fé skilar sér. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins rekur þrýstingur frá erlendum matsfyrirtækjum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum mest á eftir því að ríkið leggi fram aukið fé til Íbúðalánasjóðs. Mál sjóðsins eru einnig til umfjöllunar hjá Eftirlitsstofnun EFTA en dregið er í efa að núverandi skipan mála sé í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Með því að bregðast við gagnrýni og leggja aukið fé inn í Íbúðalánasjóð verði matsfyrirtækjum, AGS og ESA sýnt fram á að ríkið hafi burði til að standa við bak sjóðsins og að við uppbyggingu fjármagnsmarkaðar verði fylgt sömu hugmyndum og í helstu viðskiptalöndum. peturg@frettabladid.is Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Á stjórnarfundi Íbúðalánasjóðs (ÍLS) sem stóð fram á kvöld í gær lá fyrir að fjalla um skýrslu um stöðu sjóðsins sem skila á til Fjármálaeftirlitsins á mánudag. Jafnframt vinnur hópur undir forystu Bolla Bollasonar, ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, að gerð tillagna til félagsmálaráðherra um eiginfjárhlutfall sjóðsins. Bolli hefur greint frá því í Fréttablaðinu að hann telji óhjákvæmilegt að ríkið leggi sjóðnum til að minnsta kosti tíu en jafnvel allt að tuttugu milljarða króna næstu fjögur ár. Formlegar tillögur liggja þó ekki fyrir. Í svari Ástu H. Bragadóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, við fyrirspurn Fréttablaðsins í gær segir hún að í sjálfu sér sé ekkert sem segi að nauðsynlegt sé að leggja sjóðnum til fé nú. „Það byggir á ákvörðunum um hvort breyta eigi langtímamarkmiði um eiginfjárhlutfall sem sett er í reglugerð um fjárhag og áhættustýringu Íbúðalánasjóðs," segir þar. Eigið fé Íbúðalánasjóðs var um 10 milljarðar króna um síðustu áramót, eiginfjárhlutfallið var komið niður í 3% og hafði rýrnað úr 4,6% á árinu 2009. Samkvæmt reglugerð sem sjóðurinn starfar eftir ber honum að stefna að 5% eiginfjárhlutfalli til langs tíma litið. Íbúðalánasjóður er rekinn á ábyrgð ríkisins. Sú ábyrgð gildir jafnt hvort sem eiginfjárhlutfallið er 3% eða 5%. Sjóðurinn þarf að reiða fram 62 milljarða króna til að standa undir fjármögnunarþörf sinni á þessu ári og verður ekki í vandræðum með þær greiðslur, að sögn Ástu. Vegna efnahagsástandsins hafa vanskil viðskiptavina sjóðsins aukist mikið. Þau tvöfölduðust á árinu 2009. Sjóðurinn á einnig um tíu milljarða króna útistandandi og óuppgerða hjá föllnu bönkunum. Óvíst er hvort það fé skilar sér. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins rekur þrýstingur frá erlendum matsfyrirtækjum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum mest á eftir því að ríkið leggi fram aukið fé til Íbúðalánasjóðs. Mál sjóðsins eru einnig til umfjöllunar hjá Eftirlitsstofnun EFTA en dregið er í efa að núverandi skipan mála sé í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Með því að bregðast við gagnrýni og leggja aukið fé inn í Íbúðalánasjóð verði matsfyrirtækjum, AGS og ESA sýnt fram á að ríkið hafi burði til að standa við bak sjóðsins og að við uppbyggingu fjármagnsmarkaðar verði fylgt sömu hugmyndum og í helstu viðskiptalöndum. peturg@frettabladid.is
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira