Viðskipti innlent

Ráðist í endurbætur á Hótel Loftleiðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gert er ráð fyrir að það verði ráðist í endurbætur á Hótel Loftleiðum. Mynd/ Pjetur.
Gert er ráð fyrir að það verði ráðist í endurbætur á Hótel Loftleiðum. Mynd/ Pjetur.
Reitir fasteignafélag og Icelandair Hotels endurnýjuðu í dag leigusamninga milli félaganna til ársins 2025. Um er að ræða samtals 29.532 fermetra og ná samningarnir til Hótels Loftleiða og Hilton Reykjavík Nordica.

Samningarnir milli Reita og Icelandair Hotels fela einnig í sér að ráðist verður í gagngerðar endurbætur á húsnæði Hótels Loftleiða. Kostnaður við endurbæturnar er áætlaður hátt í 1 milljarður króna. Undirbúningur er þegar hafinn en framkvæmdir við Hótel Loftleiði munu hefjast upp úr áramótum og ljúka í byrjun sumars 2011. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar muni skapa 80 ársverk.

„Við teljum að með samningum höfum við tryggt okkur hagstætt rekstraumhverfi með tilliti til húsnæðis og um leið skapað grundvöll fyrir frekari vöxt. Ferða- og ráðstefnuþjónusta er vaxandi iðngrein hér á landi og Icelandair Hotels er félag sem leikur eitt af lykilhlutverkum í þeim vexti," segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, í tilkynningu til fjölmiðla vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×