Fleiri fréttir Fyrirtæki geta hagrætt í rekstri með kaupum á aðgangi að hugbúnaði á netinu. Lítil fyrirtæki þurfa ekki lengur að kaupa dýran hugbúnað og leggja fjármagn í tölvukerfi. Þau geta sparað sér háar fjárhæðir með því að kaupa aðgang að tölvuskýjum (e. cloud computing) á netinu til lengri eða skemmri tíma. Þegar netnotkun eykst með farsímum og spjaldtölvum verður þetta framtíðin í upplýsingatækni. 7.7.2010 06:45 Hamfarir dreifa veirum Hamförum á borð við eldgosið í Eyjafjallajökli er nú tekið fagnandi af tölvuþrjótum. 7.7.2010 06:00 Búa þarf í haginnfyrir fyrirtækin „Við verðum að búa í haginn fyrir fjárfesta og bjóða upp á góðar aðstæður, í það minnsta sambærilegar og í nágrannalöndum. Þanni glæðum við atvinnustarfsemi sem er undirstaða efnahagslífsins,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. 7.7.2010 06:00 Gjaldeyrishöftin verst: CCP óskar eftir stöðugleika „Við höfum ekki velt því fyrir okkur að fara. En það er voðalega erfitt að taka ákvarðanir og gera áætlanir fram í tímann á þeim forsendum hvað eigi mögulega að gera hér í framtíðinni. Það virðist vera planið að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evruna eftir einhver ár. Mér líst vel á það,“ segir Hilmar V. Pétursson, forstjóri tölvuleikjaframleiðandans CCP. 7.7.2010 06:00 Íbúðalánasjóður þarf að fá tugmilljarða á næstu árum Starfshópur á vegum félagsmálaráðuneytisins telur Íbúðalánasjóð þurfa allt að tuttugu milljarða króna frá ríkinu til ársins 2014 til að eiginfjárhlutfall sjóðsins verði eins og vera eigi. 7.7.2010 06:00 Leita ráða hjá Sveini Haraldi „Bæði íslensk fyrirtæki sem leita norrænna fjárfesta og norræn fyrirtæki sem hug hafa á að fjárfesta á Íslandi hafa leitað til mín. En þetta er ekki launað starf; ég hjálpa þeim í frítíma mínum utan vinnu. Þetta litla framlag mitt vona ég að sé hluti af því að rétta efnahagslífið við,“ segir Svein Harald Öygard, fyrrverandi seðlabankastjóri. Um tólf íslensk fyrirtæki hafa leitað til hans. 7.7.2010 05:30 Lilja kveður Seðlabankann Lilja Alfreðsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra á skrifstofu seðlabankastjóra, hefur verið ráðin ráðgjafi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) í Washington í Bandaríkjunum. 7.7.2010 04:30 Setur að manni óhug ef fyrirtæki flýja land „Ég tel hættuna á fyrirtækjaflótta því miður raunverulega,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar og fyrrverandi forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Hann bendir á að fyrir hrun hafi umhverfi fyrirtækja hér um margt verið hagfellt og fyrir vikið eftirsóknarvert að starfrækja fyrirtæki í alþjóðlegum rekstri. 7.7.2010 03:30 Reikningum Akureyjar enn ekki skilað Eignarhaldsfélagið Akurey, sem á 60 prósent í lyfjafyrirtækinu Icepharma í gegnum dótturfélag, hefur enn ekki skilað ársreikningum fyrir árin 2007, 2008 og 2009. 7.7.2010 03:30 Atvinnuleysi á undanhaldi Atvinnulausum fækkaði um 1100 manns í júní frá fyrri mánuði, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að um árstíðarbundna fækkun sé að ræða en atvinnuleysi sé engu að síður á undanhaldi. 6.7.2010 14:50 Erlendum ferðamönnum fækkar um 5% Um 53.500 erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Leifsstöð í síðasta mánuði og fækkar þeim um eitt þúsund manns frá sama mánuði í fyrra. Fækkunin nemur tveimur prósentum milli ára, samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu. Frá áramótum hafa 170.400 erlendir gestir farið frá landinu. Þetta eru um 8.500 færri en árinu áður og nemur fækkunin tæpum fimm prósentum milli ára. 6.7.2010 11:59 1700 milljónir greiddar í atvinnuleysisbætur Vinnumálastofnun greiddi um síðustu mánaðamót rúmlega 1,7 milljarð króna í atvinnuleysistryggingar fyrir tímabilið 20. maí til 19. júní. Greitt var til túmlega 14.900 einstaklinga. Heildarupphæð atvinnuleysistrygginga fyrir maí síðastliðinn var hins vegar öllu hærri. Hún nam rúmum 2 milljörðum króna og var þá greitt til 16.005 einstaklinga. 6.7.2010 11:49 Steingrímur þögull um möguleg skaðabótamál vegna gengisdóms Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra vill ekki tjá sig um viðbrögð sín gagnvart mögulegum málaferlum kröfuhafa gömlu bankanna vegna hæstaréttardómsins frá 16. júní vegna gengistryggðu lánanna. 6.7.2010 17:22 Gamma stóð i stað Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 2,7 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 0,7 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 2 ma. viðskiptum. 6.7.2010 15:55 Gengi krónunnar mun haldast lágt Gengi íslensku krónunnar mun líklegast haldast lágt enn um sinn þó að það hafi hækkað um átta prósent frá áramótum, að mati Greiningar Íslandsbanka. 6.7.2010 13:01 Meira gist á hótelum á gossvæðinu Gistinætur á hótelum fækkaði um 10% í maí síðastliðnum miðað við sama mánuði í fyrra. Þær voru um 105 þúsund í maí síðastliðnum en 117 í maí í fyrra. Athygli vekur að gistinóttum fækkar á öllum landssvæðum nema Austurlandi og Suðurlandi en þar fjölgaði gistinóttum milli ára. 6.7.2010 09:06 Um 1,3 milljarða viðskipti með skuldabréf Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði lítillega í dag í 1,3 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði lítillega í 0,8 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 0,4 ma. viðskiptum. 5.7.2010 16:22 Um 21 þúsund umsóknir bárust um sumarstörf Um 2200 námsmenn sóttu um störf í tengslum við átaksverkefni í sumar á vegum ríkisins og sveitarfélaga. Ákveðið var að verja 250 milljónum úr atvinnuleysistryggingasjóði í samvinnu við ríki og sveitarfélög til að skapa sumarstörf fyrir námsmenn. 5.7.2010 15:48 Stjórnarformaður Strætó bs fundinn Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, verður formaður nýrrar stjórnar Strætó bs. Stjórnin kom saman í dag og skipti með sér verkum. Aðrir í stjórn eru Kjartan Örn Sigurðsson frá Álftanesi, Stefán Snær Konráðsson frá Garðabæ, Hjálmar Hjálmarsson frá Kópavogi, Hafsteinn Pálsson frá Mosfellsbæ, Einar Örn Benediktsson frá Reykjavík og Sigrún Edda Jónsdóttir frá Seltjarnarnesbæ. 5.7.2010 12:39 Danski krónprinsinn heimsótti Össur Össur hf. tekur þátt í samnorrænni sýningu að nafni Nordic Lighthouse sem haldin er samhliða heimssýningunni í Shanghai. Sýningin er kynningarvettvangur fyrir þekkt norræn vörumerki á borð við Lego, Skagen, Volvo, Danfoss o.fl. Sýningin stendur út október. 5.7.2010 11:10 Lexusbílar innkallaðir Tilkynnt hefur verið um innköllun á nokkrum gerðum Lexusbifreiða vegna ventlagorma sem valdið geta gangtruflunum. 5.7.2010 10:39 Fyrsta ákæra sérstaks saksóknara þingfest á morgun Ákæra sérstaks saksóknara á hendur þremenningunum sem grunaðir eru um umboðssvik í svokölluðu Exeter máli verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Um er að ræða fyrstu ákærur sérstaks saksóknara. 5.7.2010 10:04 Furðar sig á kæru Vodafone Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, furðar sig á kæru Vodafone sem hefur stefnt Símanum og Fjarskiptasjóði ríkisins vegna sex hundruð milljóna króna samnings um háhraðanettengingar. Vodafone telur að samningurinn feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð við Símann og krefst þess að hann verði dæmdur ólögmætur. Sævar sagði í samtali við fréttastofu að hann teldi að eðlilega hafi verið staðið að útboðinu. 4.7.2010 19:30 Vodafone stefnir Símanum og ríkinu vegna ólögmætrar ríkisaðstoðar Vodafone hefur stefnt Fjarskiptasjóði ríkisins og Símanum vegna samnings milli þessara aðila um háhraðanettengingar í dreifðum byggðum landsins. Vodafone telur að samningurinn feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð við Símann þar sem samningurinn hafi ekki verið tilkynntur til Eftirlitsstofnunar EFTA sem þarf að samþykkja ríkisaðstoð áður en hún er veitt, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Vodafone. 4.7.2010 15:53 Verkefnaskorturinn alvarlegur Verkefnaskorturinn í verktakaiðnaði er orðinn það alvarlegur að hætta er á því íslenskir verktakar verði svo veikburða að erlendir verktakar muni einir hafa burðir til að taka að sér stórverk á Íslandi á næstu árum. 4.7.2010 12:45 Hóta skaðabótamáli vegna gengislánadóms Hæstaréttar Erlendir kröfuhafar Glitnis og eigendur Íslandsbanka eru uggandi eftir dóm Hæstaréttar og kanna nú réttarstöðu sína. Bankarnir gætu tapað mörgum tugum milljarða króna verði gengistryggð húsnæðislán og fyrirtækjalán dæmd ólögmæt. Kröfuhafarnir íhuga skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu vegna forsendubrests í samningum. 3.7.2010 18:32 Fimmtíu starfsmönnum Ístaks sagt upp Verktakafyrirtækið Ístak sagði 50 starfsmönnum upp um mánaðamótin. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins gagnrýndi Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, framkvæmdaleysi stjórnvalda. Hann sagði starfsumhverfi verktakafyrirtækja skelfilegt og að enginn hafi slegið sjaldborg um iðnaðarmenn. Sumir þeirra starfsmanna Ístaks sem fengu uppsagnarbréf um mánaðamótin hafa starfið hjá fyrirtækinu í allt að 30 ár. 3.7.2010 18:06 Engar breytingar á samningi Kaupum Magma Energy á nær öllu hlutafé HS Orku lýkur í enda mánaðar. Engar breytingar hafa orðið á samningum frá því tilkynnt var um kaupin um miðjan maí, að sögn Ásgeirs Margeirssonar, forstjóra Magma Energy á Íslandi. „Málið er eins og lagt var upp með. Við erum að vinna í að klára viðskiptin," segir hann. 3.7.2010 14:27 Lífeyrisaldur hækki í 68 ár Samtök atvinnulífsins (SA) vilja að eftirlaunaaldur hjá lífeyrissjóðum verði hækkaður úr 65 og 67 árum í 68 ár. SA vilja með þessu bregðast við lengri meðalævi Íslendinga sem hafi haft í för með sér lægri lífeyri og hærri iðgjöld. 3.7.2010 09:56 Vaxtaóvissa dregur kreppuna á langinn Verði niðurstaða Hæstaréttar sú að miða við samningsvexti á öllum gengistryggðum lánum getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið, tafið fyrir afnámi gjaldeyrishafta, jafnvel verði að hækka skatta. 3.7.2010 04:00 Gamma: GBI hækkaði um 0,1 % í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 6,4 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði lítillega í 2,9 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 3,5 ma. viðskiptum. 2.7.2010 15:55 Atvinnuleysi hér á landi undir EES meðallagi Atvinnuleysi hér á landi er enn undir meðallagi EES ríkjanna þrátt fyrir umtalsverða aukningu hér á landi frá hruni. Í morgunkorni Íslandsbanka er bent á þetta en hér á landi var atvinnuleysi 6,7% hér á landi á fjórða ársfjórðungi í fyrra samanborið við 9,3% atvinnuleysi í ríkjum ESB að meðaltali samkvæmt vinnumarkaðaskönnun Hagstofunnar en sú könnun er gerð með sambærilegum hætti í öllum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. 2.7.2010 13:44 Iceland Express flýgur til Orlando Iceland Express ætlar að fljúga vikulega til Orlando á Flórída í október í haust. Flogið verður á laugardögum og verður fyrsta flugið því 2. október. Sala á ferðum er þegar hafin og kostar önnur leið frá 29 þúsund krónum með sköttum. Um tilraun er að ræða og því aðeins áætlað að fljúga í mánuð en verði viðtökur góðar verður það endurskoðað. 1.7.2010 15:43 SP-Fjármögnun fer að tilmælunum Bíla- og kaupleigusamningar hjá SP-Fjármögnun verða endurreiknaðir samkvæmt tilmælum FME og Seðlabanka Íslands. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að starfsfólk muni hraða þeirri vinnu eins og kostur er svo unnt verði að senda út greiðsluseðla að nýju. 1.7.2010 15:33 Vinnslustöðin greiðir út arð í evrum Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar samþykkti á aðalfundi að skrá hlutafé félagsins í evrum og að í kjölfarið yrði greiddur út 18% arður í evrum samkvæmt eyjafréttum.is. 1.7.2010 14:43 Íslandsbanki ríður á vaðið - Fer að tilmælum FME og SÍ Íslandsbanki hyggst fara eftir tilmælum FME og Seðlabankans varðandi vexti sem skal miða við þegar gengislánin eru reiknuð út. Bankinn ríður því á vaðið en enginn annar banki hefur gefið út hvað hann hyggist gera í málinu. Tilmælin eru afar umdeild og vildu bæði talsmaður neytenda og Hagsmunasamtök heimilanna meina að tilmælin væru í raun hvatning til lögbrota og vitnuðu sér til stuðnings í samningslögin. 1.7.2010 12:39 Fá ekki 260 milljónir vegna vanlýsingar Sex erlendum bönkum var synjað um kröfu í reikning í eigu þrotabús Samsonar eignarhaldsfélags ehf, sem var í eigu Björgólfsfeðganna. Ástæðan var vanlýsing bankanna en alls var að finna 1,6 milljón evrur á reikningnum eða um 260 milljónir króna. 1.7.2010 12:01 Verktakafyrirtæki segja 76 upp Verktakafyrirtækin Ístak og Eykt segja upp samtals 76 starfsmönnum sínum nú um mánaðamótin. 50 starfsmenn missa vinnuna hjá Ístaki og 26 hjá Eykt. 1.7.2010 12:00 Krugman: Kreppukraftaverk Íslands Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði segir Ísland hafa tekið út mikið vægari refsingu vegna kreppunnar en aðrar þjóðir, meðal annars vegna hruns krónunnar og gjaldeyrishafta. 1.7.2010 11:42 Landsnet neitar hækkunum á raforkuverði Vegna frétta á fjölmiðlum um miklar hækkanir á flutningi og dreifingu raforku vill Landsnet, sem sér um flutning raforkunnar frá virkjunum til dreifiveitna, koma eftirfarandi á framfæri: 1.7.2010 10:03 Sparisjóðirnir lækka vexti á inn- og útlánum Sparisjóðirnir lækka vexti á inn- og útlánum í framhaldi af ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. 1.7.2010 09:51 Rekstur innan fjárheimilda Ríkisendurskoðun segir heildarútgjöld A-hluta ríkissjóðs árið 2009 hafa verið 23 milljarða umfram fjárlög ársins, eða samtals 579 milljarða króna. Þrátt fyrir það hafi heildarútgjöldin verið tólf milljarða innan fjárheimilda ársins, sem námu 591 milljarði, en það skýrist af því að með fjáraukalögum bættust þrettán milljarðar við heimildir ársins auk þess sem 22 milljarðar voru fluttir frá fyrra ári. 1.7.2010 02:00 Sjá næstu 50 fréttir
Fyrirtæki geta hagrætt í rekstri með kaupum á aðgangi að hugbúnaði á netinu. Lítil fyrirtæki þurfa ekki lengur að kaupa dýran hugbúnað og leggja fjármagn í tölvukerfi. Þau geta sparað sér háar fjárhæðir með því að kaupa aðgang að tölvuskýjum (e. cloud computing) á netinu til lengri eða skemmri tíma. Þegar netnotkun eykst með farsímum og spjaldtölvum verður þetta framtíðin í upplýsingatækni. 7.7.2010 06:45
Hamfarir dreifa veirum Hamförum á borð við eldgosið í Eyjafjallajökli er nú tekið fagnandi af tölvuþrjótum. 7.7.2010 06:00
Búa þarf í haginnfyrir fyrirtækin „Við verðum að búa í haginn fyrir fjárfesta og bjóða upp á góðar aðstæður, í það minnsta sambærilegar og í nágrannalöndum. Þanni glæðum við atvinnustarfsemi sem er undirstaða efnahagslífsins,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. 7.7.2010 06:00
Gjaldeyrishöftin verst: CCP óskar eftir stöðugleika „Við höfum ekki velt því fyrir okkur að fara. En það er voðalega erfitt að taka ákvarðanir og gera áætlanir fram í tímann á þeim forsendum hvað eigi mögulega að gera hér í framtíðinni. Það virðist vera planið að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evruna eftir einhver ár. Mér líst vel á það,“ segir Hilmar V. Pétursson, forstjóri tölvuleikjaframleiðandans CCP. 7.7.2010 06:00
Íbúðalánasjóður þarf að fá tugmilljarða á næstu árum Starfshópur á vegum félagsmálaráðuneytisins telur Íbúðalánasjóð þurfa allt að tuttugu milljarða króna frá ríkinu til ársins 2014 til að eiginfjárhlutfall sjóðsins verði eins og vera eigi. 7.7.2010 06:00
Leita ráða hjá Sveini Haraldi „Bæði íslensk fyrirtæki sem leita norrænna fjárfesta og norræn fyrirtæki sem hug hafa á að fjárfesta á Íslandi hafa leitað til mín. En þetta er ekki launað starf; ég hjálpa þeim í frítíma mínum utan vinnu. Þetta litla framlag mitt vona ég að sé hluti af því að rétta efnahagslífið við,“ segir Svein Harald Öygard, fyrrverandi seðlabankastjóri. Um tólf íslensk fyrirtæki hafa leitað til hans. 7.7.2010 05:30
Lilja kveður Seðlabankann Lilja Alfreðsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra á skrifstofu seðlabankastjóra, hefur verið ráðin ráðgjafi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) í Washington í Bandaríkjunum. 7.7.2010 04:30
Setur að manni óhug ef fyrirtæki flýja land „Ég tel hættuna á fyrirtækjaflótta því miður raunverulega,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar og fyrrverandi forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Hann bendir á að fyrir hrun hafi umhverfi fyrirtækja hér um margt verið hagfellt og fyrir vikið eftirsóknarvert að starfrækja fyrirtæki í alþjóðlegum rekstri. 7.7.2010 03:30
Reikningum Akureyjar enn ekki skilað Eignarhaldsfélagið Akurey, sem á 60 prósent í lyfjafyrirtækinu Icepharma í gegnum dótturfélag, hefur enn ekki skilað ársreikningum fyrir árin 2007, 2008 og 2009. 7.7.2010 03:30
Atvinnuleysi á undanhaldi Atvinnulausum fækkaði um 1100 manns í júní frá fyrri mánuði, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að um árstíðarbundna fækkun sé að ræða en atvinnuleysi sé engu að síður á undanhaldi. 6.7.2010 14:50
Erlendum ferðamönnum fækkar um 5% Um 53.500 erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Leifsstöð í síðasta mánuði og fækkar þeim um eitt þúsund manns frá sama mánuði í fyrra. Fækkunin nemur tveimur prósentum milli ára, samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu. Frá áramótum hafa 170.400 erlendir gestir farið frá landinu. Þetta eru um 8.500 færri en árinu áður og nemur fækkunin tæpum fimm prósentum milli ára. 6.7.2010 11:59
1700 milljónir greiddar í atvinnuleysisbætur Vinnumálastofnun greiddi um síðustu mánaðamót rúmlega 1,7 milljarð króna í atvinnuleysistryggingar fyrir tímabilið 20. maí til 19. júní. Greitt var til túmlega 14.900 einstaklinga. Heildarupphæð atvinnuleysistrygginga fyrir maí síðastliðinn var hins vegar öllu hærri. Hún nam rúmum 2 milljörðum króna og var þá greitt til 16.005 einstaklinga. 6.7.2010 11:49
Steingrímur þögull um möguleg skaðabótamál vegna gengisdóms Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra vill ekki tjá sig um viðbrögð sín gagnvart mögulegum málaferlum kröfuhafa gömlu bankanna vegna hæstaréttardómsins frá 16. júní vegna gengistryggðu lánanna. 6.7.2010 17:22
Gamma stóð i stað Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 2,7 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 0,7 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 2 ma. viðskiptum. 6.7.2010 15:55
Gengi krónunnar mun haldast lágt Gengi íslensku krónunnar mun líklegast haldast lágt enn um sinn þó að það hafi hækkað um átta prósent frá áramótum, að mati Greiningar Íslandsbanka. 6.7.2010 13:01
Meira gist á hótelum á gossvæðinu Gistinætur á hótelum fækkaði um 10% í maí síðastliðnum miðað við sama mánuði í fyrra. Þær voru um 105 þúsund í maí síðastliðnum en 117 í maí í fyrra. Athygli vekur að gistinóttum fækkar á öllum landssvæðum nema Austurlandi og Suðurlandi en þar fjölgaði gistinóttum milli ára. 6.7.2010 09:06
Um 1,3 milljarða viðskipti með skuldabréf Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði lítillega í dag í 1,3 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði lítillega í 0,8 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 0,4 ma. viðskiptum. 5.7.2010 16:22
Um 21 þúsund umsóknir bárust um sumarstörf Um 2200 námsmenn sóttu um störf í tengslum við átaksverkefni í sumar á vegum ríkisins og sveitarfélaga. Ákveðið var að verja 250 milljónum úr atvinnuleysistryggingasjóði í samvinnu við ríki og sveitarfélög til að skapa sumarstörf fyrir námsmenn. 5.7.2010 15:48
Stjórnarformaður Strætó bs fundinn Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, verður formaður nýrrar stjórnar Strætó bs. Stjórnin kom saman í dag og skipti með sér verkum. Aðrir í stjórn eru Kjartan Örn Sigurðsson frá Álftanesi, Stefán Snær Konráðsson frá Garðabæ, Hjálmar Hjálmarsson frá Kópavogi, Hafsteinn Pálsson frá Mosfellsbæ, Einar Örn Benediktsson frá Reykjavík og Sigrún Edda Jónsdóttir frá Seltjarnarnesbæ. 5.7.2010 12:39
Danski krónprinsinn heimsótti Össur Össur hf. tekur þátt í samnorrænni sýningu að nafni Nordic Lighthouse sem haldin er samhliða heimssýningunni í Shanghai. Sýningin er kynningarvettvangur fyrir þekkt norræn vörumerki á borð við Lego, Skagen, Volvo, Danfoss o.fl. Sýningin stendur út október. 5.7.2010 11:10
Lexusbílar innkallaðir Tilkynnt hefur verið um innköllun á nokkrum gerðum Lexusbifreiða vegna ventlagorma sem valdið geta gangtruflunum. 5.7.2010 10:39
Fyrsta ákæra sérstaks saksóknara þingfest á morgun Ákæra sérstaks saksóknara á hendur þremenningunum sem grunaðir eru um umboðssvik í svokölluðu Exeter máli verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Um er að ræða fyrstu ákærur sérstaks saksóknara. 5.7.2010 10:04
Furðar sig á kæru Vodafone Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, furðar sig á kæru Vodafone sem hefur stefnt Símanum og Fjarskiptasjóði ríkisins vegna sex hundruð milljóna króna samnings um háhraðanettengingar. Vodafone telur að samningurinn feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð við Símann og krefst þess að hann verði dæmdur ólögmætur. Sævar sagði í samtali við fréttastofu að hann teldi að eðlilega hafi verið staðið að útboðinu. 4.7.2010 19:30
Vodafone stefnir Símanum og ríkinu vegna ólögmætrar ríkisaðstoðar Vodafone hefur stefnt Fjarskiptasjóði ríkisins og Símanum vegna samnings milli þessara aðila um háhraðanettengingar í dreifðum byggðum landsins. Vodafone telur að samningurinn feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð við Símann þar sem samningurinn hafi ekki verið tilkynntur til Eftirlitsstofnunar EFTA sem þarf að samþykkja ríkisaðstoð áður en hún er veitt, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Vodafone. 4.7.2010 15:53
Verkefnaskorturinn alvarlegur Verkefnaskorturinn í verktakaiðnaði er orðinn það alvarlegur að hætta er á því íslenskir verktakar verði svo veikburða að erlendir verktakar muni einir hafa burðir til að taka að sér stórverk á Íslandi á næstu árum. 4.7.2010 12:45
Hóta skaðabótamáli vegna gengislánadóms Hæstaréttar Erlendir kröfuhafar Glitnis og eigendur Íslandsbanka eru uggandi eftir dóm Hæstaréttar og kanna nú réttarstöðu sína. Bankarnir gætu tapað mörgum tugum milljarða króna verði gengistryggð húsnæðislán og fyrirtækjalán dæmd ólögmæt. Kröfuhafarnir íhuga skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu vegna forsendubrests í samningum. 3.7.2010 18:32
Fimmtíu starfsmönnum Ístaks sagt upp Verktakafyrirtækið Ístak sagði 50 starfsmönnum upp um mánaðamótin. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins gagnrýndi Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, framkvæmdaleysi stjórnvalda. Hann sagði starfsumhverfi verktakafyrirtækja skelfilegt og að enginn hafi slegið sjaldborg um iðnaðarmenn. Sumir þeirra starfsmanna Ístaks sem fengu uppsagnarbréf um mánaðamótin hafa starfið hjá fyrirtækinu í allt að 30 ár. 3.7.2010 18:06
Engar breytingar á samningi Kaupum Magma Energy á nær öllu hlutafé HS Orku lýkur í enda mánaðar. Engar breytingar hafa orðið á samningum frá því tilkynnt var um kaupin um miðjan maí, að sögn Ásgeirs Margeirssonar, forstjóra Magma Energy á Íslandi. „Málið er eins og lagt var upp með. Við erum að vinna í að klára viðskiptin," segir hann. 3.7.2010 14:27
Lífeyrisaldur hækki í 68 ár Samtök atvinnulífsins (SA) vilja að eftirlaunaaldur hjá lífeyrissjóðum verði hækkaður úr 65 og 67 árum í 68 ár. SA vilja með þessu bregðast við lengri meðalævi Íslendinga sem hafi haft í för með sér lægri lífeyri og hærri iðgjöld. 3.7.2010 09:56
Vaxtaóvissa dregur kreppuna á langinn Verði niðurstaða Hæstaréttar sú að miða við samningsvexti á öllum gengistryggðum lánum getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið, tafið fyrir afnámi gjaldeyrishafta, jafnvel verði að hækka skatta. 3.7.2010 04:00
Gamma: GBI hækkaði um 0,1 % í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 6,4 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði lítillega í 2,9 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 3,5 ma. viðskiptum. 2.7.2010 15:55
Atvinnuleysi hér á landi undir EES meðallagi Atvinnuleysi hér á landi er enn undir meðallagi EES ríkjanna þrátt fyrir umtalsverða aukningu hér á landi frá hruni. Í morgunkorni Íslandsbanka er bent á þetta en hér á landi var atvinnuleysi 6,7% hér á landi á fjórða ársfjórðungi í fyrra samanborið við 9,3% atvinnuleysi í ríkjum ESB að meðaltali samkvæmt vinnumarkaðaskönnun Hagstofunnar en sú könnun er gerð með sambærilegum hætti í öllum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. 2.7.2010 13:44
Iceland Express flýgur til Orlando Iceland Express ætlar að fljúga vikulega til Orlando á Flórída í október í haust. Flogið verður á laugardögum og verður fyrsta flugið því 2. október. Sala á ferðum er þegar hafin og kostar önnur leið frá 29 þúsund krónum með sköttum. Um tilraun er að ræða og því aðeins áætlað að fljúga í mánuð en verði viðtökur góðar verður það endurskoðað. 1.7.2010 15:43
SP-Fjármögnun fer að tilmælunum Bíla- og kaupleigusamningar hjá SP-Fjármögnun verða endurreiknaðir samkvæmt tilmælum FME og Seðlabanka Íslands. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að starfsfólk muni hraða þeirri vinnu eins og kostur er svo unnt verði að senda út greiðsluseðla að nýju. 1.7.2010 15:33
Vinnslustöðin greiðir út arð í evrum Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar samþykkti á aðalfundi að skrá hlutafé félagsins í evrum og að í kjölfarið yrði greiddur út 18% arður í evrum samkvæmt eyjafréttum.is. 1.7.2010 14:43
Íslandsbanki ríður á vaðið - Fer að tilmælum FME og SÍ Íslandsbanki hyggst fara eftir tilmælum FME og Seðlabankans varðandi vexti sem skal miða við þegar gengislánin eru reiknuð út. Bankinn ríður því á vaðið en enginn annar banki hefur gefið út hvað hann hyggist gera í málinu. Tilmælin eru afar umdeild og vildu bæði talsmaður neytenda og Hagsmunasamtök heimilanna meina að tilmælin væru í raun hvatning til lögbrota og vitnuðu sér til stuðnings í samningslögin. 1.7.2010 12:39
Fá ekki 260 milljónir vegna vanlýsingar Sex erlendum bönkum var synjað um kröfu í reikning í eigu þrotabús Samsonar eignarhaldsfélags ehf, sem var í eigu Björgólfsfeðganna. Ástæðan var vanlýsing bankanna en alls var að finna 1,6 milljón evrur á reikningnum eða um 260 milljónir króna. 1.7.2010 12:01
Verktakafyrirtæki segja 76 upp Verktakafyrirtækin Ístak og Eykt segja upp samtals 76 starfsmönnum sínum nú um mánaðamótin. 50 starfsmenn missa vinnuna hjá Ístaki og 26 hjá Eykt. 1.7.2010 12:00
Krugman: Kreppukraftaverk Íslands Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði segir Ísland hafa tekið út mikið vægari refsingu vegna kreppunnar en aðrar þjóðir, meðal annars vegna hruns krónunnar og gjaldeyrishafta. 1.7.2010 11:42
Landsnet neitar hækkunum á raforkuverði Vegna frétta á fjölmiðlum um miklar hækkanir á flutningi og dreifingu raforku vill Landsnet, sem sér um flutning raforkunnar frá virkjunum til dreifiveitna, koma eftirfarandi á framfæri: 1.7.2010 10:03
Sparisjóðirnir lækka vexti á inn- og útlánum Sparisjóðirnir lækka vexti á inn- og útlánum í framhaldi af ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. 1.7.2010 09:51
Rekstur innan fjárheimilda Ríkisendurskoðun segir heildarútgjöld A-hluta ríkissjóðs árið 2009 hafa verið 23 milljarða umfram fjárlög ársins, eða samtals 579 milljarða króna. Þrátt fyrir það hafi heildarútgjöldin verið tólf milljarða innan fjárheimilda ársins, sem námu 591 milljarði, en það skýrist af því að með fjáraukalögum bættust þrettán milljarðar við heimildir ársins auk þess sem 22 milljarðar voru fluttir frá fyrra ári. 1.7.2010 02:00